Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Síða 8
Creosot og mörg önnur kemisk efni,
fram niðurstöður í bókaformi af
rannsóknum, sem hann hafði unnið
að árum saman. Ifann dró þar fram
nið'urstöður, sem virtust sanna, að í
náttúrunni fyndist orkuform — sem
hann kallaði Odic-kraft — og þennan
kraft fann hann í kristöllum, ljósi,
seglum, hita og lifandi írumum og
einnig í öllum efnabreytingum. Það
var hægt að safna þessum krafti og
leiða hann eftir eirþráðum, einnig
\-ar hægt að safna honum gegnum
sjóngler, og hann virtist vera í tengsl-
um við sjálft lifið í mannslíkamanum,
og von Reichenbach áleit sig geta
slegið' föstu, að sumir menn gætu
sent öðrum þennan kraft til þess að
lækna þá, fría þá þjáningum eða að
minnsta kosti deyfa þær. — „Þetta
er hin fyrsta visindalega aðvörun um
hið komandi — segir Poul Goos „—
en það ætti að vera óþarfi að segja,
að hin helguðu vísindi litu aðeins
með yfirburð'abiosi á tilraunir hans.“
— Þessar tilraunir voru ekki gerðar
með þeirri nákvæmni sem nútíma-
vísindi krefjast, en hver leitandi vís-
indamaður ætti að hafa stanzað við
og gefið þeim nánari gaum (ekki
sízt fyrir, að von Reichenbach var
þekktur vísindamaður, sem gert hafði
margar merkar uppgötvanir). Það
verður að vera hlutverk vísindanna
að skýra þær.“ — En þetta verkefni
tóku vísindamenn létt. Þeir hlógu
bara háðslega. En meira háð upp-
skar bandaríski læknirinn dr. Abr-
ams, sem var svo djarfur að fullyrða,
að allt efni hefði útgeislan og mögu-
legt væri að nota mannslíkamann
sem ,.móttakara“ þessara geisla. Hann
hélt því einnig fram, að hvert líffæri
væri lítil ,,radíostöð“, sem sendi frá
sér bylgjur með ákveðinni tiðni, enn
fremur fullyiti hann að flestir sjúk-
dómar stöfuðu af truflun á þessum
sveiflum. Hann sagðist og hafa fund-
ið upp tæki, sem gæti leiðrétt þessar-
iöngu sveiflur, og þar með Iæknað
viðkomandi sjúkling. — Ein af stað-
hæfingum dr. Abrams var líka sú,
að hann gæti greint sjúkdóma með
öruggri vissu ef hann hefði dropa áf
blóði hans. — Og nú skellihlógu
allir læknar, aldrei hafði læknir með
vísindalega skólun gert sig beran að
jafn miklum barnaskap og heimsku!
— Þegar dr. Abrams andaðist,
héldu aðrir áfram starfi hans, meðal
annarra eðlisfræðingur og lækn-
ir frá Kaliforníu', dr. Ruth Drown,
sem birti opinberlega skýrslu um
starf sitt og niðurstöður árið 1939 í
bók, sem heitir „Theory and Tech-
nique of the Drown Radio-Therapy
and Radio-Vision Instruments" —
Hún hafði búið til tæki til að sjúk-
dómsgreina og meðhöndla sjúldinga
í gegnum blóðdropa! — Sem betur
fer heldur hún áfram starfi sínu, en
læknavísindin virðast ekki hafa mik-
inn áhuga á því. í Englandi tóku
læknarnir dr. Guyon Richards og
læknarnir Dudley Wright, Ernst
Martin og ýmsir aðrir við af dr.
Abrams. — Dr. Richards beindi at-
hugunum sínum einkum að árangri,
sem náðist með „smáskammtalækn-
ingum“ (,,liomopati“), en það er
lækningaaðfeið, sem notar eins konar
orkuupplausnir (,,potentierede“)
jurta og steina. Dr. Hahnemann, sem
fann upp „smáskammtalækningarnar"
var náttúrlega gerður hlægilegur af
samtíma-vísindamönnum, þegar hann
hélt því fram, að áhrif þessara örsmáu
skammta stöfuðu af mjög fíngerðu
formi geislunar. En nú 1957—’58,
hefur Boyd-lyfjarannsóknarstofan í
Glascow tilkynnt, að eftir fimmtán
ára tilraunir hafi fengizt sönnun fyrir
þvi, að þetta er raunveruleiki! Dr.
Richards áleit, að þessi geislunar-
kraftur væri sá sami, sem von
Reichenbach, Abrams og aðrir höfðð
fundið. Hann sýndi einnig fram á, að
uppgötvun Reichenbachs á því, að
mannslíkaminn sendi frá sér kraft,
sem fram að þessu hefur verið óþekkt
ur, var rétt! — Hann hóf einnig aö
nota pendúlinn eða dingulinn til sjúk-
dómsgreiningra. Flestir Iæknar, sem
nota þessa aðferð, hafa pendúla, sem
eru lítið fílabeinsstykki eða raf, sem
hangir í mjóum þræði. Það hefur
komið í ljós, að pendúllinn snýst,
þegar hann kemur inn í „geislunar-
hring“, sem sjúklingurinn sendir frá
sér, og hreyfingarmáti pendúlsins er
lykillinn að skilningi á ástandi sjúkl-
ingsins. Og þar með hafð'i „spákvist-
urinn“ svonefndi haldið innreið sína
í vísindin, segir Poul Goos. Árið 1935
gáfu tveir vísindamenn, William Barr
et og Theodore Besterman út bók um
áralangar athuganir sínar og sýndu
frani á, að enginn vafi léki á því,
að vísun á vatn með ,,spákvisti“ væri
óvefengjanleg staðreynd. Og það væri
ekki aðeins hægt að finna vatn með
þessum hætti, heldur einnig steina,
málma. fornleifar og ýmislegt ann-
að.
Það er gnótt sannana til fyrir því,
segir Poul Goos, að til séu formynd-
andi kraftar í náttúrunni, sem ekki
eru í tengslum við rafsegulsviðið. Dr.
E. Pfeiffer hefur sýnt fram á, að
geislun þeirra myndar form. Og nýj-
ustu tilraunir hans benda til þess,
að hugsunin geti haft áhrif á þessi
form! — Poul Goos nefndir enn
fleiri vísindamenn, sem nota alla
starfsorku sína til þess að afla meiri
þekkingar á geislun, meðal annarra
hinn fræga prófessor Lakhovsky, sem
hefur stjórnað tilraunum Alberts
Nodons, sem virðast sýna, að geislu:.
frá plötum sé jafnsterk geislun iadí-
ums og úraníums,. þótt hún sé af
öðrum toga. Geislun skordýra virðist,
samkvæmt þessum tilraunum, vera
4—5 sinnum sterkari en geislun radf-
ums og úraníums, og hinar lifandi
frumur mannslíkamans senda frá sér
enn sterkari geislun. — Hafi maður
uppgötvanir og rannsóknir þessara
manna í huga, mun það auka skilning
á starfi de la Wars. Enginn skyldi þó
ætla, að hér sé um almennt viður-
kenndar vísindalegar tilraunir að
ræða. Þvert á móti; — „ortodoks“-vís-
indamennskan neitar að veita þeim
athygli og gengur í sumum tilfellum
meira að segja svo langt í afneit'un-
inni að drótta því að vísindamönnum,
sem fást við þessa hluti, að tilraunir
þeirra séu vísvitapdi svindl!
Þa< kann að vera, að einhverjum
detti í hug (og jafnvel mörgum) að
tengja orðið „svindl" við tilraunir de
la Warrs. Við því er ekkert að segja.
En það er hins vegar fyllilega rétt-
lætanlegt með tilliti til þess, hve upp-
götvanir de la Warrs eiu ótrúlegar,
að menn spyrji sem svo, hvort upp-
finningamaðurmn hafi til að bera
næga vísindamenntun og þjálfun til
að draga réttar niðurstöður af upp-
götvunum sínum. Og þegar maður
stendur andspænis fyrirbrigði eins
og „myndatökunrd1' af uppskurðin-
um, sem hér var sagt frá að framan,
hefur það þýðingu að vita, að þar
var að verki þjálfaður vísindamaður
en ekki leikmaður
De la Warr fæddist 1904, lauk piófi
í vélaverkfræði 1924, þrem árum síð-
ar lauk hann almennu verkfræði-
prófi. Eftir nokkurra ára staii á
verkfræðistofnun varð hann aðstoð-
aryfirverkfræðingur á olíuhreinsunar
stöð, síðan yfirverkfræðingur í
gúmmíframleiðslufyrirtækinu Fire-
stone og að lokum yfiiverkfræðingur
í greifadæminu Oxfordshire. — Þetta
ætti að sýna, að vísindalegan bak-
grunn hefur hann. Aðalsamstarfsmað-
ur de la Warr er hámenntaður lækn-
ir, dr. Corté að nafni en hann heíur
starfað með de la Warr síðastliðin
ellefu ár við erfið tilraunastörf, sem
oft taka meiri hluta sólarhringsins,
og léleg kjör, þrátt fyrir það að hon-
um bjóðast svo að segja á hverju ári
góðar stöður við ýmsa háskóla Eng-
lands. Auk þeirra starfa margir aðr-
ir vísindamenntaðir menn við stofn-
unina. — Þessar upplýsingar um de
la Warr persónulega verða að nægja,
en þær varpa vonandi einhverju ljósi
á það, að hér eru að verki alvarlega
hugsandi vísindamenn og engir
„kuklarar".
í næsta fataSi verður nánar
sagt frá tilraunum og uppgotv-
unum de la W=>>— m. a fiar-
lækningum á dýrum og monn-
um, fiargeislun plantna gegnum
myndír o. fl.
<40
T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ