Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Blaðsíða 4
HUNDEL TUR KLERKUR EFTIR nokkra hvíld hélt ég til heimilis vinar míns eins ekki langt frá. Þar hafði ég hægt um mig í hálfan mánuð. En þær aðstæður, sem vinir mínir voru í, þegar ég fór frá þeim, ollu 'mér óróa, og ég fór til Lundúna til að vita, hvort ég gæti veitt þeim aðstoð eða ein- hverja huggun. Að þessu sinni bjó ég hjá mjög tiginni konu og var algjörlega öruggur. í því húsi hafði Faðir Southwell búið, þar til hann var tekinn höndum og settur í fangelsi í Lundúnaturni ári áður. Meðan ég var þar, svipaðist ég um eftir húsnæði, þar sem ég gæti dvalizt öruggur og án þess að vekja eftirtekt, en þó gegnt þeim störfum, sem ég varð að vinna í þágu vina minná. En það var örð- ugt í annarra manna húsum, ekki sízt þar sem ég var niður kominn þá. Með aðstoð hins ágætasta manns, sem hafði mikla reynslu í slíkum útvegunum, — ég á við þjónustumann Föður Garnets, Litla-Jón, sem kallaður var — tókst mér að finna mjög ákjósan- legan stað, og við náðum samkomu lagi við eigandann um ieiguna. (Það var Litli-Jón, sem bjó til fylgsnin fyrir okkur, og það var raunar hann, sem hafði útbúið það fylgsni, sem ég átti undankomu mína fyrir skemmstu að þakka). Meðan verið var að koma húsinu í lag, bjó ég í íbúö í 'húsi leigjanda míns. Ég ætlaði að vera þar tvær eða þrjár nætur, en bjó mig ann- ars undir að flytja. Mig fýsti einn- ig að fá bréf frá vinum mínum, sem ég var nýfarinn frá, og ég ætl- aði að skrifa þeim og sýna þeim huggunarvott. En það varð mér að falli, því að svikarinn var notaðnr sem sendiboði milli okkar. Aðeins örfáir vinir mínir vissu um sama- stað minn, en Guð hafði ákveðið, að stund mín væri komin. Kvöld nokkurt, þegar Litli-Jón og ég vorum báðir í svefnherbergi okkar, kom svikarinn með bréf, sem þurfti að svara þegar í stað, og hann fór aftur um klukkan tíu. Ég hafði komið heim um klukkan niu úr hinu húsinu og farið þaðan gegn vilja konunnar, en hún hafði lagt óvenju fast að mér að gista. Svikarinn fór þegar í stað á fund ofsækjendanna og sagði þeim, hvar og hvenær hann hefði hitt mig. Þeir söfnuðu liði og komu að hús- inu um miðnætti. Ég var nýsofnað- ur, þegar Jón og ég vorum vaktir við skyndilegan hávaða fyrir utan. Mér datt strax í hug, hvað væri á seyöi, og skipaði Jóni, að fela bréfið, sem við höfðum fengið fyrr um kvöldið, í arinöskunni. Hann gerði það og fór svo aftur í rúmið, en okkur heyrðist skarkalinn fær- ast nær herbergi okkar. Siðan var barið harkalega að dyrum. Það var greinilegt, að komumenn höfðu í hyggju að brjóta dyrnar upp, væri ekki opnað skjótlega. Það var eng- in undankomuleið. Út úr herberg- inu var ekki hægt að komast nema um dyrnar, og mennirnir hömuð- ust á þeim, svo að ég sagði Jóni, að stíga upp og opna fyrir þeim. Á næsta augnabliki ruddust menn inn í herbergið og fylltu það, en margir aðrir stóðu fyrir utan, án þess að komast inn.Meðal þeirra tók ég eftir tveimur ofsækjendum, sem svo voru kallaðir, og annar þeirra þekkti mig vel. Það þýddi, að ég hafði enga möguleika til að sleppa Þeir skipuðu mér að fara á fæt- ur og klæðast, sem ég gerði. Allar eigur mínar voru rannsakaðar, en þeir fundu ekkert, sem gat sakfellt vini mína. Síðan tóku þeir mig og félaga minn fasta. En Guð veitti okkur blessun, því að hvorugur okk ar komst í uppnám eða sýndi nokk urn ótta. En ég var fjarska á- hyggjufullur út af konunni, sem ég hafði farið frá um kvöldidð. Þeir gætu hafa séð mig koma þar út og veitt mér eftirför, og ég var hræddur um, að þetta tigna fólk gæti lent í þjáningum af mínum völdum. En ótti minn var ástæðu- laus. Síðar komst ég að því, að svik arinn haföi aðeins sagt þeim, hvar hann hefði skilið við mig. Og það var þar, sem þeir fundu mig. f tvær nætur var ég fangi heima hjá ofsækjandanum, þeim, sem þekkti mig. Annaðhvort höfðu rannsóknardómararnir ekki tíma til að fást við mig strax eða þá, eins og mér datt i hug síðar, þeir kusu heldur að yfirheyra félaga minn, Litla-Jón, fyrst. Ég tók eftir þvi fyrstu nóttina, að herbergið, sem ég var í var ekki hátt frá jörðu, og að ég mundi geta komið mér út um gluggann, ef ég rifi rúmlökin í sundur og hnýtti þau saman í taug. Ég hefði gert þetta þessa sömu nótt, hefði ég 'ekki heyrt til einhvers i næsta herbergi. Mig grunaði, að sá hefði verið settur til að njósna um at- hafnir mínar, og það reyndist vera rétt. Af þessum sökum ákvað ég að fresta flóttanum til næstu næt- ur, ef varömaðurinn yrði þá ekki við. En það tækifæri kom aldrei. Til þess að losna við að borga varð- manni, batt gæzlumaður minn sam an á mér hendurnar ,og gerði það þannig, að ég gat hvorki fært þær saman né aukið bilið milli þeirra. Þótt nú færi verr um mig, var hugur minn rórri. Allar ráðagerð- ir um flótta voru horfnar, og þarna fann ég til mikillar ham- ingju yfir að vera leyft að þjást þetta mikið vegna Krists og ég þakkaði Drottni eftir því sem ég gat. Næsta dag var ég leiddur fyrir rannsóknardómarana. Forsæti með ái þeirra hafði maður, sem nú er ráð'herra (Sir Thomas Egerton). — Hann hafði eitt sinn verið kaþólsk- ur, en hann var veraldarmaður og hafði gengið í lið með hinum, Fyrst spurðu þeir mig um nafn og stöðu. Þegar ég nefndi nafn það, sem ég gekk undir, hrópaði einn þeirra upp hið rétta nafn mitt og nhpVk’Tiii' í þessum þætti segir faðir Gerard frá hand- töku sinni, fangavist við misjafnan viður- gerning og tíðum yfirheyrzlum, þar sem reynt var með öllum brögðum að fá hann til að nafngreina þá menn, sem hann hafði staðið í sambandi við þann tíma, sem hadn hafði unníð sem trúboði í Englandi. 532 IÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.