Tíminn Sunnudagsblað

Date
  • previous monthMarch 1964next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2425262728291
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345
Issue
Main publication:

Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Page 2

Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Page 2
r SIGURÐUR VILHJÁLMSSON: MARKAÐSFERÐIR Fram að styrjöldinni 1914—1918 var mikið af verzlun Fljótsdals- héraðs við kaupmenn á Seyðis- firði. Flestu sauðfé af Héraði var slátrað þar. Voru það stórar hjarð ir, scm reknar voru yfir Fjarðar- hciði á þeim árum. Pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs hafði hætt störf- um fyrir nokkrum árum, og Kaup lélag Héraðsbúa var að rísa á Icgg. Það voru því Seyðisfjarðar kaupmennirnir, sem keyptu féð á Héraði. Það voru aðallega tvær verzlan ir, sem keyptu mest sauðféð, — verzlun Stefáns Th. Jónssonar og klutafélagið Framtíðin. Hlutur í ramtíðarinnar mun hafa verið nokkru meiri í fjárkaupunum. T;1 fjárkaupanna gerðu þessar verzl- anir út leiðangra upp um Hérað — hinar svonefndu markaðsferðir. Þessar ferðir voru farnar eftir göngur um mánaðamótin septem- ber og október. Eg vann að búi föður míns á þessum árum, en líklega hefur Iverið eitthvað mannfátt við verzl un Stefáns haustið 1914, því að þá var faðir minn beðinn að lána rnig í markaðsferð. Það varð svo niðurstaðan, að ég fór þá í fyrstu lerðina. Aðalmaðurinn í þeirri ferð var Einar Mctúsalemsson frá Burstar- felli. Var hann skrifstofumaður hjá Stefáni á þessum árum. Hlut verk mitt var að vigta féð. Þá voru fluttir út lifandi sauðir, og átti ég að undirrita vigtarskýrsla #• sem var lóíin fylgja sauðunum. IFátt var þó orðið um sauði á Héraði, þegar hér var komið tíma^ og mun þetta hafa verið síðasía sinn, sem lifandi sauðir voru flutt ii út héðan. Mig minnir, að þeir ættu að fara til Belgíu Eg fór þrjú haust þessar ferðir. Síðari haustin tvö var ég einn. enda smáminnkaði þá um fjár kaup Seyðisfjarðarkaupmanna á Héraði. Vegna þess hve langt er liðið síðan þetta var, er ég ekki alveg viss um, hvort ég fór fyrstu ferðina 1913 eða 1914, en minnir þó frekar að það væri 1914 eins og áður greinir. Við Einar höfðum sinn hestinn hvor til reiðar. Auk þess var svo hestur undir farangurstöskum. Þar var líka gengið frá vandaðri vog reizlu, sem féð var vegið á. Ég hafði til reiðar rauðblesóttan hest, sem faðir minn átti. Blesi var stólpagripur, en styggur í haga og hafði þann leiða galla að vera stundum staður, þegar lagt var aí' stað. En þessi ósiður hvarf, þegar verið var í langferðum, og loks tókst að venja hann með öllu af þessu- Á hægri reið var Blesa val hoppið tamast, en í samreið varð hann ærið keppinn og fór þá á hröðu stökki, sérlega mjúku, og tnunu færri hestar hafa skilið fcann eftir, ef spretturinn var nógu langur. Það var eins og Blesi færð ist í aukana við hverja raun, og þegar búið var að lofa honum að reyna á kraftana, tók við rífandi tölt, svo að unun var að. Þegar ég kom úr síðustu markaðsferðinni, sem ég fór, fékk ég rigningar- sudda á leiðinni ofan yfir Fjarðar- heiði í samfylgd með Ólafi á Birnufelli. Við fórum mjög greiít yfir heiðina, enda var Blesi heim fús, og fór þá alltaf á rífandi tölti. Þá varð mér þessi vísa á munni: Gott er á baki þér, Blesi minn, þó blautt sé undir fæti, í vöðvunum taugar sem stálin stinn, stígur af fjöri og kæti. Töltið vakra og væna er vandi úr þér að leiða, valhoppið þér bezt til ber, betur en að skeiða. Blesi skeiðaði aldrei, hann fór af valhoppinu á stökkið. Þá sjald an að Blesi brokkaði, var hann ill gengur. Þessar markaðsferðir tóku allt að því viku. Það varð að koma við á hverjuœ bæ, þar sem fjárvon var. Við Einar áttum að fara um Vellina og þar upp eftir í Fljóts- dal, svo út norðan Lagarfljóts ura Fellin og þaðan heim. Ekki man ég nú eftir öllum við komu- eða gistingarstöðum. Fyrsta daginn fórum við að Ketilsstöðum á Völlum, og vigtuðum við þar all margt fé. Mig minnir ég vega 100 sauði hjá Gunnari Pálssyni, bónda þar og hreppstjóra, og þar gist um við. ■Gunnar var ágærtur hóndi og .gestgjafi, og þar áttum við ágætum viðtökum að fagna- Þá var tvibýli á Ketilsstöðum, og bjó Hallgrímur Þórarinsson, stjúp sonur hans, á móti honum. Gunn ar var maður hæglátur í fasi, höfð inglegur og sómdi sér vel. Mér fannst alltaf, að Gunnar og Ketils staðir væru eins og samsteypt heild- Frá Ketilsstöðum var svo haldið upp Vellina og komið við á bæj unum eftir áætlun. Við héldum svo eins og leið liggur upp í Fljóls dal, og þar var gist á Valþjófsstað. Þá var prestur séra Þórarinn Þór- arinsson. Viðtökur þar hjá þeim hjónum voru afbragðs góðar. Vorj þau hjón hinir mestu höfðipgjar. Það var engu líkara en stór'-cizla, með orgelspili og söng, væri bú- in komumönnum. Glaðværð var séra Þórarni eiginleg, og það virt ist mér vera einkenni heimilisins. Eg hafði kynnzt séra Þórarni nokkru áður við sérstakar aðstæð- ur. Eg var þá staddur á Egilsstöð um og var þar í fylgd með móður minni og hjónum frá Ameríku, konu af íslenzku bergi brotinni og Englendingi, manni hennar. Hér- aðsmenn gerðu á þeim árum út vélbát til flutninga á Lagarfljóti. Formaður bátsins var skólabróðir minn, Níels Stefánsson, síðar bóndi í Húsey. Hann var að koma að landi við Egilsstaði. Þar var lent við dálítinn klettatanga, sem skagar út í fljótið, en bátnum var lagt við múrningu þar frammi á víkinni. Nokkur hætta var á, að báturinn brotnaði við klettana. Vél in í honum var í ólagi, svo að ekki var unnt að ráða við þátinn, og átti að reyna að róa með dráttar- taug út að legufærunum og festa hana þar og freista svo að draga bátinn með handafli að legufærun- um. Eg bauð svo Níels að draga bátinn með. Var svo lagt út, og þó að rok væri var smásævi á fljót inu, svo að mér sóttist róðurinn furðanlega. En þegar til kom, var enginn kaðall nógu langur. Þann ig brást þetta bjargráð. Við sner um því við. Allmargt manna hafði safnazt þarna að og var unnt að halda vélbátnum frá, svo að hann lemdist ekki í klappirnar. Meöal þeirra, sem þarna voru, var stór maður og föngulegur. „Segið þið mér, hvar ég á að taka á bátnum“, sagði hann. Var honum sagt það, og komst ég þá að því, að þetta var séra Þórarinn og munaði drjúgum um stuðning hans. Okkur Níels kora svo saman um, að ekki væri ura f ( V! I V

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue: 11. tölublað (15.03.1964)
https://timarit.is/issue/255662

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

11. tölublað (15.03.1964)

Actions: