Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Qupperneq 11

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Qupperneq 11
sldri ma,nna, að okkar myndi bíða köld nótt. En ekki kipptu þeir sér upp við það, þessir heiðursgarpar. Og hver sem þú ert, er þessar línur lest, þá vU ég segja þér þetta: Ég er alveg viss um, að sá, sem leitar til almættis guðs í huganum, þegar hann fer til vinnu sinnar, er öruggari að horfast í augu við örðugleika og taka afleið- ingum af þeim heldur en sá, sem þykist ekki vita, að við eigum vald yfir okkur. Eft'r nokkra stund kom vélbátur- inn Hjalti. Hann var frá Fáskrúðsfirði og hafði því stefnu þangað. En þar eð við vorum með öllu ljóslausir, var tilgangslaust fyrir okkur að leitast við að ná sambandi við þann bát. En ekki raskaði það ró Guðmundar, þótt ekki horfði vænlega um það, að við kæmumst heim á þessu kvöldi. Hann sagði, að við gætum ekkert ann að gert en talið stjörnurnar. Ég hafði orð á því, að okkur gæti mistalizt í svona heiðskíru veðri. Hann gæti al- veg eins sungið um stjörnurnar, og kannski tækjum við undir, úr því að enginn heyrði til okkar nema Skrúðs- toóndinn. Mér var þá vel í minni, og er enn, hvað Guðmundur Jóhann Magnússon, og synir hans, Vilhjálmur heitinn og Stefán, nú á Vattarnesi, höfðu oft stytt okkur stundir þetta sumar með góðum söng. Guðmundi lá sjaldan svo mikið á, að hann gæti eklci stjórnað söng. Guðmundur tók þessu líka vel þarna í Hellisvíkinni við Skrúðinn og byrjaði þegar á þessu kvæði: Uppi á himins bláum boga bjartir stjörnuglampar Ioga, yfir sjóinn undurbreiða unaðsgeisla máninn slær. En hvað er fegurð himinsala? Hvað er rós og blómin dala? móti djúpu meyjarauga, mátt er allan sigrað fær. Ekki var búið að syngja kvæðið allt, er við sáum ljós á vélbáti, er hafði stefnu frítt vestan við Skrúðinn. And- æfðum við því vestur að Löngunöf- inni, sem er klettahyrna suðvestur úr Skrúðnum. Þegar hér var komið, lét Guðmundur setja upp og gaf aðeins fokkuna lausa, því að enn var storm- ur, þótt að vísu væri heldur vægara. Á fokkunni var látið slaga í áttina að bátnum, og vorum við komnir að hon- um eftir nokkrar mínútur. Þessi bátur var frá Eskifirði og hét Fálkinn. Formaðurinn var Jóhann Þorvaldsson, nú dáinn fyrir nokkrum árum, orðlagður fyrir lipra sjó- mennsku. Það var undir eins festur spotti í bát okkar, og síðan var stefn- an tekln í áttina þangað, sem við þurft um að komast, og var ætlunin að fara inn úr svonefndu Engihjallasundi, sem er milli Andeyjar og lands. Ekki gekk ferðin þó sem bezt. Tvisvar sbtnuðum við aftan úr, stafnsetan kipptist úr bátnum. Þá var reynt að hafa dráttartaugina lengri, og voru þrír Unusteinar settir í buktina. Þetta reyndist betur, o.g vannst nú heldur á, þótt varlega yrði að fara, enda er betra að vera laus við að fara yfir Skrúðsála í misjöfnu veðri og hörðu falli. Nú sáum við, að Jóhann var bú- •inn að kveikja í tvisti og festa á reyrstöng. Vissum við strax, að fiann var að gefa merki, enda reyndist það svo. að hann hafði séð ljós á báti út af suðurhorni Andeyjar. Þessi bát- ur kom til okkar eftir nokkra stund, og reyndist það vera Kastor frá Tanga verzluninni á Fáskrúðsfirði. Formað- urinn var Finnbogi Jónsson, frændi minn. Enginn sími var kominn í Skála- vík á þessum árum né neins staðar í sveitina. Hafði Stefán því farið gang- andi inn í kaupstað til þess að leita hjálpar, þegar hann sá, í hvaða ó- efni komið myndi. Dráttartauginni var nú þegar í stað komið yfir td Finnboga, og kvöddum við Jóhann með þakklæti fyrir aðstoð- ina. Kom Finnbogi með okkur inn á Skálavík klukkan hálftíu um kvöld- ið. Beið hann á meðan við tókum sam an föt okkar og föggur, og fór ég þaðan alfarinn þetta kvöld. Lagði hann ríkt á við Stefán að hafa Ijós- merki á Skálavíkurtanganum þessa nótt, því að tveir bátar aðrir voru farnir að leita okkar og hafði verið svo um talað, að þarna yrði sett upp merki, ef við kæmum til skila. Bát- arnir, sem tóku þátt í leitinni, voru þessir: Þráinn, formaður Guðni Björnsson, kvæntur Kristínu, systur Guðmundar, þá og einnig Vilogx, for- maður Stefán Jakobsson, sem síðan rak verzlun og útgerð á Fáskrúðsfirði. Finnbogí skilaði okkur inn að Búð- um kl. hálf tólf um nóttina. Sýndi hann í öllu þessu hina mestu lipurð og fómarlund, sem fylgdi honum ætíð hina löngu sjómannsævi hans. Dag- inn eftir 19. október borgaði Guð- mundur hið umsamda kaup 60 kr. um mánuðinn með ávísun [ reikning for- eldra minna við verzlun Örum & Wulff á Djúpavogi. Enginn frádrátt- ur. — En hvað var þá orðið um krón- urnar fimm, sem ég fór með að heim an? Sjóstígvél átti ég, og hafði ég notað hálfa fjórðu krónu til þess að sóla þau. Eina fernisolíuflösku hafði ég keypt fyrir eina krónu. Þá voru eftir fimmtíu aurar. Má það varla kallast óhófleg eyðsla, að ég keypti tvö pund af eplum fyrir þessa aura. Degi síðar hélt ég af stað gangandi frá Búðum á Fáskrúðsfirði. Ég fór beinustu leið inn Tungudal, yfir Rein dalsheiði, þvert yfir Breiðdalinn og þaðan Fagradalsskarð. Handan skarðsins var ég allt í einu kominn aftur í Steinaborgarland, og þegar ég lít til baka, að fimmtíu ár- um liðnum, þá vildi ég óska þess, að unglingarnir nytu jafnsannrar og sak- lausrar gleði hið innra með sér sem ég, þegar ég gekk fram úr dalnum og niður sniðgötuna heim að Steinaborg, með tvp pund af eplum handa syst- kinum mínum, er öll voru yngri en ég. GLETTUR Von hann spyrði Jón var í eggjaleit hátt í bjargi í Elliðaey í Vestmannaeyjum. Tókst þá svo i'lla tH, að hann missti fót- anna og hrapaði í sjó niður. Eftir dýfu mikla skaut honum loks úr kafi skammt þar frá, er bátur lá undir eynni. Bátverjar gripu til ára og hugðust ná líkinu. En Jón kallaði í sömu andrá og hann varð mannanna var: „Heyrðuð þið ekki dynk, piltar?" Ólukkans Fossverjarnir Séra Þórður Jónsson í Reykjadal var lagztur banaleguna eftir hrakn- ingasama ævi. Þegar sýnt þótti, að hverju fór með séra Þórð, var prestur fenginn til þess að lesa honum bænir og ritningarorð og veita honum hina síðustu þjónustu. Séra Þórður leit til hans og mælti; „Domine pater! Mi'klir ólukkar voru þeir, Fossverjar." Sunnudagsmorgunn á Landeyjasandi Landeyjaprestur var á leið til út- kirkju snemma á sunnudagsmorgni að vetrarlagi. Hitti hann þá bónda úr sókninni, er var að stíga af baki, ásamt vinnumönnum 'Sínum, hjá bát- kænu sinni, og þóttist prestur sjá, að hann hygðist róa með birtingunni. Prestur vildi sæta færinu og vanda um við bónda fyrir slíka breytni á helgidegi. Hann greip því til Passíu- sálmanna og mælti: „Mjög árla uppi voru, Þorsteinn minn“. „Liðsemd prestarnir lögðu litla, sem von var að“, svaraði bóndi, um leið og þeir hrundu fram skipinu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 443

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.