Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Page 11
— Það, sem við ættum að geta
fcomizt að með þessum mælingum er
márgt. í fyrsta lagi má nefna, að
IS’r ættu að leiða í ljós, hvort heita
TOtnið sé úrkomuvatn, sem hitnar
af því að komast í snertingu við heit
járðlög, eða hvort það er af öðrum
uppruna, komið úr berginu. Þessu
eigum við sennilega að geta svarað.
í öðru Iagi stendur svo á, að vatn
sem berst inn yfir landið sunnanvert
með sunnanáttinni er miklu þyngra
en það vatn, sem norðanáttin flytur
með sér. Munurinn er svo mikill, að
það vatn, sem fellur alveg við sjó-
inn á Norðurlandi er að jafnaði álíka
þungt og það sunnanvindsvatn, sem
fer lengst Af þessu leiðir, t. d- að
vatnið í Þjórsá er þyngra en vatnið
í Blöndu, og vegna þessa þyngdar-
munar, er hægt að staðsetja grunn-
vatnið, komast að því, hvort t. d.
vatn í uppsprettum sé fallið út á
staðnum eða komið að neðanjarðar.
Og í þriðja lagi er t. d. hægt með
mælingunum að komast að því, hvort
rennsli jarðvatnsins fylgi sprungulín-
unum þvert yfir landið eða liggi þvert
á
Vitneskja um þessi atriði hefur
auðvitað margháttaða praktiska þýð-
ingu. Það er til dæmis ágætt að vita,
áður en farið er að bora eftir vatni
á einhverjum ákveðnum stað, hvort
líkur séu fyi'ir að þar sé vatn og að
holan þorni ekki upp á áratug eða
svo. Annað atriði, sem Reykvíkingar
a. m. k. ættu að láta sig skipta
nokkru og vitneskja ætti að fást um
við mælingarnar,' er hvað vatnsforða-
búr Gvendarbrunna sé mikið.
— Eru ekki þessar mælingar sein-
legar?
— Tritiuinimælingarnar, sem Páll er
með, eru mjög seinlegar; hann mælir
varla nema eitt sýnishorn á dag.
í massaspektrómeternum eru núna
mæld fleiri, eða átta sýnishorn á dag,
en hægt verður að fjölga þeim all-
verulega síðar. Það sem nú liggur fyr-
ir af vatni á að geta mælzt upp á
tveimur árum, en það er auðvitað
alltaf haldið áfram að safna, svo að
það er ekki hægt að búast við end-
anlegum niðurstöðum á morgun eða
hinn daginn.
— Og það er annað sem ég vil
leggja áherzlu á. Með dálitlum breyt-
inguni getur massaspektrómetrinn
mælt súrefnisísótópa, en þær mæl-
ingar koma að gagni á geysimörgum
sviðum, með þeim er t. d. hægt að
ákvarða hitaslig á löngu liðnum tím-
um. Það er mesta þing, þessi massa-
spektrómeter og það opnar geysimarg
ar leiðir að hafa fengið hingað tæki,
sem hægt er að mæla með bæði
súrefnís- og vetnisísótópa.
— Fyrst við erum farnir að tala
um vatn, segðu mér þá: er nokkur
líætta á vatnsleysi hér í bráð? Sum-
ar þjóðir eru famar að kvarta um
yfirvofandi vatnsskort vegna síauk-
innar notkunar?
— Nei, ég held að hér sé engin
hætta á slíku meðan vatn er hér yfir-
leitt ekki nema einnotað. Það sagði
mér vatnsstjórinn í Hamborg, að vatn
ið í ánni Ruhr í Þýzkalandi hefði ver-
ið drukkið sjö sinnum, þegar það
fellur til sjávar.
—Þú lærðir í Þýzkalaniji?
— Já, ég var í Tækniháskólanum í
Miinchen og lauk þar prófi í efna-
fræði.
— Var ekki gott að vera í Miinch-
en?
— Þetta er mikil borg, listaborg,
tízkuborg, vísinda- og bjórframleiðslu
borg. Hvað viltu hafa það betra?
— Og beindist athygli þín lika að
vatninu þar?
— Nei, þar lagði ég aðallega stund
á lífræna efnaíræði. í rauninni þurfti
ég að þverskipta yfir, er ég fór að
starfa hér. En það er eins og vera
ber. íslendingar þurfa að leggja
áherzlu á jarðeðlisfræðirannsóknir,
kanna þau svið, sem eru sérstök fyr-
ir landið og skipta okkur mestu. Við
getum látið stórþjóðunum það eftir
að rannsaka hormóna, verðum auð-
vitað að fylgjast með því sem gert er
á þeim sviðum, en frumrannsóknir
okkar hljóta að beinast að hinu, sem
ekki verður gert, nema við gerum
það sjálfir.
KB.
Hluti af massaspektrómeternum. Ljósm. Tíminn-GE).
T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
251