Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 3
var ekki mikil búkona. Og eitt sinn gerðist það á þurrkdegi afburðagóðum, þegar Vatnsfirð ingar voru allir við heyskap og prófastur auðvitað sjálfur þar á meðal, að þeir sjá, hvar ríðandi maður nálgast. Einhverjar orð- ræður verða um það, hver þetta geti verið. Prófastur lítur þá upp hvessir sjónir á komumann og segir af megiiustu fyrirlitn- ingu: „Huh, og hver ætli það sé, nema hann Páll Guðrúnarson á leigumerinni“. Það var búið stórt i Holti, þeg ar séra Stefán var þar prestur. Framarlega í Bjarnardal, — skammt þar frá sem Heiðará fellur ofan af Gemlufallsheiði og þjóðvegurxnn liggur nú til Dýrafjarðar, höfðu Holtsprestar fyrr haft selstöðu og vetrarbeit fyrir sauðfé. í tíð fyrirrennara séra Stefáns höfðu þó selfarir lagzt niður að mestu, enda bú- skapur allur verið í mesta ó- lestri. En við komu séra Stefáns til brauðsins verða þar mikil um skipti. Hann lét byggja upp hús- in í Holtsseli og hafði þar margt sauða alla vetur, enda var fjár- bú hans með því stærsta, sem um gat á Vestfjörðum. Kom það sízt í veg fyrir seibúskap pró- fasts, að í Holtsseli þótti löngum reimt og illverandi þar stundum fyrir draugagangi. —o— En fleiri hafa prestar verið í Holti en séra Stefán, þótt hann hafi kannski verið þeirra mest- ur bóndi. Þar sat um skeið séra Þorvaldur Böðvai'sson, sálma- skáld, síðast í Holti undir Eyja- fjöllum. Aldrei mun hann hafa fest yndi að fullu á Vestfjörðum, og því síður Kristin, kona hans, eins og glögglega má sjá af frá- sögnum Gils Guðmundssonar af þeim hjónum í Frá yztu nesjum, öðru bindi, bls. 66 og áfram. Og í Holti er fæddur Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup. — Faðir hans, séra Sveinn Símon- arson, var þar prestur i rúma hálfa öld og þótti mikilhæfur klerkur. Um hann segir Björn á Skarðsá í annáli sínum: „Hann var sérdeilis prestmann og yf- irgekk velflesta menn í hegðun og skikkan, svo vel drukkinn sem ódrukkinn". Séra Sveinn sagði af sér prestskap 1635 og tók þá sonur hans, Jón Sveinsson, hálf bróðir Brynjólfs biskup, við emb- ættinu, en hann hafði verið að- stoðarprestur hjá föður sínum um skeið. Og eftir Jón Sveinsson tók við brauðinu Jón, sonur hans og hélt þvi til dánardags 1680. Höfðu þeir biskupsfrændur þá haldið Holt í 98 ár mann fram af manni, en við andlát Jóns Jónssonar gekk brauðið úr- ættis. Jón Jónsson var prófastur í ísafjarðarsýslu um það leyti, em galdramál voru hvað mögn- uðust í Skutulsfirði í prestskap- artíð séra Jóns Magnússonar þumlungs. Nokkur afskipti hafði Jón prófastur í Holti af þeim málum og líkaði Eyrarpresti þau öll ekki vel, enda talar hann sums staðar i Pislarsögu sinni af lítilli virðingu um prófast sinn og yfirboðara. Kirkjan hefur snemrna verið reist í Holti, trúlega á fyrstu ár- unurn eftir kristnitöku, þótt ekki sé það vitað með vissu. En Holt hefur snemma orðið höfuð- ból, og strax og kirkjunnar þar er að marki getið í heimildum, er hún höfuðkirkja á Vestfjörð- um og prestar í Holti að jafnaði prófastar um leið. Holtskirkja er með fyrstu kirkjum á land- inu, sem leikmenn missa úr hönd um sér, en biskup öðlast forráða rétt yfir henni á dögum Þor- láks biskups helga. Og Holts- kirkju verður fljótt vel til fjár. Kirkjan eignaðist ýmsar jarðir, flestar í Önundarfirði, én aðrar í næstu sveitum, Læk í Dýrafirði, Engidal í Skutulsfirði og Kjarans vík á Ströndum. Til er saga um það, hvernig Holtskirkjá komst yfir Engidal, en þess ber þó að gæta ,að sú saga er sögð um fleiri jarðir og fleiri kirkjur í svipaðri mynd, og er gleggri heim ild um skoðanir manna fyrr á öldum um fjáröflunarleiðir ka- þólsku kirkjunnar almennt en um jarðeignir ákveðinna kirkna. En hvað um það, sagan skýrir frá því, að Engidalur hafi í fyrnd inni verið í eigu auðugs bónda, sem bjó undir Hesti í Önundar- firði. Þegar hann var orðinn aldinn að árum, lagðist hann sjúkur og varð fljótlega sýnt, að sú lega yrði hans síðasta. Var þá prestur sóttur til að þjónusta bóndann og kom hann ásamt djákna sínum. Var þá mjög af bónda dregið, en prestur settist á rúmstokkinn, laut niður að hon um og mælti við hann í hvísling um. Ekki heyrði heimafólk, hvort bóndi svaraði nokkru, en eftir skamma stund réttir prest- ur sig upp og segir hátt: „Og gaf hann enn, guðsmaðurinn. Engi dal undir Holt. Og skrifaðu. djákni“. Fyrsti prestur, sem nafngreind ur er í Holti, var Steinþór Steinþórsson, er þar sat um miðbik þrettándu aldar. — Hans er getið á nokkr- um stöðum í Sturlungu og virðist hafa verið friðdeildarmað ur, en þó skörungur nokkur og hliðhollur Sturlungum. Um daga hans hefur Plolt verið griðastað ur og þar lagt meira kapp á að setja niður deilur en magna. En nokkrum áratugum eftir að Steinþór prestur hverfur af spjöldum sögunnar, kemur þang að klerkur, sem gustar um, Þor- valdur Helgason. Árni Þorláksson var þá orðinn biskup í Skálholti og hafði borið fram þær kröfur, að kirkjan fengi forráð allra kirkjustaða i hendur. Leikmenn, sem áður höfðu í'áðið yfir flestum kirkju- stöðum, snerust til varnar, og var fyrir þeim Hrafn Oddsson, lög- maður. Urðu úr þessu hinar mestu deilur, sem kallaðar hafa verið Staðamál. Holtskirkja var áður komin í hendur biskups og höfuðkirkja á Vestfjörðum, og þangað sendir hann Þorvald. Þorvaldur er sagður hafa verið mikill maður vexti og glæsilegur að vallarsýn. Hafði hann mann- margt í Holti, og voru þar veit- ingar góðar og drykkjur stórar. Tíðasöng lét prestur hins vegar reka á reiðanum, og fljótt komst það orð á, að ekki mundi vera sparlega farið með fé heilagrar kirkju í Holti. Þá þótti prestur einnig djarftækari til kvenna en kennimanni sæmdi. Hrafn Oddsson var kynjaðui af Vestfjörðum og þar var veldi hans mest. Tók hann nú að herða sókn sína í þeim lands- hluta. Eiríkur nokkur Marðarson bjó þá á Hrafnseyri við Arnar- fjörð, og var hann dyggur fylgis maður lögmanns. Hann safnar liði og heldur á laun norður í Önundarfjörð, kemur þar öllum á óvart og tekur staðinn og eign- ir hans í sína vörzlu. Þorvaldur prestur hrökklast norður á Strandir, en fær komið orðum til biskups. Næsta vor stefnir Árni biskup til sín mönnum, ríð- ur vestur á firði og kemur að Eyri. Þar tók hann höndum Ei- rík Marðarson og hélt síðan norð ur að Holti og lagði staðinn und ir sig að nýju. Síðan lét hann sækja Þorvald Helgason og setti hann aftur yfir Holt. Þorvaldur tók þegar upp sömu hætti og fyrr, er hann var kom- Framhald á 958. siðu. T í M I N N — i .UNNUDAGSBLAÐ 939

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.