Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 16
4 Setberg vlð Hafnarf jörð, teikning frá síðari hluta átjándu a Idar. og höggnir1. í tíð Gísla á Setbergi var sterk með þjóðinni minníngin um Tyrkjaránið 1627, en þetta er ársett rúmum 400 árum fyrr en Íslendíngar höfðu heyrt Hund-Tyrkjann nefnd- an. Og 1230 „forgeingu tvö barbarísk skip yfrið stór við ísland. . . . Sama ár kom eitt león á hafís til íslands vestarlega og drap bæði fé og hesta . . . “ Og 1335 „hraktist eitt Tyrkjaskip til íslands og brotnaði fyrir Reykjanesi syðra“. Þá hlaut að mega nefna skrímsli. Þau voru hvort sem var alltaf að gera vart við sig: 1206 „rak suður í Garði skrímsli með 8 fótum . . var grátt sem selur með heststrjónu eður haus, en rófu uppúr bakinu; hvarf nóttina eftir“. — Sturlúngaaldarmenn hug- uðu víst lítt að skrímslareka, og það- anaf síður skrifuðu þeir um þesskyns undur (hver lagði annars árið á minn- ið unz það bjargaðist fyrir náð upp á pappír hjá Gísla Þorkelssyni?) 1249 „heyrðust stórir dýnkir í sjón- tun fyrir Grindavík". 1258 „stal stórkona eður tröllkona manni einum í Austfjörðum“. 1384 „Útkoma eins ókunnugs herra manns til íslands, er villtist í hafi og ætlað hafði til Ægypten. Á hans skipi var sagt að verið hefði 900 manns og allt stórvaxið fólk . . . “ En það get'ur komið fyrir beztu menn að gæta sín illa, þótt um sé að ræða ofur trúlegan og þó fréttnæman atburð: 1535 „heingdi smalapiltur á Bessastöðum reiðhest hirðstjórans með snæri í hesthúsinu og strauk síðan. Hafði hirðstjórinn barið hann daginn fyrir fyrir stuld". En 1535 var nefnilega einginn hirð- stjóri á Bessastöðum; hirðstjórn höfðu með höndum biskuparnir Jón Arason og Ögmundur Pálsson. III. Gísli Þorkelsson fæddist um 1676, og voru foreldrar hans Þorkell Jóns- son og Þóra Þorsteinsdóttir prests á Útskálum, Björnssonar málara Gríms- sonar, en þeir Björn málari og séra Þorsteinn sonur hans voru kunnir menn og sérstæðir. Björn var lista- skrifari. Svo bar til eitt sinn er hann var að vistum á Hlíðarenda í Fljóts- hlíð, að illviðri gerði svo mikið, að öll vatnsföll voru talin ófær; kom þá skyndilega að Birni að heimta hest og fylgdarmann austur undir Eyja- fjöll til Höllu systur sinnar, er bjó í Skógum- Hafði Björn sitt fram, brauzt yfir öll vatnsföll og kom loks til Skóga að kvöldi dags. Bað hann systur sína að búa sér rúm úti í kirkju og senda sér þángað vinnu- konu; kvað það forlög sín að geta son á þessari nóttu og yrði sá prestur, ef hann væri getinn á vígðum stað. Halla varð við bón bróður síns, og gekk vinnkonan Þóra Helgadóttir í kirkjuna til Bjarnar; varð hún þar eftir barnshafandi og fæddi son í fyllingu tímans, en sá var Þorsteinn, sem prestur varð á Útskálum. Var þetta í eina skiptið, sem Björn málari var við konu kenndur um sína daga, en eftir þett'a varð hann sýslumaður í Árnessýslu. — Séra Þorsteinn lenti í ýmsum brotamálum um sína daga og missti kjól og kall. Hann þjáðist af holdsveiki. Síðustu ár ævinnar bjó hann að Setbergi og var þá blind- ur. Lét hann þá skrifa upp margan fornan fróðleik og lesa sér t'il dægra styttingar. Þá orti hann og kvæða- safnið Noctes Setbergenses (Set- bergsnætur), sjö laung kvæði, 1. um sköpun heims, 2. um álfa, 3. um skyggna menn, 4. og 5. um tímabil heimsins, 6. um sólstöður, 7. um minníng ágjarns og óréttláts dómara. — Galdraorð fór af séra Þorsteini einsog mörgum, er meira kunnu fyrir sér en almennt var. Hann var lika drál'thagur sem faðir hans. Hæfileikar þessara feðga virðast hafa komið fram hjá dóttursyni séra 952 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.