Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 2
'Holt í ÖnundarfirSi. (Ljósm: KB). EYDIBYLIÐ HOLT ÞAÐ VAR rigning, þegar ég kom I Holt. Og staðurinn var í eyði. Einu íbúarnir voru flugvall argerðarmenn að sunnan, sem lágu við I bamaskólahúsinu ská hallt utan við túnið, en heima á sjálfu prestsetrinu stóðu öll hús auð og tóm. Þar varð hvergi mannaferða vart, en þó mátti sjá, að einhverjir höfðu komið þar um sumarið. En það höfðu ekki verið heimamenn, heldur bændur utan af sveitarenda, sem slógu túnið og hlóðu heyinu upp á bíla og óku með það á brott. Taðan af Holtstúninu verður not uð til að fóðra með kýr í Valþjófs dal í vetur. Einhvern tíma hefðu þetta þótt harla ótrúleg tíðindi. Holt i Ön- undarfirði var um langan aldur eitt mesta höfuöból á öllum Vest fjörðum og þar sátu skörungs- prestar, enda brauðið eftirsótt. En svo var komið í vetur, þegar brauðið losnaði, að enginn prest- lærður maður taldi ástæðu til að sækja um það, og í sumar var prestakallinu þjónað af ná- grannaprestum og túnið nytjað af leikmönnum. Prestleysið í Holti mun þó ekki til frambúðar að þessu sinni. Ungur guðfræðingur frá ísafirði hefur verið settur til að gegna embættinu, og hann mun flytja vestur á þessu hausti og er kannski þegar kominn þang- að, þegar þetta birtist á prenti. Líkur standa því til, að Holt verði ekki eyðibýli nema þetta eina sumar, að minnsta kosti ekki fyrr en þar verður aftur prestlaust. En þótt Holt færist aftur í tölu byggðra býla, gefur sumarlöng eyðisaga staðarins vísbendingu um það, sem verða kann hlut- skipti jafnvel merkustu höfuð- bóla. Og það er hætt við, að séra Stefáni Stephensen, prófasti sem þjónaði Holti á árunum 1855—1884, hefði ekki verið um það að vita aðra nytja heima- landið en staðarprestinn sjálfan. Séra Stefán var mikill búhöldur á sinni tíð, og sagður áhugasam- ari um veraldlegar framkvæmd- ir en kennimennskuna og mun þvi ekki hafa messað oftar en nauðsyn bar til. Svo er sagt, að einhveriu sinni, í tíð séra Stef- áns, hafi nokkrir bændur úr sókninni komið til kirkju á sunnudegi í brakandi þerri. En heima á staönum sáust þess eng- in merki, að til stæði neitt helgi hald, og sjálfur var prestur við heyskap úti á túni ásamt vinnu- fólki sínu. Nokkrir bændur halda þá til fundar við séra Stefán, sem er að rifja flekk, þegar þeir komu að, og lítur vart upp frá verkinu til að taka undir við komumenn. Bændurnir þegja um hríð og líta hver á annan, en að lokum tekur einn þeirra af skar- ið og segir: „Það er þurrkurinn í dag“. — Prestur snarstanzar i miðjum rifgarði, snýr sér fyr- irlitlega að komumönnum og hreytir út úr sér: „Huh. Og þið eruð líka að nota hann, bölvað- ir“. Sonur séra Stefáns var Páll, sem einnig var prestur í Holti, en þangað kom hann ekki fyrr en 1908. Áður var hann prestur í Kirkjubólsþingum í ísafjarðar- djúpi og bjó á Melgraseyri. Voru þeir feðgar þá nágrannar, þvi að séra Stefán flutti frá Hoiti að Vatnsfirði árið 1884. Ekki þótti séra Stefáni Páll sonur sinn vera eins mikill búmaður og hann hefði kosið, og taldi hann soninn þar sverja sig í ætt til móður sinnar, Guðrúnar, sem

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.