Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Side 16
GIISÁR VALLA-G VENDUR Það fólk, bæði konur og karlar, seni kallað var förumenn, flækingar, umrenningar eða öðrum slíkum nöfn- um, er nú fyrir löngu horfið af sjón- arsviðinu, dáið, grafið og gleymt flest. Oftast mun það hafa verið fólk, sem ekki tolldi í vistum eða fékk ekki vistir vegna einhverra annmarka, sem á því þóttu vera. Mun sumt af þessu fólki hafa verið óupplagt til að vinna og kunnað lítið til verka, geðbilað, vanþroskað til sálar eða líkama, svo að það hafi þótt l'ítt hæft til vinnu, eða þá af öðrum orsökum orðið vandræðamenn, sem „meinleg örlög“ hafa með ýmsum hætti leikið svo hart, að það eins og slitnaði upp af rót sinni, lenti á hrakningi, undi sér hvergi til langfram'a og varð svo margt af því heimilislaust, eigna- laust og vonlaust um úrbætur á hög- um sínum, en dró fram lífið með því að flökta manna á milli, láta hverjum degi nægja sína þjáningu, en taka því, sem að höndum bar, með nægju- semi. Nokkuð mun það samt hafa orðið misjafnt, hvernig þessu fólki farnaðist á sinni erfiðu göngu í gegn- um lífið. En brjóstgæði almonnings og gestrisnin íslenzka, sem lengst hef- ur verið viðbrugðið, hefur þó verið því sú hjálparhelia, sem það mátti sízt án vera. Einn af slíkum auðnuleysingjum var Gilsárvalla-Gvendur eða „Gend- ur“ eins og hann sjálfur nefndi sig, því að hann var dálítið blestur á máli. Fullu nafni hét hann Guðmundur Guðmundsson, fæddur í Hafrafells- tungu í Axarfirði 8. öktóber 1835. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Sigvaldason og Soffía Sigurð ardóttir, búendur þar. Föðurætt Gvendar var austfirzk, en móðurætt- in norður-þingeysk. Sigvaldj afi Gvendar var Eiríksson Styrbjörnsson- ar á Sieðbrjót í Jökulsárhlíð Þor- steinssonar. Eru þeir feðgar, Eiríkur og Styrbjörn, kunnir af afreksmanna- sögum Sigfúsar Sigfússonar. Soffía móðir Gvendar var Sigurðardóttir frá Skógum í Axarfirði Þorgrímssonar, en móðir hennar (síðari kona Sigurð- ar), var Rannveig dóttir Skíða-Gunn- ars. Foreldrar Gvendar fluttu búferlum að Áslaugarstöðum í Vopnafirði og þaðan aftur eftir 6 ár að Oddsstöðum á Melrakkasléttu og þar varð Guð- mundur Sigvaldason úti árið 1843 eða 44 á leið frá Raufarhöfn heim til sín. Er talið, að hann hafi verið að sækja meðul handa konu sinni í barnsnauð. Fór hann að heiman að morgni dags, fékk meðulin og lagði af stað með þau til Blikalónsheiðar í ótryggu veð urútliti og varð úti á fjallinu, en fannst ekki fyrr en að sjö árum liðn- um, að smali frá Daðastöðum í Núpa- sveit rakst á hann sitjandi upp við stein og sýndist hann vera lifandi, en er hann kom við líkið, hrundi það saman og varð að dufti, utan beinin. Þekkti smalinn eigi líkið, en tók með sér bolfatahnapp þess og þekktu menn þá, að þar hafði látizt Guð- mundur Sigvaldason. Var þá gerð út- för hans. Þótti með ólíkindum hve langan veg hann hafði farið, áður en hann barst þama fyrir. Guðmund- ur Sigvaldason var talinn hafa verið mjög líkur um skap og karlmennsku Eiríki afa sínum. Þótti að honum mannskaði mikill. 448 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.