Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Qupperneq 21
VÍGSLAN OG GÁTAN1906
Magnús Einarsson organisti var
mesti söngmálafrömuður Norður-
lands um síðustu aldamót. Hann
var fjölhæfur maður og skemmti-
legur, prýðilega hagmæltur og
kunni margt af gamansögum. Eink-
um þótti honum gaman að gátum
og orðaleikjum. Og sjálfur bjó hann
til gátur og fékkst töluvert við
að fela mannanöfn í dulargervum
orða og líkinga.
Man ég sem unglingur eftir
bréfi, sem gekk manna á milli á
Árskógsströnd með þessari utaná-
skrift:
Viðarmön á seljusundi,
sá er skírði Frelsarann,
sonur þess, er Sáls við fundinn
sigur bæði og kóngdóm vann.
Ekki veit ég, hve lengi bréfið
var að komast til skila. En hitt var
víst, að þag komst að lokum til
þess, sem það var ætlað: Jóhannes-
ar Davíðssonar í Hrísey.
Snemma árs 1906 var hið ný-
reista góðtemplarahús á Akureyri
vígt. Húsið var hið veglegasta sam
komuhús, sem þá og lengi síðan
var til í landinu. Vígslan var mik
ill viðburður í bæjarlífinu og mjög
til alls þess samkomuhalds vand-
að.
Góðtemplarareglan var þá sterk
á Akureyri, ýmsir helztu menn
bæjarins voru áberandi kraftur, og
því varð vígsluhátíðin geysifjöl-
menn og öllum minnisstæð. Þar
fluttu ýmsir ræður, en minnisstæð
astar verða tvær þeirra, ræða Guð
laugs Guðmundssonar bæjarfógeta
og Karls Finnbogasonar kennara,
sem þóttu afburðasnjallar. Og svo
var mikið sungið, eins og þá var
títt á öllum samkomum, og eigi
aðeins almennur söngur heldur
og líka, að sjálfsögðu, var þarna
.söngflokkur Magnúsar Einarsson-
ar, Hekla, sem þótti ómissandi
þáttur í góðu samkomuhaldi þeirra
ára. En Magnús organisti var öt-
ull starfsmaður Reglunnar og orti
þarna vígsluljóð og lag.
Og annað skemmtiatriði kom
hann með til þessarar vígsluhátíð
ar, sem jók fjör og skemmtun þátt
takenda. Það var gáta, prentuð á
sérstakt blað, sem útbýtt var klukk
an tíu eða ellefu um kvöldið og
skyldi vera ráðin fyrir klukkan
tóíf. Ráðning var aðeins eitt orð,
en líka átti að „þýða“ orðaleik og
líkingar. En gátan var þannig:
HANN brá sér að heiman bak
við sól,
inniluktur í álnarfjórðung.
Hans hreyfingar voru góðhesta
gangur,
ef út hann slapp úr inni sínu.
En norðan við sjó var hann
neyddur að starfa,
þegar hann fór til framandi
staða.
Hann naut sins eðlis og eiginn
máttar,
ef fór hann á hvarf milli lag-
færðra lendinga
gegnum fjallsenda greiðan veg.
Þá sveif hann að vörmu sultar
inni.
Svo nvældi hann gangandi án
minnstu hreyfingar
til eldsviðarfjalls.
En Ýmisheili svelf þá fyrir
sálarglugga
vina hans og vandamanna,
og fjölgaði um helming fótum
þeirra.
Þessi var gátan. Og hinn fyrsti,
sem skilaði fullkominni lausn,
skyldi hljóta að launum „fíkjur
frá Knúdsen“. En þá verzlaði Vil-
helm Knúdsen með slíkt góðgæti
á Akureyri.
Og nú spreyttu menn sig allt
hvað af tók. En dómnefnd beið
í spenningi, þvi að mjög þótti vand
séð, að ráðning kæmi á öllum þeim
orðaleikjum, sem þarna voru sett-
ir á svið, á svo skömmum tima.
En þó fór svo. Rétt áður en klukk-
an sló tólf, kom ráðning, sem tekin
var gild, og hafði Halldór Frið-
jónsson orðig fyrstur. Síðan komu
fleiri. En margir strönduðu á orð-
unum „norðan við sjó“, þar á
meðal við Karl Finnbogason, sem
baukuðum saman vig ráðninguna.
Og nú má enn spyrja í nafni
M.E. eftir 57 ár: Hver er ráðning-
in?
Strauk um höfuð höndin blaut
hempuþjóns að vana,
er ég ungur heiti hlaut
í höfuð Arnkels bana.
Faðir minn sín vaskur vann
verk á sléttu landi,
viljugur í vaðnum hann
vandist fugla grandi.
Ráðning í næsta blaði.
íSSS2SSS2SSSSSS8SSSSSS£S2S2SSSSSSSSSSS2S2SSSSSSSSSSSSSSS£S2S£SSS£SSSSSSSSS?SSS;SSS£S2SSSSSSSSSSSWg2SSSSS£S£S£S£SSSi'SSSSSSSSSSS£S2SSSiSSSSSSSiiSSSSS2S£S£J5£^
KONGÓ
Framhald af bls. 447.
þetta flóttafólk, og það var við slík-
ar búðir, sem ég vann í haust. Þetta
var að sumu leyti erfitt starf. Watuts-
arnir voru gamlir höfðingjar og ekki
gefnir fyrir vinnu. Þeir voru yfirleitt
Iheldur latir. Rauði krossinn vann að
jþessu í samráði við ríkisstjórn lands-
ins. Hjálpin var í því fólgin, að flótta-
mönnunum var fengið land til rækt-
unar. Þeir fengu að reisa sér þar kofa
og þeim voru lögð til verkfæri til að
yrkja jörðina. Þegar þeir höfðu svo
erjað, var þeim lagt til útsæði, en
aðstoð Rauða krossins iauk sem upp-
skera varð einhver. Þetta gekk dá-
lítið hægt hjá mörgum. Þeir voru latir
vlð vinnuna og óvanir moldarverkum,
en þó má yfirleitt segja, að árangur-
inn hafi verið þolanlegur. Og sam-
komulagið í búðunum var gott. Þetta
var til muna friðsamlegra fólk en
þeir menn, sem við höfðum í flótta-
mannabúðum í Katanga, Balubarnir,
|sem áttu það til að ráðast á menn
með hjólhestakeðjum.
— En nú er þessu lokið. Þótt mér
hafi þótt gott að vera í Kongó, veit
ég ekki, hvort ég mundi vilja eiga
það eftir að vera þar. Stríðið vil ég
alls ekki fá að reyna aftur. Það var
óhugnanleg reynsla. Þegar á allt er
litið, er það ánægjulegt að eiga dvöl-
ina í Kongó að baki og vera kominn
aftur á norðlægar slóðir. Hingað til
íslands hef ég lengi ætlað að koma,
en aldrei orðið úr því fyrr en nú. Ég
var í nokkur ár í Kóreu, en þar hafa
Svíar haft eftirlitsnefnd síðan árið
1954 að stríðinu þar lauk. Þegar
vopnahlé var samið þar eystra, var
Svíþjóð og Sviss falið að hafa eftir-
lit með framkvæmd samkomulagsins,
og enn er það vopnahlé, ekki friður,
sem ríkir milli Norður- og Suður-
Kóreu. Núna er eftirlitsnefndin að
vísu mest að nafninu til. Ég held, að
það séu tíu Svíar þar eystra, og eitt-
hvað álíka margir Svisslendingar. —
En þennan tíma, sem ég var í Kóreu,
fór ég alltaf heim á sumrin, og þá
ætlaði ég alltáf að koma hér við. Það
fórst þó alltaf fyrir, en nú í vor var
ég ákveðinn í að fara til Ameríku
frá Iiongó og koma þá hér við, enda
á ég hér mjög góðan kunningja,' Egg-
ert Kristjánsson. Ég er að vísu búinn
að hætta við þessa Ameríkureisu, en
hingað kom ég mér samt sem áður
frá París, og þangað fcr ég aftur. Mér
þykir talsvert kalt hérna. Það eru
mikil viðbrigði að koma hingað í
fimm stiga hita frá fjörutíu stiga hita
suður í miðri Afríku. Það er miklu
erfiðara að venjast svalanum aftur
en það var að venjast hitanum suður
frá í byrjun. — KB.
T í M I N N — SUNNUDAGSB'
453