Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Síða 17
Gvendur fylgdi ekki foreldrum sín-
um á ferli þeirra, en ólst upp í Hafra-
fellstungu til tíu ára aldurs, e. t. v.
síffasta árið á Gunnarsstöðum í Þistil-
firði. Árið 1845 fluttist móðir hans
frá Gunnarsstöðum að Desjarmýri til
frænda síns séra 'Sigurðar Gunnars-
sonar með fjögur böm sín. Þá fór
Gvendur að Hjartarstöðum í Eiða-
þinghá til Guðnýjar móðursystur
siirnar og manns hennar Vilhjálms
Árnasonar. Hjá þeim dvaldi hann til
19 ára aldurs, en fór þá að Gilsár-
völlum til móður sinnar, ®em var þá
gift aftur Ólafi Stefánssyni bónda
þar, en hann mun þá fyrir stuttu
hafa verið orðinn ekkjumaður. Dvald-
ist Gvendur svo á Gilsárvöllum í
skjóli móður sinnar og hálfsystur
Stefaníu þar til 1874, að hann fer að
Laxárdal í Þis’tilfirði. Þar bjuggu þá
Kristín systir hans og Jón Björnsson
maður hennar. Hjá þeim átt'i hann
heima í átta ár, en kom þá austur
aftur að GilsárvöEum.
Fardagaárið 1884—85 er Gv-endur
skráður vinnumaður á Hjaltastað hjá
séra Stefáni Péturssyni. Feril Gvend-
ar næstu fimm árin hefur ekki enn
tekizt að grafa upp. Líkindi eru þó
til, að hann hafi þau ár verið í Klúku,
því að sumir köíluðu hann Klúku-
Gvend. Frá 1890 er Gvendur skráður
sveitarómagi á Borgarfirði tU heim-
ilis á Gilsárvöllum.
Gvendur var farinn nokkuð að
reskjast, þegar ég fyrst man eftir
honum svona stuttu eftir 1890. Hann
var hár maður vexti og þrekinn lika,
bolbreiður, fótstór og handleggja-
langur, en liðamót öll voru gild og
sterkleg. Hár hans var þá orðið nokk-
uð hæruskotið, skolgrátt að lit. Skegg-
ið, sem líklega hefur einhvern tíma
verið gult eða rauðgult, var gulgrátt
orðið, skeggstæðið mikið, óx næstum
upp undir augu og langt ofan á háls-
inn. Ekki var það sítt, en þykkt mjög,
framstætt um hökuna og brúsaði út
á vöngum, svo að andlitið sýndist
nokkuð breitt. Hárskúfar miklir
héngu fram af augnabrúnunum, sem
með miklu leyti huldu augun, en þau
voru ljóshlá. Hann var seinn £ snún-
ingum og hreyfingar allar stirðar og
ófimlegar. Þegar hann gekk, fór hann
ætíð hægt, tók fæturna naumast al-
veg hvorn fram fyrir hinn, geld<
gleiður, ruggaði út á hliðarnar. Var
hann þá oft eitthvað að tauta við
sjálfan sig og púaði í skeggið, pú, pú,
pú-
Undarlegt þótti sumu fólki, hvað
Gvendur gat verið ankannalegur og
auðnulítili, svo vel kynjaður sem
hann var. Mam ég, að talað var um
það og ýmiislegs til getið um, því hanin
hefði orðið svona. en sagt var, að
hann hefði upphaflega verið efnilegt
barn. Töidu sumir hann hafa orðið
svona út úr veikindum. Aðrir sögðu
hann hafa sofnað úti í sterku sólskinj
og orðið viðutan af þeim sökum. Svo
voru enn aðrir, sem mun hafa þótt
trúlegast, að hann væri bara umskipt-
ingur og þá náttúrlega átján barna
faðir í álfheimum, sem huldukona
hefði komið af sér í skiptum fyrir
barn mennsku konunnar. Mun sú trú
alll'engi hafa haldizt hjá sumu íólki,
að slíkt gæti átt sér stað, ef ekki væri
gætt fyllstu va-rúðar með að skilja
aldrei barn einsamalt eftir, nenra
hafa áður gert krossmark bæði yf[r
því og undir, ef þurfti að ganga í
burtu frá þvi. En krossinn var líka
óbrigðul vörn til þess að geta séð
við slíkum glettum frá huldufólki.
Ekki • nu;n Gvvsidoi hala verið neitt
sérlega ófríður maður, en hann klædd
ist löngum einhverjum fatalörfum,
sem ekki voru við hans hæfi og hon-
um munu hafa verið gefnir stu'ndum
þar senr hann var á ferð, ofta-st of
stórir. En allir þekkja. livað bað
getur umskapað hvern og einn að
vera ve] eða illa t:l fara Þá sjaklan
að sást, að einhver hafði tekið sig til
að snyrta Gvend, laga á honum
skeggið og klippa hár hans, sem
venjulega hékk í flóka-bendlum niður
á jakkakragann, var sem hann yrð>
allur annar og miklu mennilegri
Sem áður segir, fluttist Soffia móð-
ir Gvendar að Desja-rmy: 18-ty >g
EFTIR HALLDOR ARMANNSSON
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
449