Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 18
stað. herra Halloway, en gildi þeirra er viðurkennt". Ég brosti og tók út úr mér pípuna. „Jæja þá, segið mér hverjar þær eru. Kannski viðurkenni ég gildi þeirra". Caswell prófessor brosti dauflega við mér. Hann vissi, að um deild hans var að tefla. Hinar deildirnar voru vinsæl- ar meðal gefanda, þær mokuðu inn peningum til styrkja, og prófessorar og kandídatar við þær lifðu á rannsóknar samningum við ríkið og iðnfyrirtæki Casweil varð að finna eitthvað ráð til að gera sína deild vinsæla, annars Hann lagði bókina frá sér og strauk hendi yfir úfið hárið. „Þjóðfélagsform, þ.e. skipulagsheildir" — rödd hans varð stríðari; eins og flestir prófessorar féli mál hans ósjálfrátt í fyrirlestrarsnið, þegar kom til útskýringanna, og hann byrjaði að fiytja ræðu — „hafa sérstak- ar tilhneigingar innbyggðar í skipuiags form þeirra, sem veldur þvi, að þær stækka eða rýrna án tillits til þeirra þarfa, sem þær voru stofnaðar til að fulinægja". Roði færðist í kinnar honum af á- nægju yfir að fá að tala um þetta eni. „Á öllum öldum hefur það verið mönn um undrunar og áhyggjuefni, að ein- faldar skipulagsheildir — eins og kirkja til að tilbiðja guð, eða hersveitir ein- göngu til varnar gegn utanað komandi óvini — hafa annaðhvort vaxið brjál- æðislega og aukið vaid sitt, þar til þær hafa verið orðnar harðstjórar yfir öllu lífi manna, ellegar þær hafa eins og margar lífsnauðsynlegar skipulagsheiid- ir sídregizt saman og dáið, og menn orðið að byggja þær upp1 að nýju með ærinni fyrirhöfn. Ástæður þessa. er hægt að rekja til smáatriða í skipulagsforminu, já- kvæðra og neikvæðra aflvaka. Lykil- inn að vandanum er að finna i einföld- um spurningum eins og „getur ráða- maður í skipulagsheildinni notað völd sín til að auka þau?“ En það var ekki hægt að festa hendur á þessu, fyrr en tekizt hafði að einfalda og setja upp í formúiur flókin víxláhrif mismun- andi hvata og langvinnra áhrifa smáat- riða. Þegar ég fór að fást við þetta efni, komst eg að því, að hægt var að nota þá grein stærðfræði, sem Lud- wig von Bertalanffy og George Kreezer beittu við líffræði, sem undirstöðu til að byggja á sérstaka þjóðfélagslega stærðfræði. þar sem hægt væri að setja víxlleik mannlegra valda og hvata upp í einfaldar formúlur. „Þessar formúlur gera það kleift að ákvarða vaxtarþol og lífsaldur hvaða skipulagsheildar sem er. Sameinuðu þjóðirnar, svo að ógæfusamt dæmi sé tekið, eru skipulagsheild af rýrnunar- gei’ð. Fjárveítingavaldið til þeirra er ekki í höndum þeirra manna, sem hafa hag af aðgerðum þeirra, heldur í hönd um hinna, sero myndu bíða persónulegt tjón, ef völd samtakanna ykjust. Með formúluaðferðinni . . . . “ „Þetta er tilgáta“, sagði ég. „Hvar eru sannanirnar?" „Formúlur mínar hafa þegar verið reyndar i meðalstórum opinberum fyrir tækjum. Rikisstjórnin ..." Ég hóf hendina aftur á loft. „Nefnið ekki þetta hræðilega orð aftur. Ég á við, hvar hefur þetta verið reynt ann- ars staðar? Nefnið mér einfalda til- raun, eitthvað til að sýna að þetta standist. Meira þarf ég ekki“. Hann leit af mér hugsi, tók bókina upp aftur og fór aftur að slá henni i borðröndina. Á bókinni stóð eitthvert ólæsilegt heiti og nafn hans með gullnu letri. Ég fékk aftur veikt hugboð um að hann væri að bæla niður löngun tii að kasta bókinni í mig. Hann talaði lágum rómi: „Jæja þá, ég skal koma með sönnun. Getið þér beðið i sex mánuði?" „Vissulega, ef þér hafið einhverja sönnun að þeim tíma liðnum". Þetta minnti mig á tíma, ég leit á klukkuna og stóð upp. „Gætum við rætt þetta yfir hádegis- verði?“ spurði hann. „Ég vildi gjarnan heyra meira, en ég er á leið í mat með mönnum, sem eiga að sjá um framkvæmd á erfða- skrá milijónamærings. Ég þarf að sann færa þá um, að með orðunum „til aukinna rannsókna á mannlegum veik- indum“ hafi hinn látni átt við, að peningunum skyldi varið til rannsóknar styrkja fyrir kandidata í liffræði við háskólann, en ekki látnir renna til ein hvers sjúkrahúss. „Eg sé, að þér hafið líka við vanda- mál að stríða“, sagði Caswell og lét eins og ég væri naumast til. Hann rétti mér höndina og brosti kalt. „Jæia, verið þér þá sælir, herra Halloway. Mér þykir gott, að við skyldum hafa ræðzt við um þetta“. Ég kvaddi hann og skyldi hann ein- an eftir, öruggan með sjálfan sig og vissan um stöðu sína í framvindu vís- indanna og virðingu starfsbræðra sinna, en ólgandi 'innvovtis yfir þeirri ósvifni, að ég.-rektorinn skyldi gerast svo djarf ur að fara fram á að hann gerði eitt- hvað áþreifanlegt. Starf mitt er ekki auðvelt. Fyrir vin samleg og virðingarfull blaðaskrif og leyfi til að taka þátt í árlegri hátíð í kjánalegum klæðnaði, verð ég árið um kring að ganga með hattinn í hendinni fyrir guð og hvern mann og sníkja aura eins og vel klæddur umferðasali, og ég verð að reyna að láta háskóíann ganga fyrir það fé, sem ég snapa þann ig saman. Frá mínum bæjardyrum séð varð háskóladeild að standa undir sér sjálf eða láta sér það nægja, sem hægt var að gera fyrir skólagjöldin, en það eru fáeinir fyrirlestrar hjá aukakenn- ara. Caswell varð að láta tilraunina heppr' st eða hætta. En því meir sem ég hugsaði um mál- ið, því forvitnari varð ég að heyra, i hverju sönnun hans ætti að vera fólgin Þremur dögum síðar, er við biðum eftir að fá hádegisverðinn borinn á borð ið, opnaði hann litla vasabók. „Hafið þér heyrt talað um sjálfsleiðréttingar- lögmálið?" „Ekki nógu mikið til að kunna á þvi full skil“. „En þér þekkið þó snjóboltalögmálið?" „Auðvitað, snjóbolti, sem veltur nið- ur brekku, vex“. „Einmitt, og . . . “ Hann skrifaði nokkur tákn á autt blað og sneri bókinni að mér. „Þetta er formúlan fyrir stækk un snjóboltans. Það er hin almenna undirstöðuformúla vaxtar, nær yfir allt“. Á blaðinu var röð af litlum táknum settum upp eins og algebruformúla. Eitt táknanna var jafn gormur, sem stefndi upp á við, eins og þverskurð- ur af veltandi snióbolta. Það var vaxtar- táknið. Ég hafði ekki búizt við því að skilja jöfnuna, en hún var nær þvi eins auð skilin og mælt mál. Það fékk talsvert á mig og skelfdi mig lítils háttar. Hann hafði þegar sagt mér nóg til þess, að ég vissi, að væru kenningar hans réttar, sýndu þessi tákn vöxt rómverska heimsveldisins, sigra Alexanders mikla, útbreiðslu tóbaksreykinga og breytingar og festu hinna óskráðu laga tízkunnar. „Er þetta raunverulega svona einfalt? spurði ég. „Þér sjáið“, sagði hann, „að þegar boltinn verður of þungur fyrir samlög unarkraft snjóarins, brotnar hann í sundur. Yfirfært á mannlegar skipu- lagsheildir . .“ Kjötið, kartöflustappan og baumrnar komu á borðið. „Haldið áfram“, sagði ég. Hann var niðursokkinn í táknfræði mannlegra hvata og stærðfræðijöfnur er giltu Um mannlegt hópatferli. Þegar við höfðum hlaupið yfir nokkrar gerðir af vaxandi og rýrnandi skipulagsheild um, komum við aftur að snjóboltanum, og ákváðum að láta eitthvað vaxa. „Þér leggið til hvatirnar", sagði hann, „og formúlan breytir þeim í skipulags- heild". „Hvernig væri að taka gamaldags eigingirni, þannig að meðlimirnir reynl að fá sem flesta með, — einhver fríð- indi fyrir nýja meðlimi, lækkuð árs- gjöld eða eitthvað slíkt? Ég bar tillöguna hikandi fram, ekkl öruggur með sjálfan mig. „Og hvernig væri að láta meðlimina tapa á einhvern hátt, ef einhver géngur úr samtökun- um, svo að þeir gætu á óbeinan hátt neytt hver annan til að vera með?" „Hið fyrra er keðjureglan", sagði hann. „Því hef ég náð. Hitt . . . “ — Hann hreyfði táknin til eftir einhverj- um stærðfræðireglum, svo að sérstakur 954 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÖ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.