Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Qupperneq 8

Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Qupperneq 8
tútna fljótt út. Fjögurra daga gaml- ir taka þeir fyrstu sundtökin, og sund geta þeirra eykst mjög ört. Urturn- ar vaka stöðugt yfir þeim og gefa sér engan tíma til að afla sjálfum sér fæðu, en afkvæmin sjúga þær hins vegar sleitulítið. Þá koma fitubirgðir hennar að góðu haldi. Þeir Kenyon og Rice fylgdust með urtu einni, sem þeir töldu vera liðlega 250 kg ný- kæpta. Kópur hennar þyngdist ótrú- lega hratt, þyngd hans tvöfaldaðist á fimmtán dögum og var orðin þreföld ellefu dögum eftir það. Þegar kóp- urinn var orðinn liðlega mánaðav- gamall vó hann rúmlega 60 kg eða meira en fjórum sinnum það, sem hann var nýfæddur. Lengd hans hafði á þessum sama tíma aukizt úr 96 sm í 122 sm, og hann var svo þrýst- inn, að hann gat varla hreyft sig. En kæpan var orðin mjóslegin, því að hún hafði misst um 90 kg á sama tíma. Eftir þetta var kæpan greimT lega ekki fær um að ala önn fyí|| kópnum lengur, svo að hún launiaff- ist hljóðlega frá honum sofandi og sást ekki meir. Næstu mánuðir voru kópnum erfið- ir. Þeir urðu að læra að bjarga sér sjálfir. Fyrst héldu þeir sig að mestu í grennd við fæðingarstaðinn og lögðu ört af, En smám saman lærðuSt þeim lifnaðarhættir fullorðinna selá. Þeir uppgötvuðu, hvað var ætilegt í hafinu, og einn góðan veðurdag voru þeir horfnir til fullorðnu selanna, sem héldu sig meira áveðurs á sumr- in. Meðal þeirra kópa, sem þeir féiag- ar fylgdust með frá fæðingu, var einn sem þeir kölluðu Litla-Hermann. Móðir hans yfirgaf hann, er hann var ekki nema 20 daga gamall og ein- ungis 37 kg að þyngd. Hún hafði verið í grennsta lagi, er hún kæþti, og gat greinilega ekki fóstrað son- inn lengur. Hann hvarf eins og aðr- ir kóparnir, en þótt flestir hinna kæmu aftur í varið með haustinu, sást Litli-Hermann aldrei framar. Fitu- birgðir hans hafa líldega ekki enzt þann tíma, sem hann var að læra að afla sér sjálfur fæðu. Þetta bendir til þess, á hvaða hátt offjölgun er hindruð meðal munk- selanna. Sé fjöldinn orðinn svo mik- ill, að fæðan dugi ekki, geta urt- urnar ekki hlaupið eins mikið í spik og ella og þá verða kópar þeirra að sama skapi verr undir það búnir að bjarga sér sjálfir. Margar urtur y£- irgefa kópana yngri og léttari en feitar kæpur. Kópauppeldið er urtun- um mikil raun, og þær kæpa ekki nema annað hvert ár. Annað sérstætt atriði í fari munk- selsins er það, að hann skiptir um hár á annan hátt en flest önnur spendýr. í stað þess að hvert hár losni fyrir sig, detta þau af munk- selnum í stórum flygsum á svipaðan hátt og hamur skriðdýra. Eina spen- dýrið annað, sem hefur sams kon- ar hárlos, er sæfíllinn, og bendir það með öðru, háralit kópanna til dæmis til þess, að sæfíll og munk- selur séu náskyldir. Munkselurinn er mjög fágætur. Veturinn 1957—’58 var allur stofn- inn við Sandvíkureyjakeðjuna ekki nema um 1200 dýr. Þetta er að vísu mikil fjölgun frá því, sem var um aldamót, en hættulega lítill stofn samt. Og viðkoman er heldur lítil. Urturnar virðast ekki kæpa fyrr en þær eru orðnar að minnsta kosti þrevetrar, og þær kæpa ekki nema annað hvert ár. Vorið 1958 fæddust um 170 kópar á öllu svæðinu. Hinl vegar virðast munkselirnir verða langlífir, og dánartalan er lág eða um 3 af hundraði árlega. Af þessu Framhald á 262. síðu. 248 T I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.