Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Blaðsíða 21
Sunnudagsblaðfö birt- ir fúslega skemmtilegar og vel skrifaðar grein- ar, sem því berast. Klerkurinn Framhald af bls. 536. að bæði sjálfa sig og vini sína. Þér getið ekki farið fram á, að ég fari eins að og þeir. Hins vegar neita ég því ekki, að það er göfugt starf að koma drengjum úr landi, svo að þeir fái notið aukinnar menntun- ar. Vigsulega myndi ég fús til að vinna slíkt, ef ég væri frjáls mað- ur, en hvernig ætti ég að geta það, lokaður inni í fangelsi?“ Wade bölvaði mér hressilega fyr- ir að neita að kannast við undir- skrift mína og rithönd. „Sannleikurinn er sá“, sagði hann, „að þú hafðir allt of mikið frjálsræði. En það verður ekki lengur“. Síðan sneri hann sér að fanga- verðinum og ávítaði hann fyrir að leyfa mér of mikið frjálsræði. Öðru sinni var ég kallaður til yfirheyrslu til dómprófastsins í Westminster, sem hafði verið sett- ur í stað ábótans í því mikla kon- unglega klaustri. Topcliffe var einn ig viðstaddur og fleiri höfðingjar. Þeir ætluðu að láta okkur hittast, mig og ekkjuna, móður gestgjafa míns, en hún var þá i fangelsi. — Hún hafði þá enn ekki verið dæmd til dauða, þótt svo yrði síðar. Þeir ætluðu að komast að þvi, hvort hún þekkti mig. Ég kom á vettvang og þar beið hún fyrir. Þegar hún sá mig koma inn, lá við, að hún ljómaði af á- nægju. En hún hafði hemil á sér og spurði þá: „Er þetta maðurinn, sem þið vor uð að tala um. Ég þekki hann ekki, en mér virðist þetta vera prestur". Síðan hneigði hún sig virðulega fyrir mér. Ég laut höfði fyrir henni til þakklætis. Síðan spurðu þeir mig, hvort ég þekkti hana. „Ég þekki hana ekki“, svaraði ég. „Og þér vitið, hvernig ég ævinlega svara spurningum af þessu tagi, að ég nefni aldrei nokkurn stað eða nokkurn mann, sem ég kynni að þekkja (sem ekki á þó við um þessa konu). Eins og ég hef sagt yður áður, væri slíkt andstætt kærleika og réttlæti". Þá sagði Topcliffe: „Segðu sann- leikann. Hefurðu eða hefurðu ekki komið mönnum í sátt við Rómar- kirkjuna?" Ég sá greinilega, hvaða svívirðu hann hafði í huga, því að þetta jafngilti landráðum, eins og ég hef áður getið. En ég vissi, að ég var þegar sakfelldur fyrir að vera prest ur, svo að ég svaraði hreinskilnis- lega: „Jú, ég hef sætt fólk við kirkj- una, og mér þykir leitt að hafa ekki getað fært fleirum þá bless- un“. „Nú“, sagði Topcliffe. „Hve marga vildir þú hafa fært kirkj- unni, hefðir þú haft tækifæri til þess? Þúsund, eða hvað?“ „Vissulega", svaraði ég. „Hundr- að þúsund, og enn fleiri, ef ég gæti“. „Það væri nóg í heilan her gegn drottningunni", sagði Topcliffe. „Þeir menn, sem ég myndi færa kirkjunni, væru drottningarmenn" svaraði ég. „Þeir myndu ekki vera andvígir henni. Við teljum, að hlýðnast beri yfirvöldunum“. „Engu að síður boðið þið upp- reisn“, sagði Topcliffe. „Littu á, hér er ég með páfabullu. Hún var gerð fyrir Sanders, þegar hann fór til Irlands til að hvetja til upp- reisnar meðal þegna drottningar. Hérna er hún, lestu hana sjálfur". „Ég þarf ekki að lesa þetta“, svar aði ég. „Hafi páfi sent hann, hef- ur hann haft umboð. En ég hef ekkert slíkt. Okkur er stranglega bannað að hafa afskipti af stjórn- málum. Ég hef aldrei fengizt við þau og mun aldrei gera“. „Taktu við henni“, sagði hann. „Lestu blaðið. Ég vil, að þú lesir það“. Svo ég tók við skjalinu. Þegar ég sá að nafn Jesú var stimplað efst á blaðið, kyssti ég það með virð- ingu. „Hvað er þetta“, öskraði Top- cliffe. „Kyssirðu páfabulluna?" „Ég kyssti nafn Jesú, sem ber all ur kærleiki og virðing. En ef þetta er páfabulla, eins og þér segið, þá virði ég blaðið einnig af þeim sök- um“. Og um leið og ég sagði þetta, kyssti ég blaðið aftur. Topcliffe rauk upp í bræði og bölvaði mér og svivirti. „Þetta gerir þú hér, en annars staðar kyssir þú konur“. „Guð forði mér“, sagði ég. „Þetta hefur aldrei verið sagt um mig áð- ur. Þetta getið þér ekki sagt“. „Það varst þú, var það ekki, sem þennan og þennan dag gistir i þessu og þessu húsi hjá frú þetta og þetta, dóttur jarlsins af Nurth- umberlandi? Án efa sváfuð þið þá saman“. Satt að segja fékk þessi ósvífni mig til að skjálfa af reiði, þótt ég vissi, að hann mælti þetta án þess að hafa snefil af því, sem hann kallaði sönnunargögn. „Ég sver við almáttugan Guð“, sagði ég, „að áburður yðar er með' öllu ósannur". Og um leið og ég mælti þetta, lagði ég höndina á bók, sem lá opin á borðinu hjá mér. Það reyndist vera Heilög ritning, þýdd á ensku af mótmælendum. Topcliffe sagði ekkert, en dóm- prófastur tók til máls. „Svo að þér viljið sverja við bibl- íu okkar?“ sagði hann. Kaþólskir menn, sem þekkja þýð ingargallana, nota ekki þá útgáfu, en ég svaraði: „Ég gáði ekki sérstaklega að því hvaða útgáfa þetta væri. Mér lá mest á hjarta að vísa falsákærun- um á bug. En það er ýmislegt satt sagt í þessari bók, t. d. um holdg- un og pínu Krists, sem ekki hefur verið skemmt með slæmri þýðingu, og ég sver við þá kafla. Hins vegar eru margir aðrir kaflar í bókinni illa þýddir og innihald trúvillu. Þá kafla fyrirlít ég og hafna með öllu“. Síðan lagði ég höndina aftur á bókina, þessu sinni með meiri á- herzlu en áður. Gamli maðurinn reiddist. „Ég skal sanna, að þér eruð villu trúarmaður", sagði hann. „Það getið þér ekki sannað“, svaraði ég. \ „Ég get sannað það“,\sagði hann, „Hver sá, sem afneitar Heilagri ritningu, er villutrúarmaður. Þér neitið, að þetta sé Heilög ritning. Ergo“. „Þetta er ekki rökfærsla", svar- aði ég. „Hún fer frá hinu almenna. til hins sérstaka og inniheldur fjög ur atriði“. „Ég kunni rökfræði, áður en þér fædduzt”, svaxaöi gamli maðurinn. . „Það skal ég fúslega viðurkenna"', sagði ég, „en það sem þér sögðuð’ áðan, er ekki rökrétt". Nú gripu hinir fram í. Þeir höfðú engan áhuga á að hefja rökræður. Þeir vörpuðu að mér nokkrum spurningum í þeirri von, að ég myndi segja eitthvað, sem ég vildi ekki segja. Að lokum var farið með mig aftur til fangelsisins. ( þriðja og síðasta hluta frásagnar Gerards, sem kemur ! næsta tölu- blaði, skýrir hann frá fangavist slnni í Lundúnaturnl (The Tower of London) og flótta sínum þaöan. Hlfóðfærin Framhald af bls. 541. hljómar orgelsins fylla hvem kima. Enn eru lifandi sagnir um T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 549.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.