Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 12
atSai Þrír prestar drukkna TIL VILJUN EÐA LÖGMÁL ? * Séra Otítíur á Miklabæ hvarf sem uppnumínn værí hausíí'S 1786, 46 ára gamall. * Séra Jón Jénsson á AuSkúiu, iengdasonur séra Odtís, drukknaói í Svínavatni, 46 ára. * Séra Gísli í Kálfhaga, sonur séra Jóns, drukkn- aði í Ölfusé, 46 éra gamali, og hafði hann ver* i« nítjén ár prestur eins og séra Oddur, afi hans. * Bróðír hans, séra Daníei á Eiði, drukknaði einnig, röskum áratug síðar. Hvarf séra Odds á Miklabæ er svo tíðrætt enn í dag og öllum kunnugt af sögum, að óþarft er að rekja það í smáatriðum í sambandi við þær hug leiðingar og frásagnir, sem hér fara á eftir. Séra Oddur var fæddur 1740, eftir því sem næst verður komizt, sonur Gísla Magnússonar, skólameistara í Skálholti og síðar biskups á Hólum, og konu hans, Ingibjargar Sigurðar- dóttur frá Geitaskarði, Einarssonar. Hann lauk embættisprófi frá Hafnar- -háskóla 1765 og var vígður til Mikla- bæjarprestakalls í Blönduhlíð 1767. Tíu árum síðar kvæntist hann Guð- rúnu, dóttur Jóns prests Svéinssonar í Goðdölum. Þeim Oddi og Guðrúnu varð tveggja barna auðið —Gísla, sem lengi var prestur og bjó síðast á Hafsteinsstöð- um í Skagafirði, d. 1855, og Ingibjarg- ar, sem varð prestsfrú á Auðkúlu og fðar verður sagt frá, fædd 1782. Séra Oddur Gíslason þjónaði á (,'iklabæ'í nítján ár, eða þar til hann hvarf að-5völdi hins 1. október 1786, á ferð frá_Víðivöllum að Miklabæ, en það er fEémur stutt bæjarleið. Hann var 46 áíg-'gamall við endadægur. Hin svipjegu afdrif séra Odds voru sett í samband við afturgöngu þá, er Miklabæjar-Solveig hefur verið köli uð og kunn er af þjóðsögum og kvæði Einars skálds Benediktssonar: Hvarf séra Odds á Miklabæ. Solveig- þessi hafði verið ráðskona prestsins-áður en hann festi ráð sitt, en styttúsér aldur á hryllilegan hátt nokkrunT mánuðum eftir að brúð- kaupið stóð, 11. apríl 1778. Átti hún áður að hafa heitazt við séra Odd vegna meintra brigða hans við hana. Það bætti og ekki úr skák, heldur margfaldaði affurgöngu Solveigar, að hún fékk ekki legstað í kirkjugarði. Slíkt þótti ekki sama þeim, sem for- gerðu sjálfviljugir lífi sínu, eins og hún. Fylgir þó sögunni, að séra Oddur hafi gert allt, sem í hans klerklega og veraldlega valdi stóð, til þess að fá kirkjuhöfðingjana til að veita henni rúm í vígðri mold. Börn séra Odds á Miklabæ voru bæði í bernsku, þegar hans missti við, Gísli níu ára, en Ingibjörg fjög- urra. Maddama Guðrún flutti sig þá frá Miklabæ að Vöglum í sömu sveit, og þar bjó hún frá 1787 til 1798, að hún fluttist að Sjávarborg. En síðustu æviárin var hún í horninu hjá Ingi- björgu, dóttur sinni, á Auðkúlu. Þar dó hún hinn 14. febrúar 1811. — o — „Jón í vatninu“. Ingibjörg Oddsdóttir gekk ung að eiga Jón Jónsson, síðar prest á Auð- kúlu í Svínadal. Hann hefur verið tíu árum eldri en hún, fæddur að Garps- dal í Gilsfirði 28. janúar 1772. For- eldrar hans voru séra Jón prófastur Sveinsson, sem síðast hélt Stað í Stein- grímsfirði og dó þar 1810, og kona hans, Guðriður Jónsdóttir lögréttu- manns, Vigfússonar. Jón Jónsson ólst upp í Víðidals- tungú hjá nafna sínum og frænda, Jóni vísilögmanni Ólafssyni og konu hans, Þorbjörgu Bjarnadóttur, sýslu- manns, Halldórssonar á Þingeyrum. Hann nam í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan vorið 1733 Eftir það fór hann til maddömu Guðrúnar Jónsdóttur á Vöglum, og gerðist ráðsmaður henn- ar. Þar kynntist hann Ingibjörgu Oddsdóttur og kvæntist henni 1798. Tveirn árum síðar, 1800, vígðist hann aðstoðarprestur til séra Ásmundar Pálssonar á Auðkúlu, en þrem árum síðar andaðist séra Ásmundur og hlaut þá Jón brauðið og staðinn eftir hann. Séra Jón var talinn góður klerkur og ágætur búþegn, skáldmæltur nokk- uð og mikill gleði- og söngmaður. Hann hafði yndi af góðum hestum, var reiðmaður góður og sló ekki hendi við guðaveigum. Að sjálfs hans sögn, var hann ekki fríður í andliti, lágur á vöxt, en gildur nokk- uð —, „sæmilegur kennimaður“. Þeim Ingibjörgu varð níu barna auðið, en þrjú þeirra dóu ung. Tveir synirnir urðu prestar, Daníel og Gísli, sem síðar getur. Mikil ætt er komin frá þeim hjónum, og þykir þar margt af kjarnafólki. Og líða svo tímar fram. Hinn 4. febrúar 1817 bar gest eða gesti að garði á Auðkúlu. Þótt slíkt teldist ekki til nýmæla á höfuðbóli, varð þessi gestkoma afdrifarík fyrir Kúluheimilið. Gesturinn er nefndur Guðbrandur Erlendsson úr Hjaltadal. (Rétt er og, að maður með því nafni býr um þetta leyti á Hrafnsstöðum í Hjaltadal, samanber Jarða- og bú- endatal Skagafjarðarsýslu). Guð- brandur var ríðandi og á leið suður í ver. Hann ætlaði, sem leið liggur út og vestur frá Auðkúlu að Reykj- um á Reykjabraut. Svínavatn liggur þarna um endilanga sveit. Nú var - Heínði Solveig harma siima í þriðja og fjérSa lið? 948 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAf)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.