Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 4
RÆTT VIÐ INGVAR SIGURÐSSON, FYRRUM PRÓFAST Á DESJARMÝRI Séra Ingvar Slgurðsson. (Ljósmynd: Tíminn—GE). Borgarfjörður er nyrztur Aust- fjarða. Næsti fjörður sunnan hans er Loðmundarfjörður, en á milli eru allmargar víkur, sem heyra til Borg- arfjarðarhreppi. Norðan fjarðarins er fyrst Njarðvík og síðan liggur strand- lengjan áfram fyrir Kögur og inn Héraðsflóa. Kirkjustaður og prest- setur í Borgarfirði hefur lengst af verið á Desjarmýri, þótt nú sé hvort tveggja flutt niður til sjávarins til Bakkagerðis. Og á Desjarmýri sat sá prestur, sem lengst hefur gegnt emb- ætti meðal Borgfirðinga á þessari öld og kannski öilum öidum, Ingvar Sigurðsson. Hann var sóknarprestur í Borgarfirði ári miður en hálfa öld, en er nú fluttur suður og hefur tek- ið sér búsetu í Hafnarfirði. Og þar gekk ég á fund hans dag nokkurn fyrir skemmstu. — Ert þú Austfirðingur að upp- runa? — Nei, ég er Árnesingur, og aust- ur kom ég ekki fyrr en ég tók þar við émbætti, en í Borgarfirði var ég frá 1912 til 1961, að ég fluttist hing- að suður. — Hvenær varst þú á ferðinni í skóla? — Ég tók stúdentspróf árið 1909, var í síðasta bekk latínuskólans með gamla sniðinu. Á skólaárum mínum var reglugerð hans breytt og hætt að kenna grísku og dregið mikið úr latínukennslu. Ég heid, að svipuð breyting hafi verið gerð samtímis í að minnsta kosti þremur löndum, ísiandi, Danmörku og Noregi, og við vorum sem sagt seinasti bekkur- inn, sem útskrifaðist samkvæmt gömlu skipaninni. — Og hvernig var í skólanum? — Veturinn, sem ég hóf nám, var þar ærið róstusamt, en sem betur fór, stóðum við fyrstu bekkingar utan við það. Það voru aðallega annars bekkingar, sem stóðu í eldinum. Óónægja meðal pilta var mikil þenn- an vetur og virtist ekki ástæðulaus. Þá var siður að gefa daglegar eink- unnir fyrir frammistöðu, og voru þær færðar inn í stórar bækur, sem voru kallaðar prótókoliar. Eftir þess- um einkunnum var síðan piitum rað- 940 T I M I N K - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.