Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 10
Norskur sveitabær, sem varðveittur er i byggðasafninu. notaði hann ætíð vel, til náms eða starfs, svo að athygli vakti. Tannlæknir nokkur í Kristiansund var einn þeirra, sem veitti þessum unga manni athygli og gerði sér ljóst, að hann var ekki af hinni „venju- legu gerð“, eins og hann komst' að orði. Vildi tannlæknirinn stuðla að þvi, að Anders lærði þau fræði, sem hann hafði sjálfur numið. Ungi mað- urinn vildi það líka mjög gjarna, en kvað fjárskort hamla. En góður vilji er löngum sigursæll. Tannlækn- irinn hafði sveigt vilja hins unga manns inn á hugstæða braut. Anders hafði alltaf haft áhuga fyrir vélum .g .vélfræði. í frítimum sínum hafði hann m. a. smíðað furðu stóra og glæsilega gufuvél. Og fyrir tilstilli t'anniæknisins var efnt til happdrætt- is um hana, höfundinum til styrktar. ■"'yrir þá peninga, sem þannig tókst «6 safna, hóf svo Ande?s Sandvig nnlæknisnám sitt. Og aðeins it ugu ára gamall lauk hann prófi með mjög lofsamlegum vitnisburði. Hann hélt áfram námi í útlöndum og mundi vissulega hafa komizt la.igt í starfi sínu erlendis og getið sér glæsilegan orðstír, ef hann hefði setzt þar að, eins og hann hafði hug á um tíma. Anders Sandvig var nefni lega enginn meðalmaður í neinu því, sem hann iókst á hendur. Og meðan hann var erlendis, skarað'i hann svo mjög fram úr við starf sitt, að hann vann heiðursverðlaun í samkeppni tannlækna frá mörgum þjóðum. En það átti ekki að liggja fyrir Anders Sandvig að eyða ævi sinni í framandi löndum. Hann hafði aldrei verið neitt sérlega heilsusterkur. Og nú veikist hann fremur illa, verður að halda heim og sezt að sér til heilsu bótar í hinu tæra lofti og fagra um hverfi á Litlahamri. Þótt ýmsir ætl uðu honum ekki líf, er hann kom þangað, náði hann sér samt að fullu eftir alllangan tíma. Og atvikin hög uðu því svo til, að hann settist end- anlega að á Litlahamri og starfaði þar langa og óvenju farsæla ævi. Þegar Anders Sandvig fluttist tn Litlahamars, var hann eini tannlækn irinn milli Þrándheims og Hamars Menn höfðu þá á þeim slóðum, eins og víðar, betri tennur en nú. Engu að síður var þá til fólk, sem öðru hverju fékk skemmd í tönn, og þurfti að finna tannlækni. En sam- göngur voru erfiðar í þann tíð, og margir áttu líka erfitt með að kom- ast að heiman. En tannlæknirinn nýi á Litlahamri var þá ekkert að víla fyrir sér að leggja á sig aukaerfiði vegna sjúklinga sinna. Hann ferðað- ist bara til þeirra, og það af slíkri nákvæmni, að allir vissu á hvaða degi og á hvaða stundu hann var að hitta á þessum eða hinum staðnum. Og þannig var starfi hans hátiao , mörg, mörg ár. Á þessum ferðum veitti Anders Sandvig því athygli, að nýi tíminn var víða að má burt spor hins gamla. Og hann veitti þvi jafnframt aihygli, að margir hirtu harla lítíð um þær minjar, sem enn voru eftir frá fyrri tíð — frá lífi og starfi liðinna kyn- slóða. Þegar erlent söfnunarfólk tók að ferðast um dalinn, gat það safnað miklu af þessum gömlu, dýrmætu minjum, oft fyrirhafnarlítið og fyrir iágt gjald. Til dæmis gat Svíinn Art- ur Hazelíus, sá maður, sem stofnaði þjóðminjasafnið fræga á „Skansin- um“ í Stokkhólmi, auðveldlega safn- að fimm vagnhlössum af gömlum munum. Þetta fór ekki fram hjá Anders Sandvig. Og þegar hann sá hlössúi fimm, sem Artur Hazelíusi tókst að safna, hitnaði honum alvarlega í hamsi. Hér varð að sporna við fót- um, og það strax. Og nú kom brátt i ljós, að Anders Sandvig var líka á þessu sviði réttur maður á réttum stað. Hugsun hans var ekki aðeins ijós og rökföst, heldur tókst nonum að hefja framkvæmdir þegar i siað. Og hann átti þann sigursæla vdja, þann þrótt og þol, sem nægði til að lyfta Grettist'aki: að stofna og koma upp einu stærsta byggðarsafm heims- ins. Anders Sandvig var tuttugu og fimm ára, þegar hann hóf söfnunar- starf sitt, þegar hann tók að safna „gömlu rusli“, eins og margir köll- Skáldkonan Sigríður Undset bjó í útjaðri Litla-Hamars, þar sem heitir að Bjarkarlæk. 946 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.