Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Blaðsíða 9
RÆTT VIÐ JÓNÍVARSSON JÓN ÍVARSSON (Ljósm.: TÍMINN-GE). Blaðamaður frá SUNNNUDAGS- BLAÐI TÍMANS kom nýlega að máli við Jón ívarsson, fyrrverandi kaup- félagsstjóra, og óskaði að mega birta samtal við hann í blað'inu. Ekki mun ástæða til að kynna hann les- endum með löngum inngangi, því að flesfir munu hafa heyrt hans getið. Jón er þjóðkunnur maður, sem gegnt hefur fjölmörgum ábyrgðarstörfum um margra áratuga skeið. Hann hefur. fengizt við kennslustörf, verið kaup- félagsstjóri á Höfn í Hornafirði í rúma tvo áratugi, gegnt framkvæmda stjórastarfi hjá Áburðarsölu ríkisins og GræfLmetisverzlun ríkisins um ára- bil, setið á Alþingi sem fulltrúi Austur-Skaftfeninga, átt sæti í fjöl- mörgum nefndum og ráðum, sem um viðskiptamál hafa fjallað, og þannig 1 imætti áfram telja. Óhætt er að segja, að Jón hafí á þeim rösklega sjötíu i árum, 'Sem hann hefur lifað, lagt : gjörva hönd á margt, og þegar ég 1 impraði á því við hann fyrir skemmstu, að hartn skýrði frá ein- hverju því, sem hann hefur fengizt við um dagana, tók hann því með mestu ágætum og gaf greinargóð svör. — Ég er Borgfirðingur að uppruna, frá Snældubeinsstöðum í Reykholts- dal. Á æskuárum mínum í Borgar- firði var ungmennafélagshreyfingin mjög að ryðja sér til rúms. Fyrsta ungmennafélagið í Borgarfirði var stofnuð ungmennafélög nær því í 1908. Það var Ungmennafélag. Reyk- dæla, og er það meðal elztu ung- mennafélaga á landinu. Á næstu ár- um eftir stofnun þess breiddist hreyf- ingin ört út í Borgarfirði, og þá voru stofnum ungmennafélög nær því í hverri sveit. Ég var meðal stofnenda Ungmennafélags Reykdæla, og þrem- ur árum síðar átti ég einnig þátt í stofnun annars ungmennafélags, Dag- renningar í Lundarreykjadal, en þá var ég kennari þar í sveit. Ár- ið 1912 mynduðu ungmennafélögin í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu með sér samband, Ungmennasamband Borg- arfjarðar, og starfar það enn þann dag .í dag. — Hugsjónir ungmennafélags- hreyfingarinnar hrifu unga fólkið og segja má, að nær allir ungir menn þar um sveitir hafi gerzt þar liðsmenn, og auk þess kom oft talsvert af eldri mönnum á ®amkomur félaganna. íþróttaiðkanir voru mjög á stefnu- skrá ungmennafél'aganna, og kapp- kostað var meðal annars að koma á sulndkennslu í sveitunum. Eftir að héraðssamhandið var stofnað, gekkst það fyrir árlegum íþróttamót- um. Fyrst voru þau mót haldin á Hvítárbakka, en eftir að brúin kom á Hvítá hjá Hvítárvöllum, var móts- staðurinn á bökkunum fyrir ofar KA UPFÉLÁGSS TJ0RN~ Á KREPPUTlMUM IÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 537

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.