Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 22
var krufinn af Jóni Jóhannessyni, var hann búinn ag villa marga, sem rit- uðu um sagnfræðileg efni, þar á með- al Hannes biskup Finnsson í ritgerð hans Um mannfækkun af hallærum, þar sem ýmislegt frá Gísla er í grandaleysi tekið sem góð og gild vari. Úr ritgerð Hannesar biskups hefur síðan margt af þessu flotið til EYÐÍBYLIÐ t^ramhald af 939. sí3u. mn 1 Holt öðru sinni. En Hrafn Oddsson lét hart mæta hörðu og íékk Þorvald dæmdan útlægan ó’oótamann. Ekki lét prestur þann dóm neitt á sig fá og lifði aldrei áhyggjulausara né glað- værara lífi. En Hrafn Oddsson hugðist fylgja dómnum eftir og hélt í Holt með miklu liði. — Prestur komst í kirkju, en eftir nokkurt þóf gaf hann sig á vald Hrafni. Féll fljótlega vel á með þeim, og taldi Þorvaldur ailt það rétt, sem Hrafn gerði, en afneit- aði Árna biskupi og öllum hans aðgerðum. Biskup kunni þessum sinnaskiptum að vonum illa og svaraði með því að láta fara fram rannsókn á öllu framferði Þorvalds prests. Kom þá brátt í ljós, að prestur hafði sólundað fé kirkjunnar, og oar biskup fram miklar fékröfur á hendur honum og lét dæma hann í þung ar sektir. Þorvaldur reyndi þá að komast utan til að leggja mál sitt fyrir konung, en fararheill hans varð lítil og varð skip hans afturreka. Næsta sumar, 1288, siglir hann enn, en skip hans hrakti að Færeyjum og brotnaði i spón, en menn allir björguðust. Og í Færeyjum varð Þorvaldur ..gripinn af óhreinum Jóns Espólins og Þorvalds Thorodd- sens. En héðan af áfellist vist eing- inn Gísla Þorkelsson fyrir að hafa reynt að drýgja mjöðinn, þótt uppá- tækið sé í alla staði kynlegt — en kynlegast og óþarflegast er það vegna þess hve hann í raun réttri hafði úr staðgóðum heimildum að moða Þorsteinn Jónsson frá Hamri. HÖLT — anda“, segir Árna saga biskups. „Var hann af tíu mönnum leidd ur til heilagrar Magnúsarkirkju, en er þeir komu með hann í kirkjuna, varð hann svo ólmur af æði, að hann féll sem dauður niður í hendur þeim, og þau bein, sem áður voru sterk um eðli fram, urðu nú blaut og breiskleg, móti allri náttúru. — Þeir voru, sem svo töluðu hégóm lega um þetta, sögðu orðið hafa af sterkri drykkju. En til prófun ar að þetta er satt, vitjaði þetta mein hans eftir að hann kom í Noreg, á fund Eiríks konungs. Voru og þeir menn er sönnuðu, að þá er hann fór að ásaka sinn herra fyrir Eiríki konungi, sótti hann hin sama meinsemd. — Geymdu hans þá fyrst íslenzk- ir menn ,síðan norrænir. Var þá gerður bakstokkur nokkur sérlegur og bundinn við höfuð honum ,en það dugði eigi. And- aðist hann í þessari hörmung". —o— Þeir eru orðnir allmargir, prest arnir, sem þjónað hafa Guði í Holtskirkju, frá því að þar var fyrst sett kirkja, helguð heilög- um Laurentíusi píslarvotti. En sumir þeirra eru nú með öllu gleymdir mönnum, aðrir ekk- ert nema nafnið tómt. Þá þarf ekki að efa, að margt hefur sögu legt gerzt í tíð hinna gleýmdu klerka, ef einhver væri svo fróð- ur, að kunna frá að segja. Það væri til dæmis fróðlegt að fá að vita meira um Nikulás Þorsteins son, sem annálar segja að drep- inn hafi verið i Holtskirkju á degi heilags Péturs, 29. apríl 1376. En þeir atburðir, sem leitt hafa til þess vígs, verða aldrei uppvísir, og hafa þeir þó eflaust verið sögulegir. Holt liggur miðsveitis og er mik il jörð. Umhverfis hana er það undirlendi, sem mest gerist á Vestfjörðum, þótt Sunnlending- um þyki kannski ekki mikið til þess koma. Þar hefur nú verið tekinn í notkun flugvöllur, sem verður án efa, þegar stundir líða fram, bezti og öruggasti flugvöllur á Vestfjörðum. Þar verður hægt að lenda, þótt ísa- fjarðarflugvöllur lokist. — Og skammt utan við túnið hefur ver ið gerð bryggja til að auðvelda mjólkurflutninga að vetrarlagi, þegar akvegir verða ófærir. Holt er þvi vel í sveit sett og ætti ekki þess vegna að fara í eyði öðrum jörðum fremur í Önundarfirði. En þó var svo komið í sumar, að þar stóðu öll hús auð. Byggð hefst þar að vísu aftur í haust, en hvað gerist, þegar presta- skiptt verða næst i Holti? Fer þá ekki á sömu leið og á horfðist um hríð í vetur? Eða verður þá sá háttur upp tekinn, að flytja prestinn til Flateyrar og byggja jörðina leikum bændum Vel má vera, að sú lausn yrði íarsælust öllum aðilum, en þó yrði um leið lokið þeirri kirkjustjórn á Holts- stað, sem haldizt hefur allt frá dögum Þorláks biskups Þórhalls sonar hins helga. KB. Desjarmýrarprestur segir frá 4=ramhald af 944. sí3u. ar víkur allar í eyði, nema Húsavík. Og syðsta víkin var komin í eyði, áður en ég kom austur. Það var Álftavík, en þar var búið fram yfir aldamót. Sú vík er fræg fyrir sér- kenniiega steina, sem finnast þar, svo kallaða baggalúta. Á þeim var áður talsverður átrúnaður, þeir voru til dæmis taldir lækna blóðnasir. — En var ekki gott að vera í Borgarfirði. þrátt fyrir þessa erfið- leika? — Jú það var gott að vera þai Fiskur kom þar snemma á vorin og þar var oft töluverð útgerð. Sunn- lendingar sóttust eftir að róa þar og eins var þar alltaf nokkuð af Færey- ingum. — Ef þú værir orðinn ungur í % annað sinn, myndirðu þá vilja flytja austur í Borgarfjörð aftur? — Já, það held ég. Mér þótti fyrir að taka mig upp þaðan. Og ég reyni að fylgjast með öllu, sem þar gerist, eftir mætti. Synir mínir búa á Desj- armýri, eins og ég sagði áðan, og ég fór austur síðast í sumar og var þar talsverðan tíma. Það er hvergi betra að vera en í Borgarfirði. K.B. Lausn 81. krossgátu i 15 I ______SZHEl^- □Íllia.^aa ^anniaaciEimianiQn 958 T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.