Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Blaðsíða 6
rór, og vegna blessunar Guðs naut I ég þess sálarfriðar, sem heimur- j inn veitir ekki og getur ekki veitt. Á þriðja eða ef til vill fjórða degi, var ég tekinn til annarrar yfirheyrslu minnar, að þessu sinni til embættismanns, sem hét Young. Hann mátti heita aðalrannsóknar- dómarinn yfir kaþólskum mönnum í Lundúnum og nágrenni, og hann hafði yfirumsjón með húsran'nsókn um og saksóknum. Það var hann, sem hafði komið gestgjafa mínum í vanda hans, og hann hafði tekið við skýrslum svikarans. Með honum var annar maður, sem nú hefur um margra ára skeið yfirheyrt ka- þólska menn með pyndingum. Hann hét Topcliffe. Hann var ’grimmdarmenni og þyrsti í ka- Jþólskt blóð. Hann var óvenjulega slægur og undirförull og í návist hans virðist ekkert verða úr hin- um, sem þó var svikfullur og prett- vís maður. En hann sagði ekki nema örfá orð alla yfirheyrsluna. Þeir voru tveir einir, þegar ég kom. Young var klæddur venjuleg- um fötum, en Topcliffe var í hirð- búningi með sverð sér við hlið. — Hann var gamall og skorpinn ,og margreyndur í mannvonzku. — Young byrjaði á því að spyrja um þá staði, sem ég hefði búið á og þá kaþólska menn, sem ég þekkti, og éf, svaraði, að ég gæti ekki og vildi ekki nefna nein nöfn af á- stæðum, sem ég hefði þegar gefið. Ég ætlaði mér ekki að koma öðrum mönnum í vanda. Þá sneri hann sér til Topcliffes. „Ég sagði þér þetta“, sagði hann. „Ég vissi, að hann myndi láta svona". Topcliffe leit á mig og hvessti sjónir. „Veiztu, hver ég er? Ég er Top- cliffe. Þú hefur eflaust oft heyrt talað um mig“. Þetta sagði hann til að hræða mig. Og til þess að auka áhrifamátt inn skellti hann sverðinu upp á borðið fyrir framan sig eins og hann ætlaði að nota það, ef ástæða gæfist. En tilburðir hans höfðu eng in áhrif á mig. Ég skelfdist ekki vitund. Við tækifæri sem þetta, svaraði ég alltaf kurteislega, en þegar ég sá, að hann hugðist skelfa mig, sýndi ég honum ókurteisi með vilja. Hann gerði sér grein fyrir því, að hann myndi ekki fá mig til að segja neitt frekar, og tók þá upp 'enna og skrifaði mjög lævíslega g illkvittna skýrslu um yfirheyrsl- na. „Líttu á þetta blað“, sagði hann. Eg ætla að leggja það fyrir stjórn na. Það sýnir svart á hvítu, að þú ;rt svikari, og það fyrir ^margra hluta sakir". Það ,sem hann hafði skrlfað, var þetta: „Páfinn og Kristsmunkurinn Per sons sendu yfirheyrðan til Eng- lands í stjórnmálalegum tilgangi til þess að spilla löglegum þegnum drottningarinnar og fleka þá frá trúnaði við hana. Hann kom hing- að frá Belgíu, þar sem hann átti tal við Kristmunkinn Holt og hr. William Stanley. Ef hann þess vegna neitar að skýra frá því, hvar hann hefur dvalizt og hvaða menn hann hefur staðið í sambaindi við, verður að álíta, að hann hafi unn- ið ríkinu mikið tjón“. Og í þessum dúr hélt hann á- fram. Ég las skjalið og sá strax, að ég gæti ekki svarað öllum þessum lygum með einni neitun. Og þar sem ég vildi ,að svar mitt kæmi fyrir augu ráðherranna, sagði ég honum, að ég myndi svara skrif- lega. Topcliffe varð himinlifandi. „Núna sýnirðu þó örlitla skyn- semi“, sagði hann. En hann varð fyrir vonbrigðum. Hann hafði gert sér vonir um að geta flækt mig í því, sem ég ritaði, eða að minnsta kosti fengið sýn- ishorn af rithönd minni. Hefði hann það sýnishom, gæti hann sannað, að ég hefði skrifað ýmis skjöl, sem fundizt höfðu við hús- rannsóknir. Eg sá gildruna og rit- aði breyttri hendi: „Yfirboðarar mínir sendu mig til Englands. Eg hef aldrei til Belgíu komið og ekki séð Föður Holt, síð- an ég fór frá Rómaborg. Ég hef ekki hitt hr. Stanley, síðan hann fór frá Englandi ásamt jarlinum af Leicester. Mér er bannað að hafa afskipti af stjórnmálum, og hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Viðleitni mín hefur verið sú, að koma sálum til þekkingar og ástar á Skapara sínum, íá þær til að lifa i réttri hlýðni við lög Guðs og manna, og þetta síðast talda tel ég vera samvizkuatriði. Ég bið þess auðmjúklega, að synj- un mín að svara spurningum um fólk, sem ég þekki, verði ekki talin lítilsvirðing sýnd yfirvöldunum. — Boðorð Guðs bjóða mér að breyta á þann veg. Annað væri synd gegn réttlæti og kærleika. Karlinn varð reiðari og reiðari, meðan ég skrifaði þetta. Hann skalf af bræði og ætlaði að slíta mig burt frá blaðinu. „Annaðhvort skrifa ég sarmteik- /ann eða ekkert“, sagði ég. „Nei“, hvæsti hann, „skrifaðu eins og ég segi þér, og ég skal taka nýtt afrit af því, sem þú skrifar". „Ég skrifa það, sem ég vil skrifa, en ekki það, sem þér viljið. Ef yð- ur sýnist, getið þér sýnt stjóminni það, sem ég hef ritað. Ég bæti ekki öðru við en undirskríft mlnni". Síðan skrifaði óg undir skjalið íast upp við neðstu línuna, svo að hann hefði ekki rúm til að bæta neinu við. Hann sá, að hann hafði beðið ósigur, og í reiði sinni ruddi hann úr sér hótunum og guðlasti. „Ég skal sjá um, að þú verðir færður mér og komir á mitt vald. Ég skal hengja þig upp og ætla ekki að sýna þér neina miskunn. Svo skulum við sjá til, hvort Guð kem- ur og tekur þig úr greipum mínum“. Hann mælti af sora hjarta síns. En áhrif hans á mig voru öfug við það, sem hann ætlaði sér. Hann jók vonir mínar. Þá og alltaf hef ég fyrirlitið guðlastara, og ég hef lært af reynslunni, að Guð gefur hjörtum þjóna sinna von, um leið og Hann lætur élið ganga yfir þá. Ég svaraði fáum orðum. „Þér getið ekkert gert nema Guð leyti. Hann afneitar aldrei þeim sem bera traust til Hans. Verði Guðs vilji“. Young skipaði fangaverðinum, sem hafði komið með mig, að fara með mig til fangelsisins aftur. Þeg- ar við vorum að leggja af stað, hróp aði Topcliffe til hans og skipaði honum að láta setja mig í fótajárn. Síðan álösuðu þeir báðir fanga- verðinum fyrir að hafa komið sjálf ur með mig. Þeir voru hræddir um, að ég myndi strjúka. Ég sneri aftur til klefa míns, og fætur mínir fengu það skraut, sem fyrirskipað var! Manninum, sem setti á mig hlekkina, virtist leið- ast að þurfa að gera það, en mig tók það síður en svo sárt. Þvert á móti, ég fann til mikillar hamingju — Guð er góður hinum sízta af þjónum sínum. Til að hugna mann inum fyrir góðverk sitt gaf ég hon- um fáeina aura og sagði honum, að það væri engin refsing að þjást fyr- ir góðan og göfugan málstað. (’ !) Faðir Garnet, yfirmaður allra Kristmunka í Englandi á þessum tímum, lýsir fangavist Föður Ger- ards svo í bréfi: — „Þegar hann var fyrst tekinn fastur og fanga- vörðurinn setti þunga hlekki um íætur honum, gaf hann (Gerard) honum peninga. Fangavörðurinn taldi víst, að hann myndi gefa honum hærri upphæð, ef hann tæki hlekkina af honum, gerði það næsta dag, en fékk ekkert. Eftir nokkra daga kom hann til að setja hlekkina á hann aftur og fékk um- bun fyrir. Síðan tók hann þá af, en fékk ekki túskilding. Þeir héldu þessum leik áfram um nokkra hríð, en að lokum sá fangavörðurinn, að hann fékk ekkert fyrir að taka hlekkina af honum ,og lét hann bera þá svo lengi, að um tveggja ára skeið var hætta á, að önnur stóra tá hans myndi rotna burt“. — Þessa gefcur (Jerard ekki í ævÞ X I M I N N — SUNNUDAGSBLAfi

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.