Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Síða 10
Nokkuð af þeim tækjaútbúnaði og mælum, sem notað er við að skilja vetnisatómin að eftir þyngd þeirra. Þetta tæki er
nefnt massaspektrómeter á erelndum málum. (Ljósm. Tíminn-GE)
ég Braga Arnason efnafræðing, en
hann hefur starfað hjá eðlisfræði-
stofnuninni um skeið, eftir að hafa
lokið efnafræðiprófi i Þýzkalandi.
Erindi mitt við Braga var að hnýsast
örlítið eftir því, hvað hann hefði fyr-
ir stafni, og fyrsta spurning mín, er
við höfum heilsazt, var þessi: Hvað
gerir þú eiginlega hérna?
— Eg skal sýna þér hérna tæki,
svaraði Bragi og gekk með mér inn
um dyr, sem á var neglt háspennu—
lífshættu—slcilti, svipað þeim sem
notað er á rafmagnslínur og spenni-
stöðvar. í herberginu, sem við geng-
um inn í, stóð heljarmikið bákn á
miðju gólfi, leiðslur, pípur, flöskur,
seglar og mælar, sem allt var fest
saman á mér naér óskiljanlegan hátt.
— Þetta heitir massaspektrómeter,
segir Bragi. Með þessu tæki er hægt
að mæla þyngd vetnis og skilja mis-
þunga ísótópa þess að, og við höld-
um, að með þeim mælingum megi fá
i vitneskju um, hvernig vatnið hreyf-
I■ ist í jörðunni. Þetta byggist á því, að
; vatnið er ekki allt alveg jafnþungt.
Eins og við vitum þá er sjórinn einn
allherjarvatnsgeymir, og þaðan guf-
; ar vatn stöðugt upp og berst síðan
j með vindum inn ýfir landið og fell-
j ur þar niður sem regn. Nú verður
■ aðskilnaður á vatninu strax í sjónum,
því að þyngra vatnið hefur aðeins
hærri suðupunkt og gufar því seinna
upp. Og úr skýjunum þvæst vatnið
því fyrr sem það er þyngra, þannig
að regnið verður stöðugt léttara og
léttara. Með því að mæla þyngdina
er þ'ess vegna hægt að komast að því,
hvar vatnið hefur fallið til jarðar.
—Er ekki þetta ný tækni?
— ísótópar, þ. e. misþung atóm
sama frumefnis, voru fyrst skildir að
1918 og þá var massaspektrómeterinn
fundinn upp. 1947 komu svo fram
hugmyndir um, að vatnið væri ekki
alveg eins alls staðar í náttúrunni.
Hér á landi urðu þeir Gunnar Böðv-
arsson og Þorbjörn Sigurgeirsson
frumkvöðlar að þessum rannsóknum
og töldu hugsanlegt að með þeim
mætti fá hugmyndir um vatnshring-
inn. Fyrir áratug voru því tekin hér
nokkur sýnishorn og send utan til
mælinga og niðurstöður þeirra bentu
til, að þetta mætti takast, ef mæling-
arnar yrðu meiri. í sumar kom svo
þessi massaspektrómeter hingað, gjöf
frá alþjóða kjarnorkumálastofnun-
inni í Vín. Bandarískur sérfræðingur,
dr. Friedmann, kom þá hingað og
setti upp tækið, og hann lánaði einn-
ig teikningar af því og hafði yfirum-
sjón með smiði þeirra hluta þess, sem
gerðir eru erlendis. Spektrómetrar af
þessari gerð eru mjög fáir til í heiim-
inum; ég veit held ég ekki nema
um eitthvað þrjá sams konar. En
sumir hlutar tækisins eru smíðaðir
hér á landi, hjá Rafagnatækni af Erni
Garðarssyni. 1 haust var tækið svo
komið af stað og þá var hafizt handa
við að mæla, en vatnssýnishornum er
búið að safna reglulega síðan árið
1958.
— Standa þessar mælingar ekkert
í sambandi við aðrar athuganir?
— Þetta er annar liðurinn af
tveimur í vatnsmælingum. Sá ísótóp
ur, sem við mælum í massaspektro-
metrum kallast deuterium, og með
þeim mælingum viljum við komast
að uppruna vatnsins og leiðum þess
um jörðina. En það er einnig unnið
að mælingum á öðrum ísótóp, sem
er nefndur tritium, þyngri en sá fyrri
og geislavirkur. Með þeim mæling-
um á að vera hægt að finna aldur
vatnsins, þ. e. hvað langt er síðan
það féll sem regn. Páll Theodórsson
eðlisfræðingur sér um þær mæling-
ar, og ég er með massaspektrómeter-
inn en yfir öllu saman er svo auðvitað
Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor,
forstöðumaður eðlisfræðistofnunar-
innar.
— Og hvaða gagn er svo að því að
vita aldur og hreyfingar vatnsins?
250
T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ