Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 13
Miklibær í Blönduhlíð. Ljósmvnd: Þorsteinn Jósepsson). þaS á ís, sem talinn var hestheldur og fær fyrir kunnuga. Vildi svo löng- um verða, að menn freistuðust til þess að fara heldur greiðfærur glær- unnar en þræða löndin til beggja handa, þótt oft veldu þeir með því kelduna fyrir krókinn. Fyrir vestan Auðkúlu skagar vatnið mikið til suð- urs, og þar fellur Svínadalsá í vík- ina. Oft er ísinn ótraustur á þvi svæði sem eðlilegt er. Nú hafði líka borið svo við, að hinn 1. og 2. sama mánaðar, kom dæmafá hiáka eða leys- ing um allt Húnavatnsþing, og fylgdu því miklir vatnavextir. Sá ís, sem fyr ir var á Svínavatni, hjaðnaði þá mjög mikið og losnaði frá löndum. Síðan gerði grimmdarfrost og frusu þá vakir og krapablár í einu vetfangi, en kunn- ugir vissu, að miðsvetrarísinn er oft varasamur og „viðsjált er á vetrar- degi vötnin að ríða‘ . En Gúðbrandur vildi stytta sér leið og ríða vatnið. Prestur vildi hins vegar fylgjast með ferðum gests síns, þar sem hann var ókunnugur. Hann bjóst því til að fylgja honum og lét söðla reiðhest sinn. Riðu þeir svo undir kvöld á vatnið. Segir fátt af ferðum þeirra annað en það, að allt gekk að óskun; meðan þeir fylgdust að út undir Reyki. Nokkuð munu þeir hafa hresst sig á víni, hvor þeirra, sem hefur verið veitandinn. Séra Jón reið svo til baka sömu leið. En þegar hann var kominn meira en miðja vegu, sá hann til mannaferða til hliðar við sig, land- megin. Hann vildi hafa tal af þeim, sem þar fóru, og vék því hesti sínum út af slóðinni. Þegar hann hafði talað við mennina svo sem erindi krafði, hélt hann áfram ferðinni, en beygði þó ekki á fyrri slóð sína strax. Rétt hér á eftir hefur hann steypzt í hem- aða vök, nærri landi og árósunum Týndist þar bæði prestur og hestur Um slys þetta hefur verið kveðið: Enginn veit um afdrif hans, utan hvað menn sáu, að skaflaförin skeifberans af skör til heljar lágu. Og enn var kveðið: Kúlu deyði klerkur frá, komst í neyð, þar vökin lá, vatnið reið í Svína sá sínum skeiði jónum á. Svo segja ummæli, að menn sæju merki þess, að séra Jón hefði komizt upp á vakarbarminn, en farizt við að reyna að bjarga hestinum. Vettling- ar hans og slitur af beizlistaumum eiga að hafa fundizt við vökina morg- uninn eftir. Lík séra Jóns fannst ekki, þrátt fyrir mikla leit, fyrr en um vorið, 22. apríl, og var það þá slætt upp ná- iægt þeim stað, er menn vissu, að slysið varð. Séra Jón er sagður hafa verið 46 ára, er hann lézt, eins og Oddur tengdafaðir hans. Séra Jón Jónsson hefur skrifaö stutt æviágrip sitt framan við mínist- eralbók Auðkúlu. Þar segist hann vera fæddur 28. janúar 1772. Nokkur ástæða er til að ætla, að þetta sé feil eða pennavilla, því að sjálfur hefur hann talið aldur sinn frá 1771, og eftirmaður hans á Auðkúlu og al- nafni, telur hann 46 ára í kirkjubók- inni. Væri hann fæddur 1772, hefði hann ekki verið neiiia á 46. árinu. Mjög þótti séra Jón ganga aftur eða svipur hans vera á kreiki, og eru til ýmsar þjóðsögur í því sambandi. (Sjá Þjóðsögur J. Á.). Svipur þessi, sem freskir menn og ófreskir sáu, var kallaður „Jón í vatninu*-, en hann reyndi oft að villa um fyrir ferða- mönnum á Svínavatni að vetrarlagi. Hleypti hann þá hesti sínum mikinn á glærunni, en hvarf jafnan skyndilega í vök nærri ósnum. Þar sást hann og tíðum bisa við að draga hest sinn upp á vakarbarm. Sæist „Jón í vatninu“ í fylgd með Auðkúluprestum, mátti bú- T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 949j

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.