Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 8
Borgarfjarðar og þeir skipstjórar, sem ég talaði við fyrst, vildu ekki taka á sig krók þangað inn, þótt mér væru áhangandi ellefu manns, sem ætlaði þangað. En þá var nýr kaf- teinn með Hóla, og þegar hann heyr- ir sögu mína, segir hann, að hann megi til með að fara þangaö inn með mig, og er þetta fastmælum bundið. Ég fer austur með Hólum og kafteinn- inn stendur við sitt og fer inn til Borgarfjarðar, þótt það væri ekki í áætluninni. Til Borgarfjarðar komum við 9. júní í góðu veðri, en þá var enn snjór yfir öllu nema ofurlitlir auðir rindar úti við sjóinn. Kafteinninn kem ur upp á þiljur með kíki, þegar við erum að koma inn á höfnina, og biður mig að sýna sér, hvar prestsetrið sé. Ég geri það, en þá er ekkert að sjá heim til Desjarmýrar nema ofurlitla þúst í snjónum. Hann hristir höfuðið og segist ekki skilja, hvernig nokkur maður geti búið á svona stað, ég hljóti að hafa mikil laun, fyrst ég taki það að mér; en ég held að launin hafi þá ekki verið nema um 1300 krónur á ári, og af því dregið fyrir afgjaldi jarðar, ítökum o. fl. Móður rrtinni leizt ekkert á blikuna, þegar hún sá þessa aðkomu og hafði orð á, að hún skildi ekkert í mér að vera að flytja fólk úr auðu plássi í pláss, sem væri allt fullt af snjó. Rétt- ast væri að fara aftur með fyrstu ferð, því að hér væri ekki búandi. En veðrið var orðið ágætt um þetta leyti og snjóinn leysti fljótt, og hef ég aldrei séð gras spretta jafnört og þetta sjimar. Allt kom grænt undan snjónum, og næst þegar skip kom, var móðir mín farin að kunna svo vel við sig og þótti svo mikið til náttúru- fegurðarinnar koma, að ekkert var minnzt á að fara aftur. Móðir mín var svo fyrir búinu þar til haustið 1916, að ég kvæntist Ing- unni dóttur séra Ingvars Nikulássonar á Skeggjastöðum í Bakkafirði. Tók hún þegar við búsýslu allri innan stokks, og fórst það prýðilega úr hendi; einnig var hún mér ómetanleg stoð og styrkur í öllu kirkjulegu starfi í söfnuðinum, sem ég fæ seint full- þakkað. — Er ekki Desjarmýri mikil jörð? — Það er nokkuð stór jörð, og fylgdu henni áður tvær hjáleigur. Annars þótti brauðið yfirleitt heldur tekjurýrt. Það sést á því, að þegar Refsstaðakirkja í Vopnafirði var lögð niður, var ákveðið að skipta jörðum hennar milli fátækustu kirkna á Aust- fjörðum, og þá voru lagðar tvær jarðir til Desjarmýrar. Hlunnindi voru ekki mikil, reki þó dálítill og sii- ungsveiði seinnipart sumars í Fjartf- aránni. Engjar voru heldur ekki gras- gefnar á sunnl'enzka vísu, en víðlené- ar og ágætt beitiland, þegar til þes-s náðist. — Fylgdu ekki brauðinu erfið ferðalög? — Fyrstu veturnir mínir eystra voru mjög snjóþungir og erfiðir, í rauninni allir vetur fram til 1920. Mesti harðindaveturinn var 1918; þá voru frosthörkur miklar og hafís. Þaun vetur tepptist ég hvað eftir ann- að, bæði í Njarðvík og Suðurvíkun- u-m. Leiðin yfir Njarðvíkurskriður var bæði erfið og hættuleg. Ég man eftir að þegar við héldum heim frá Njarð- vík um páskana 1914, í ferðinni, sem ég var að segja þér frá áðan, þá neit- aði fylgdarmaður minn að fara fjallið aftur. Hann kvaðst heldur vilja fara skriðurnar, en ég sagði þær vera bráðófærar vegna snjóflóða. Hann kvaðst skyldu fara á undan og taka á móti flóðunum en ég skyldi koma á eftir. Við fórum yfir og sluppum, e n snjórinn var sífellt að hlaupa bæði fyrir framan okkur og á eftir. Það var mjög glæfraleg ferð. Á Njarðvíkurskriðum hafa oft orð- ið slys, og þau voru nokkuð tíð áður, en síðan 1909 hefur þar þó ekkert komið fyrir sem teljandi sé. En það ár fórust þar tveir menn í snjóflóði. Þeir höfðu verið þrír saman á ferð með baggaburð frá Krosshöfða við Selfljótsmynni og fóru tveir á und- an. Þeir lentu í flóðinu, en þriðji maðurinn gat ekkert liðsinni veitt þeim einsamall og fór inn í Snotru- nes eftir mannhjálp, en þegar hún barst, voru mennirnir tveir kafnaðiv í snjónum. í miðjum skriðunum hefur lengi staðið kross, og hann er alltaf endur- nýjaður, þegar með þarf. Á honum stendur þessi áletrun: Effigiem Christi qui transis pronus honora og síðan ártalið MCCCVI. Venja var, að ferðamenn stönzuðu hjá krossinum og gerðu þar bæn sína, enda hvetur áletrunin til þess. Henni hefur verið snúið á íslenzku á þessa l'eið: Þú, sem að fram hjá fer, fram fall í þessum teit og Kristí ímynd hér auðmjúkur lotning veit. Krossinn er stundum kallaður Naddakross. Til þess er sú saga, að óvættur hafi lagzt út í skriðunum og ráðizt á ferðamenn og rænt þá. Hún hafðist við í helli í gili einu, sem vont var að komast að, og var kallað Naddagil, en nafn sitt hefur dólgur- inn fengið af því, að þegar hann gekk, ískraði eða naddaði í sporum hans í grjótinu. Endalok óvættarinnar urðu þau, að bóndasonur frá Njarðvík komst í kast við hana og vann bug á henni og tókst að kasta henni of- an fyrir þverhnípið í sjó fram. En svo var hann lerkaður eftir átökin, að hann lá í margar vikur á eftir. En þá á krossinn að hafa verið reistur, bæði til að koma í veg fyrir að Naddi gengi aftur og eins í þakklætisskyni fyrir, að bóndasonur komst undan heill á húfi. — Hvenær á þetta að hafa gerzt? — Á sextándu öld. Auðvitað hef- ur þetta ekkert verið annað en út- lagi og ískrið hefur komið frá járn- um eða mannbroddum, sem hann hef- ur gengið á. En sá, sem réð niður- lögum hans, á að hafa verið Jón, son- ur Björns skafins Jónssonar lögréttu- manns í Njarðvík. Því var Björn kallaður skafinn, að móðir hans hafði al'ið hann á ferð yfir Reykjaheiði, þar sem hvergi var vatn að fá. Var hann þá skafinn en ekki laugaður. Kona Björns var Hólmfríður, systir Margrétar ríku á Eiðum, ekkju Sig- urðar Finnbogasonar sýslumanns. Þau Margrét og Sigurður voru for- eldærar ísleifs, sýslumanns á Grund, annars manns Þórunnar biskupsdótt- ur. Margrét tók í arf eftir mann sinn miklar eignir, þar á meðal alla Eiða- torfuna, og hún er sögð hafa átt mik- ið sauðfé. Dauða hennar bar þannig að höndum, að eitt sinn, er fé hennar hafði verið smalað til rúnings, gekk gamla konan til réttarinnar að virða fyrir sér sauði sína. Þá bilaði festing og sauðirnir ruddust út og hún tróðst undir í réttardyrunum. Meðal jarða Margrétar voru víkurnar Njarðvík og Húsavik, og hún bað Björn skaf- inn mág sinn að velja, hvora hann vildi heldur að hún seldi honum, „víkina ljótu og feitú', þ.e. Húsa- vík, eða „víkina fögru og mögru“ þ.e. Njarðvík. Björn kaus sér víkina fögru og mörgu og bjó i Njarðvík og afkom endur hans eftir hann. Björn skaiinn var í Njarðvík 1540. Er til kaupsamn- ingur frá 26. marz 1524, þar sem Margrét selur Birni Jónssyni mági sínum Njarðvík fyrir Snotrunes. Og um það leyti hefur Naddi lagzt út og sonur Björns ráðið niðurlögum hans. — Voru Borgfirðingar kirkjurækn- ir menn? — Þeir voru frekar kirkjuræknir, ólíkt því, sem menn eiga nú að venj- ast. Sérstaklega var kirkja vel sótt á annexíunum, Njarðvík og Húsavík. Þar kom jafnan livert mannsbarn til kirkju, og þeir óskuðu eftir að ég kæmi sem oftast. Þess 'vegna lagði ég oft hart að mér að brjótast þangað til' að messa. Eins gat verið illt að fara í suðurvíkurnar, Brúnavík, Glett- inganes, Kjólavík, Breiðuvík, Litlu- vík og Húsavík. Milli ICjólavíkur og Glettinganess liggur vegurinn til dæmis undir hömrum, og þar þarf að sæta sjávarföllum. Á einum stað er farið í gegnum klett, fyrst er smogið undir hann og síðan farið upp um gat á honum miðjum. Þetta var ákaf- lega glæfraleg l'eið. En nú eru þess- Framhald á 958. siðu. 044 TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.