Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Síða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Síða 7
Myndir af uppskurSlnum, sem gerður var ( London. Myndirnar voru teknar i Oxford gegnum orkusvið bióðdropa. Fyrsta myndin til vinstri var tekin rétt áður en uppskurðurinn byrjaði og sýnir form orkusviðs eistans. Miðmyndin var tekin 10 mínútum siðar i gegnum orkusvið sama blóðdropa. Það sýnir, að skll hafa myndazt i orkusvlðið, sem kom fram á mynd- Inni í Oxford samtímis þvf sem skorið var f eista sjúklingsins f London. Myndln lengst til hœgri sýnlr aftur eistaform og nú eru i þvi tvær Ijósar rákir og skilln horfin. Tæki de la Warrs sýndu, að r&klrnar voru sllfurþræðir. Síðar sannaðist, að læknirinn hafði elnmltt sétt þunna silfurþræði í eistað. Skurð læknirinn var hlnn viðurkenndi læknir dr. Kenneth Walker i Harieystreet í London. Hann staðfestir myndirnar i einu og öllu. þess að sjá, hvað þar væri um að vera. Og 1955 kam þar læknir, dr. Kenneth Walker að nafni. Honum voru meðal annars sýndar myndirnar frá uppskurðinum. Hann starði á þær í þögulli undrun, en sagði svo: „Eg var læknirinn, sem framkvæmdi upp- skurðinn, og ég man nú, að ég undr- •aðist, að það ætti að hringja til Oxford, þegar uppskurðurinn hæfist“. — Hann sagði líka, að hann hefði ætlað að setja framræslupípu í eist- að, en hætt við það og sett silfur- þræði. Þessa frásögn las Poul Goos í bók Langston Days um starf de la Warrs. Öll önnur dæmi í bókinni voru nafn- laus, en þama var þó hægt að leita staðfestingar á sannleiksgildi frásagn arinnar. Nú var spurzt fyrir um þenn an dr. Kenneth Walker. Kom þá í ljós, að hann var einn af fremstu læknum í London, frægur vísinda- rithöfundur og mjög mikils metinn. Honum var nú skrifað og spurt, hvort hann staðfesti réttmæti frásagnarinn- ar. Svarið kom um hæl: Læknirinn staðfesti skýrsluna í einu og öllu. Hann gat ekki skýrt tilraunina, þar sem hún virtist stríða á móti viður- kenndri þekkingu vísindanna. Hann gat aðeins staðfest frásögnina. Paul Goos fór nú til Oxford til að leita frekari upplýsinga og þekking- ar á starfi Delawárr-stofnunarinnar og dvaldi þar í mánaðartíma. Hann ihitti dr. Kenneth Walker að máli, sem nú styður starf de la Warr með öllu sínu vísindalega áliti og hefur oft verið í forsæti á vísindalegum samkomum, þar sem de la Warr hef- ur talað, í von um að skapa áhuga á starfi sínu. Og í Englandi hefur það mikla þýðingu, hver er í forsæti. Sé það frægur maður, nýtur ræðu- maður góðs af, og dr. Walker hefur aldrei hikað við að hætta áliti sínu í augum dýrkenda „ortodoks“-vísind anna með því að leggja nafn sitt við starf de la Warr. Fullnægjandi fræðileg skýring á þessum fyrirbrigðum er ekki fyrir héndi, en það er hægt að minna á uppgötvun Hans Speemanns á ,,hin- um kerfisbundnu orkusviðum“, sem leiddi í ljós, að líkami okkar er byggð ur upp af margs konar óefnislegum orkusviðum, sem mynda saman heild arorkusvið. En það hefur aldrei ver- ið mögulegt að taka mynd af þeim fyrr en nú. Nýlega lagði þó þekktur þýzkur læknir, dr. med. Hans Adolf Hansche í Manfred-Curry-Klinik í Þýzkalandi fram niðurstöður og ár- angur um notkun mynda af útgeisl- an mannslíkamans við sjúkdómsgreán ingar. Útgeislan þessi hlýtur að vera summa útgeislana frá öllum orku- sviðum líkamans, og starf dr. Hansch es er því hliðstætt de la Warrs, þótt aðferðtr þeirra kunni að vera allt aðrar. — Það merkilegasta við tilraun ir de la Warrs er, að þær sýna, að orkusvið blóðdropans sem og orku- svið líkamans, sem er úr, eru óliáð tíma og rúmi. Myndimar sýndu nefni lega, að orkusvið blóðdropans í Oxford hagaði sér nákvæmlega í sam- ræmi við orkusvið líkamans í Lond- on: Það var skorið í eistað — sem orsakaði breytingu á orkusviði þess — samtímis sýndu orkusvið blóðdrop ans í Oxford sömu breytnigu. Það var settur silfurþráður í eistað í London og samtímis sýndi orkusviðið í Oxford þá breytingu. — Þessi orku svið tilheyra því — eftir þessu að dæma — veröld þeirra Plancks og Einsteins, sem er án tíma og rúms og því skilin frá skynjanlegri þrívídd ar-veröld oklcar með annarri vídd. ☆ Allt frá tímum Newtons hafa vis- indin haft mikinn áhuga á „geislun" og bornar hafa verið fram að minnsta kosti tvær kenningar um það, hvern- ig stæði á, að ljósið bærist frá sól og stjörnum til jarðarlnnar. Fyrri kenningin gelck út frá, að alheimur- inn væri fylltur eins konar ljósmiðli, sem kallaður var „ljósvaki“ og bæri hann bylgjur eða sveiflur ljóssins. Hin kenningin hafnaði að vísu ekki „ljósvakanum", en sló því föstu, að ljósið bærist ekki með bylgjum, held- ur væri það straumur óendanlega smárra agna. Þessari hugmynd varp- aði Newton fyrir borð, en tók upp bylgjukenninguna. Nóbelsverðlauna- maðurinn prófessor Compton sannaði hins vegar, að ljósið er straumur efnisagna. Þannig voru komnar fram tvær ólíkar kenningar um það sama, sem báðar voru óvefengjanlega sann- aðar! Kjarnvísmdamaðurinn Louis de Broglie sameinaði þessar kenningár og sýndi fram á, að ljósið kom ýmist fram sem straumur efnisagna eða sem óefnislegar sveiflur, en aldrei hvort tveggja. í senn. Smám saman hafa fundizt margar tegundir geislunar. Hinn frægi vís- indamaður prófessor Millikan sýndi fram á, að á hverri sekúndu „gengn- umborast" höfuð okkar af 5—B geisl- um, sem komfi utan úr geimnum — enginn veit hvaðan — og hafa ef til vill mikil áhrif á lífsþróunina. Tveir prófessorar við Columbía-háskólann í Bandaríkjunum hafa með nýju tæki sannað, að það eru til geislar, sem fara milli einstakra mólikúla. Til- raun þeirra sýndi, að hver einstök fruma, dauð eða lifandi — er lítill móttakari og sendir, sem senda stöð- ugt frá sér geisla. Þannig getur hvert mólikúl sent frá sér geisla á nálægt milljón ólíkum bylgjulengdum. „Og nú nálgumst við þá tíma, seg- ir Poul Goos, þegar hið efnisvísinda- lega viðhorf deyr“ . . . Þróunin virð- ist alltaf verða með sama hætti. „Nýjar hugmyndir, sem eru í and- stöðu við viðurkenndar eldri hug- myndir, skjótavúpp kollinum, en vís- indi samtímans líta til þeirra með yfirlætislegu brosi:“ Árið 1844 setti baron von Reichen- bach, sem á smum tíma var frægui vísindamaður og uppgötvaði efni? T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 431

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.