Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 19
hópur kom í miðja jöfnuna. „Það er Bvona“. Fyrst hugmyndir mínar virtust hafa verið réttar, bætti ég nokkrum við, og hann lagði fram aðrar hugmyndir og breytti þeim í tákn eftir ákveðnum reglum. Við höfnuðum nokkrum tillög um. sem hefðu gert skipulagið of flók- ið, og að lokum höfðum við búið til einfalda og stórkostlega skipulagsheild, sem var eins freistandi til þátttöku og frekast var unnt, en nær engin leið að komast úr aftur. Við lækkuðum róm- inn og reyndum að ákveða, hvar bezt væri að gera tilraunina. „Abington?" „Hvernig væri Watashaw? Nemendur mínir hafa áður gert nokkrar þjóðfélags legar athuganir þar. Þar gætum við fundið hentugan hóp“, „Þessi tilraun verður að vera sann- færandi. Við verðum að velia einhvern hóp, sem enginn með fullu viti getur búizt við að stækki". „Það hlýtur að vera til hentugur íklúbbur . . . . “ Formaðurinn í Saumaklúbb Watashaw kvenna ávarpaði fundinn og sagði: „f dag eru hér staddir gestir". Hún benti okkur að rísa á fætur. og við stóðum upp og hneigðum okkur fyrir kurteisis klappi og brosi. „Caswell prófessor og Smith prófessor (dulnefni mitt). Þeir eru að semja yfirlit um vinnuaðferðir og störf klúbbanna í Watashaw" Við settumst niður við aðra dembu lófataks og enn gleiðara bros, og síðan hófst fundur Saumaklúbbs Watashaw- kvenna. Eftir fimm mínútur var mig farið að syfja. Þær voru ekki nema um þrjátíu á fundinum, og herbergið var lítið, eng- inn þingsalur, en samt ræddu þær um söfnun og viðgerð á gömlum fatnaði, gefnum til mannúðarmála, eins leiðin- l'ega formlega og þær væru á þingi. Ég benti Caswell á konuna, sem ég taldi vera sjálfkjörinn leiðtoga. háa, vel vaxna konu í grænni drakt, sem talaði með stríðri og hvellri rödd, og síðan féll ég í mók, en Caswell hélt sér vakandi við httð mér og skrifaði í vasabóldna. Eftir dálítinn tíma vakn- aði ég við stríðu röddina. Háa konan var í ræðustól að tala um einhverjar syndir klúbbfélaganna. Hún var býsna nöpur. Ég ýtti við Caswell og muldraði: „Gátuð þér sett það í skipulagið, að „streberar" hafi meiri líkur að komast til forustu en hinir?" „Ég held það megi finna leið til þess“, hvislaði Caswell á móti og hélt áfram að vinna við formúlurnar sínar. „Jú, ýmsar leiðir til að hafa áhrif á kosningar". „Ágætt. Bendið þeirri, sem verður valin, á þær leiðir. Ekki svo að skilja, að hún myndi nota þær, en gjarnan sem dæmi um það, hvers vegna henni einni sé treystandi til að standa fyrir breytingunum. Nefníð aðeins þau per sónulegu fríðindi, sem samvizkulítill að- lili gæti haft“. Hann kinkaði kolli og brá ekki svip, alveg eins og við værum að dást að tækninni við fataviðgerðir, en ekki að brugga aðgerðir gegn klúbbnum. Eftir fundinn tók Caswell græn- klæddu konuna á eintal og sýndi henni þverskurð af félagsskapnum, sem hann . hafði búið tii. Ég sá glampa bregða fyrir i augum hennar og vissi, að hún hafði bitið á. Við Skildum þverskurðinn af félags- skapnum og lög hans eftir i vörzlu hennar og héldum virðulegir á braut, eins og sæmir tveimur þjóðfélagsfræð- ingum. Við fórum ekki að hlæja fyrr en bíllinn var kominn út fyrir borgar- mörkin. Ef eitthvað var að marka formúlur Caswell, hafði saumaklúbburinn fengið rneira vaxtarafl en heimsveldi Róm- verja. Fjórum mánuðum sfðar fékk ég stundarhlé til að líta upp úr önnum og þá fór ég að velta þvl fyrir mér, hvernig tilraunin gengi. Þegar ég átti leið fram hjá skrifstofu Caswells leit ég inn. Hann var að leiðrétta rann- sóknarskýrslur nemenda sinna. „Caswell. Það er varðandi sauma- klúbbinn. Ég er farinn að finna fyrir glímuskjálftanum. Gæti ég fengið bráða birgðaskýrslu um, hvernig það gengur". „Ég hef ekki fylgzt með því. Við gerðum ráð fyrir að láta tilraunina standa í fulla sex mánuði". „En ég er forvitinn. Gæti ég komizt í samband við konuna — hvað hét hún nú aftur?“ „Searles. Frú George Searles". „Myndi það breyta útkomunni?" „Ekki hið minnsta. Viljirðu fá mynd af meðlimaaukningunni þá ætti kúrfan að fara sístígandi. fjöldinn hefur trú- lega tvöfaldast hvað eftir annað. Ég glotti. „Hafi þeim ekki fjölgað, verður þér sagt upp?“ Hann glotti á móti. „Hafi þeim ekki fjölgað, þurfið þér ekki að reka mig. Þá brenni ég öllum skræðunum og skýt mig“, Ég fór til skrifstofu minnar og hringdi til Watashaw Meðan ég beið etfir svari náði ég mér í teiknipappír og skipti hoirjm i sex hluta, einn fyrir hvern mánuð. Þegar síminn hafði hringt lengi, kom þjónustustúlka og svaraði þyngslalega: ..Hjá frú Searles". Ég tók upp rauða stjörnu og vætti limið aftan á henni. „Er frú Searles við?“ „Hún er ekki við sem stendur. Gæti ég flutt henni boð?“ Ég limdi stjörnuna á blaðið við töl- una þrjátíu. í klúbbnum höfðu upphaf lega verið þrjátiu konur. „Nei, þakka yður fyrir. Getið þér sagt mér, hvenær hún er væntanleg?" „Ekki fyrr en í kvöld. Hún er á fundi“. „1 saumaklúbbnum?" spurði ég. „Nei. ekki þar. Það er enginn sauma- klúbbur til lengur hefur ekki verið lengi. Hún er á tundi hjá Félaginu til Eflingar Almennri Velierð". Einhvern veginn hafði ég ekki átt von á þessu. „Þakka yðui fyrir“, sagði ég og lagði á, og eftir nokkra stund veitti ég því athygli, að ég hélt á öskju með rauðum límpappírsstjörnum. Ég lokaði öskjunni og setti hana niður á línuritið. Það voru engir meðlimii til lengur . . . Aumingja Caswell. Viðskipti okkar voru á hreinu, Hann myndi ekki láta mig fá færi á sér, jafnvel þótt ég vildi það. Líklega myndi hann segja upp, áður en ég gerði minnstu tilraun -til að blaka við honum. Vísindaheiður hans myndi vera í molum. stolt hans þorrið. Ég minntist þess, sem hann hafði sagt, um að hann myndi skjóta sig. Það hafði verið eins og arín þá, en . . . Það kæmi sér illa fyrir háskólann. Ég varð að tala við frú Searles. — Kannski höfðu einhve”jar ytri ástæður valdið því, að klúbburinn lagðist niður. Kannski hafði hann ekki lognazt út af. Ég hringdi aftur. „Þetta er Smith prófessor”, sagði ég og gaf upp sama nafn og ég hafði nctað áður. „Ég hringdi fyrir fáeinum mínútum. Hvenær sögðuð þér að frú Searles myndi koma heim?” „Klukkan hálf sjö eða sjö”. Fimm klukkutímar tií stefnu. Og hvað skyldi eerast, ef Caswell tæki upp á að spyrja mig um málið áður. Ég vildi ekki segja honum neitt fyrr en ég hefði talað við konuna. „Hvar er þessi velferðarfundur?” Þjónustustúlkan sagði mér það. Fimm mínútum síðar sat ég f bíl mín- .um á leiðinni ti! Watashaw. Ég ók til muna hraðar en ég var vanur og hafði nánar gætur á lögreglubílum, þegar hraðamælirinn fór að stíga. Samkomuhús bæjarins var stórt og efláust í því mörg smáherbergi, fyrir einstaka klúbba. Ég gekk inn um aðal- dyrnar og kom inn i aðalsalinn, þar sem verið var að halda einhvers konar samkomu, líklega stjórnmálafund með söng og köllum, fólk blakaði veifum úti á miðju gólfi og æsing og ákafi lá í lbftinu. Einhver var að halda ræðu uppi á sviðinu. Fundargestirnir voru aðallega konur. Mér kom á óvart að Félagið til efling- ar almennri velferð skyldi þora að halda fund samtímis meiri háttar stjórnmálasamkomu, sem hlyti að vera mikið sótt. Að öllum likindum sat frú Searles á fámennum fundi í einhverri kompu uppi á lofti. Einhvers staðar voru eflaust hliðar- dyr að stiganum upp Meðan ég var að skima i kringum T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 955

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.