Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Qupperneq 7

Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Qupperneq 7
Þetta er fríðlelksdýr, en dálltið forvitiS. um sinum úti á miðju Kyrrahafi. Frumbyggjar Suðurhafseyja, sem voru fræknir sjómenn, munu aldrei hafa komizt til vestlægustu eyja keðj unnar, og má vera, að það sé ský^ ing þess, að selurinn hefur hvergi lifað í öllu Kyrrahafinu nema þar. En snemma á nítjándu öld var frj urinn úti. Heimurinn var þá orðinn minni en áður, og hvalveiðimenn, sel- fangarar og annar slíkur lýður var kominn alls staðar, þar sem einhver fjárvon var. Menn fundu griðr munkaselsins, og hann var veiddur gegndariaust. Svo litlu munaði, að honuni yrði með öllu útrýmt. as ið 1896, þegar dr. H. Scha.iinsland, sem tegundin er heitin eftir á vís- indamáii, kom til Laysaneyjá, sá hann þar engan sel sjálfur, en honum var gefið höfuðbein úr einum af þeim sjö, sem þar höfðu sézt síðustu fimmtán árin. í byrjun þessarar aldar varð notk- un steinolíu fyrst almenn, og þá dró úr eftirspurn eftir hval- og selspiki. Þetta varð munkselnum til lífs. Veiði menn höfðu ekki lengur áhuga á að ómaka sig út á hjara veraldar til að ná í hann, enda stofninn orðinn lítill og því engin von stórveiði. Hinir fáu munkselir, sem höfðu lifað hern- aðinn af, fengu nú að lifa í friði. Bandaríkjamenn settust að á Miðeyj- um, komu sér þar upp flugvelli og flotahöfn, en þeir létu selinn í friði. Aðrar eyjar, sem munkselurinn lifði við, voru óbyggðar áfram og manna- ferðir þangað strjálar. Herstöðin á Miðeyjum hefur gert bandarískum vísindamönnum hægara en ella að rannsaka lifnaðar- hætti þessarar sjaldgæfu dýrategund- ar, enda hafa þeir notfært sér það. Dýrafræðingarnir Karl Kenyon og Dale W. Rice dvöldust þar til dæm-N is um alllangt skeið fyrir fáeinum árum, að vísu fyrst og fremst til rannsóknar á albatrossum, sem gíf- urlega mikið er af á þessum slóðum, en þeir vanræktu ekki þar fyrir tæki- færið til að fylgjast með munkseln- um. Það, sem hér segir um mupksel- inn, er byggt á grein, sem Rice hef- ur ritað um hann í febrúarhefti banda ríska náttúrufræðiritsins, Natural History. Munkselsurturnar kæpa á vorin. Þær hyllast tii að velja ákveðna staði til að kæpa á, í lónum eða hiémeg- ir við eyjar, þar sem skjól er fyrir haföldunni. Þessir staðir liggja auk þess svo hátt, að kópurinn er örugg- ur í mestu flóðum. Urturnar þola hver aðra í látrunum, en þær varna öllum öðrum selum aðgangs þangað, sérstaklega brimlum, sem vilja manga til við þær. Engin sérstök bönd virðast vera milli einstakra sela eins og algengt er hjá öðrum sela- tegundum. Þeir Kenyon og Rice fengu tæki- færi tii að fylgjast með munksels- kópum allt frá fæðingu. Hið fyrsta, er vakti undrun þeirra, var, hve geysi feitar mæðurnar voru. Venjuleg 6- þunguð urta er um 2,3 m á lengd og vegur rúmlega 190 kg, en þunguð urta er frá 250—280 kg. Karldýrin eru minni, um 170 kg að þyngd. Ástæða þessa holdafars urtnanna kom brátt í Ijós. Mæðurnar létu ekki í ljós neinn ólta við mennina. Þær skiptu sér ekki af þeim, þar til þeir komu of nærri. Þá risu þær upp, urruðu og sýndu tennurnar. Þeir félagar skiptu með sér verkum, þannig að annar dró athygli urtunnar að sér, meðan hinn greip kópinn og gerði á honurn þær athuganir, sem gera átti. Þeg- ar kópurinn kom aftur til móður sinnar, lagðist hún á hliðina og tók kópinn á spena og virtist alveg hafa gleymt nærveru vísindamannanna. Kóparnir höfðu í fyrstu hrafntinnu- svartan, gljáandi feld. Munkselurinn er eini selurinn, annar en sæfíllinn, sem fæðir svarthærða kópa, en trú- lega veitir þessi hamur kópunum ungu vernd gegn sólskininu. Þeir byrjuðu að missa svartfeldinn eftir um það bil átján daga, og í stáðinn fengu þeir dökkan silfurgráan feld að ofan, sem verður hvítur neðan á skrokknum, eins og fullorðnir munk- selir hafa. Tanna fór að verða vart við fjögurra vikna aldur. Það eru fullorðinstennur, því að selir eru að því leyti ólíkir flestum öðrum spen- dýrum, að þeir missa mjólkurtenn- urnar í móðurlífi. Nýfæddir kópar eru innan við 18 kg að þyngd og afskaplega holdlitl- ir. En þeir sjúga móðurina oft og T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 247

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.