Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Blaðsíða 22
Ýtt úr vör - - -
Framhald af 435. síðu.
„Svona spírur ætti að skera við
tr-og_“.
„Ég hafði rétt setzt með herkjum
upp, þegar ein hjúkkan skipaði: —
Leggstu niður!“
„Leiðinda rollur“.
Því lengur, sem við ræddum saman,
því betur féll á með okkur. Hún færi
senndega ekki spor, þótt herbergið
væri enn minna en raun bar vitni.
Jafnvel þótt ég myndi slysast td að
hætta að styðja við rúmið með fæt-
inum, og það kollsteypast, kynni hún
ef til vill líka að geta fyrirgefið það.
„Hafið þið hjúkkur hérna?“ spurði
frúin.
„Já, en það gerir ekkert til“, sagði
ég brosandi. „Komuð þér ekki með
fjórar þernur? Látum pær allar búa á
sjúkrahúsinu, og allur vandinn er
leystur. Yðar eigið fólk annast yður
auðvitað allra bezt, ég skipa hjúkk-
unum að láta hreinlega ekki sjá sig.
Væri það ekki fyrirtak?“
„Það er ástúðlega hugsað. Hefurðu
nóg rúm?“ Frúin virtist naumast trúa
sínum eigin eyrum.
„Það hef ég. Þér fáið þessa íbúð
eingöngu fyrir yður. Auk þernanna
er ekkert því til fyrirstöðu að mat-
reiðslumaðurinn búi hérna einnig.
Þér borðið hvað sem yður langar I.
Ég tek aðeins spítalggjald af yður
einni. Þernurnar og matreiðslumaður
inn mega búa hér ókeypis Ég reikna
þér fimmtíu dali á dag“
Frúin varpaði öndinni léttar: „Skipt
ir engu, hve peningarnir verða mikl-
ir, ef ég má hafa það þannig. Vorang-
an, þú ferð heim og sækir matreiðslu
manninn, segðu honum að taka með
sér tvær kippur af öndum“
Ég fékk eftirþanka: Hví að setja
aðeins upp fimmtíu dali? Mig langaði
að snúa upp á trantinn á sjálfum mér.
Tii allrar hamingju voru meðulin
ekki innifalin. Ekki allur dagur úti
enn; ég gæti bætt þetta upp á með-
alareikningnum. Hins vegar hlyti að
minnsta kosti einn sonur frúarinnar
að vera borgarstjóri eftir öllu fylgd-
arliðinu að dæma. Þar að auki hlyti
hún að fara af spítalanum eftir þrjá
til fimm daga, ef hún æti steiktar end
ur hvern dag. Það var betra að sjá
fram í tímann
Það sópaði að sjúkrahúsinu' okkar.
fjórar þernur hlupu út og inn eins
og skyttur í vefstóli Matreiðslumað-
urinn hafði hlaðið upp eldstó við einn
vegginn í húsagarðinum, eins og það
stæði til að halda stórfagnað. Við
vorum ekki með neina óþarfa kurteisi,
stungum upp í okkur ávöxtum frúar-
innar eftir hendinni, og ef hugurinn
girntist, hurfu líka vænir bitar af önd
um ofan í okkur. Aldrei fór neinn til
að huga að veikindum frúarinnar, öll
eftirtektin beindist að því lost.æti sem
hún lét kaupa i matinn.
Ekki var hægt að segja annað, en
við Wang hefðum þegar ýtt giftu-
samlega úr vör. Tsjú hafði hins vegar
engan frið í sínum beinum. Hann var
alltaf að handfjatla skurðarhnífinn.
Ég beinlinis forðaðist hann, vissi ekki
nema hann myndi reyna bitið á mér.
Wang bað hann að bíða rólegan; en
hann var alltof framgjarn, gat ekki
þolað að afla ekki sjúkrahúsinu tekna.
Ég dáði þennan eiginleika hans.
Eftir hádegisverðinn kom einn til
uppskurðar vegna erfiðleika á gangi.
Rúmlega fertugur, feitlaginn með
gríðarstóran maga. Frú Wan,g hélt
hann kominn til að ala barn, en upp-
götvaði síðar á honum karlmanns-
skapnað og sendi hann loks til Tsjús.
Auku hans hlupu saman í einn blóð-
kepp. í stuttu máli, hnífur Tsjús
stakkst inn á augabragði, þessi fer-
tugi fitukeppur veinaði af sársauka,
bað Tsjú að nota svolitla ögn af deyfi
lyfi. En Tsjú hafði sínar athugasemd-
ir að gera: „Tókum það aldrei með í
samkomulagið. Ekki þar fyrir, ég
get notað það, en þá verðurðu að
bæta við tíu dölum. Viltu það eða
viltu það ekki? Svaraðu fljótt".
Litli fitukeppurinn þorði einu sinni
ekki að kinka kolli. Tsjú gaf honum
deyfilyfið. Hnífurinn fór enn á kaf,
en stöðvaðist svo óvænt. „Ég segi þér
að þú sért með kýli í vélindinu. Á ég
að halda áfram að skera? Ef ég geri
það, verðurðu að bæta við þrjátíu döl-
um. Annars er þetta búið“.
Ég stóð til hliðar, það hlakkaði i
mér. Þarna var Tsjú lifandi kominn.
Færði sig lengra upp á skaftið, þegar
handfestunni var náð, það var lóðið.
Rúmlega fertugur fitukeppurinn
hreyfði engum mótmælum. Mér tald
ist til, að honum væri ekki heldur
greiður vegurinn. Skurðaðgerð Tsjús
var snyrtile,ga af hendi leyst, hann
kom líka vel fyrir sig munni, skar og
rak áróður í sömu andránni: „Ég get
fullvissað þig um að þetta er vel tvö
hundruð dala virði; ekki svo að skilja,
ég reyti aldrei fé út úr mönnum. Bið
þig aðeins að halda nafni spítalans á
loft, þegar þú ert orðinn rólfær. Ef
þú hefur tíma, er ekkert á móti því
að þú komir á morgun að líta á skurð
inn. Kollegar mínir skulu eklti finna
einn sýkd þótt þeir beiti 45000 faldri
smásjá“
Fitukeppurinn kom ekki upp
Lausn
80. krossgátu
nokkru hljóði, sennilega gersamlega
ruglaður í ríminu.
Tsjú fékk fimmtíu dali. Að kvöldl
sama dags náðum við okkur í vínleka
og fengum matreiðslumann frúarinn
,ar til að framreiða rétti með víninu.
Bróðurpartur þess, sem þurfti til mafc-
reiðslunnar, var tekinn af birgðum
hennar. Við ræddum framtíðarverk-
efni okkar meðan við gerðum olckur
gott af matnum. Við ákváðum að bæta
fóstureyðingum og lækningum við
ópíumneyzlu við starfssvið okkar. —-
Wang stakk upp á að við útbreiddum
í laumi, að við gæfum heilbrigðisvott-
orð öllum þeim, sem þeirra þyrftu
við til að innritast í skóla eða af öðr-
um ástæðum. Skipti engu hvort við-
komendur væru klæddir líkvoðunum
og þess albúnir að steypast í gröfina,
við skyldum votta heilsufar þeirra í
bezta lagi, aðeins ef fimm dala
greiðsla kæmi fyrir vottorðið. Slíkir
hlutir gengu Þka sinn gang án alls
args og óþæginda. Faðir Tsjús kom
að síðustu með þá uppástungu, að við
eyddum nokkrum dölum í að koma
upp skilti með fögrum, hjartnæmum
málshætti. Gamlir menn grípa til
gamalla ráða. Ekki þar fyrir, uppá-
stungan sýndi fallega góðan hug
hans til spítalans. Við féllumst á að
hreyfa engum mótmælum. Tsjú
gamli hafði þegar valið málsháttinn:
Göfugt hjarta — göfug hönd. Það var
að vísu farið að slá nokkuð mikið í
hann þennan, en engu að síður, hann
hitti beint í mark. Við bundum fast-
mælum að senda Tsjú gamla strax
morguninn eftir til að kaupa gamalt
skilti. Frú Wang vildi mála það fag-
urlega og bíða, unz brúðargöngu bæri
fyrir td þess að hengja það upp við
hljóðfærasláttinn. Þetta sannaði enn
hárnæman smekk kvenþjóðarinnar. —
Wang var augsýnilega hreykinn af
konu sinni
454
T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ