Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Síða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Síða 16
spesíur sendist mér hingað til eigin brúkunar og 2000 spesíur setjist í ikaupmanns Kolbeinsens hendur til hans eigin brúkunar og stjórnunar. VerSi kapítalinn minni, þá jafnast á þeim fyrst tilteknu tveimur summ- mn,»en yrði hann meiri, þá vii ég láta sækja um að fá meira eða minna innsett á þann kónglega ís- lands jarðarbókarkassa með skilyrði fyri^T mig eftir þórfum að uppbera renfurnar 3. Og óska ég, ef tækifæri yrði til, nú með póstskipi senda þennan samn ing og honum fylgjandi fullmakt af dagsdató, að herra Kolbeinsen í vor útvegi frá þeim, sem hann gefur sitt umdæmi að framfvlgja henni, greini- lega skýrslu upp á það mér tilfall- andi, áðurskrifað arfalóð, svo að við getum þá þar um nákvæmar samið og ákvarðað og 4. Áskil ég, að herra kaupmaður Kolbeinsen, sem allareiðu hefur geit mér forskúð upp á 300 spesíur, eða hvað meira yrði upp á antakanlega, góða bújörð og heimilisnauðsynjar framhaldi sömu velvild við mig eft- ir mínum þö"fum. hvar á móti ég til- segi honum fyrir það fyrsta rentu- fría þriggja ára brúkun af þeirri > öðrum pósti tilteknu summu upp á 2000 spesíur 5 Allur uppákostnaður, sem ger- ist mín vegna til að innkrefja arfa- lóðsins kapítal, fellur upp á minn reikning. 6- Ég, J, Kolbeinsen, undirgengst og samþykki ofanskrifaða pósta ag lofa að uppfylla þá tneð hreinskilni eftir beztu vitund og meiningu“. Jón Kolbeinsson beið ekki boð- anna. Hann skrifaði Bjarna amt- manni Þorsteinssyni þegar næsta dag og tjáði honum, að „signor Hallgrím ur Magnús=,on“, myndugur erfingi Björns Magnússonar, hefði „með gef inni fullmakt og gerðum samningi falið mér á hendur innköllun, um- önnum og stjórn þeirrar peninga- summu, honum kynni til að falla af þessum arfi Tækifæri til þessa samn ings milli mín og signor Hallgríms er innfallið með þörf hans, úr hverri ég bætti, ug skorti á aðskiljanlega mörgu, sem hann nú miður en fyrri þoldi, þegar hver maður þóttist enn hafa rétt til að óska honum til lukku með þennan arf sem hann ennþá ekki hafði meira gagn af en sjónlaus tnaður af dagsmörkum, en þörf hans bráð“. \ Sjðan vek Jón að því, að naumur tími væri til stefnu, þar til skip sigldu, svo að hæpið væri, hvort hansi gæti fengið skjölunum þing- lýst í landsyfirrétti en þó teldi hann ekki annað tilhlýðilegt en þau kæmu fyrst fyrir amtmann, svo að hann gæti gilt þau með áritun sinni. — Kveðst hann senda samninginn og umboðið í þessu skyni, ásamt skrá um systkini og erfingja Björns Magn- ússonar. Þá getur hann þess, að ekki hafi verið gerð nema tvö eintök af samningnum, og ætlaðist hann til að annað yrði geymt í skjali amtsins, en hitt endursent séi. — Hallgrímur hefur sem sagt ekkert eintak fengið. Þá fór Jón þess á leit við amtmann, að hann léti sér í té vitneskju um það, hvar arfsins væri að vitja og hversu miklu hann kynni að nema, og spurðist fyrir um stóreign þá, „sem einn prinsipal, signor Hallgrím- ur, þykist vita til, að hljóti að standa í Kaupmannahöfn1'. Loks þóttist Jón vita, að hann þyrfti að koma sér í mjúkinn hjá amtmanni , Nefnt hef ég við minn prinsipal, að yður bæri honorabel betalingar, svo vel fyrir aðskiljan- legar sendiferðir sem bréf, útskrift- ir og uppáteikningar með fleiru þar að lútandi, sem hann hefur falið mér að annast eins og fleira". En mjúklæti Jóns stoðaði ekki. — Amtmaður hefur sýnilega brugðizt reiður við sem vonlegt var. Hlíðar- systkinin höfðu átta mánuðum áður, þar á meðal Hallgrfmur á Dunkár- bakka, veitt Sigurði Magnússyni lög- legt umboð til þess að innheimta arf- inn og hann síðan framselt það amt- manni, án þess að nokkur undirmál fylgdu, svo að kunnugt sé- Hallgrími hafði því orðið það á að selja sama réttinn í hendur tveimur aðilum. — Neitaði amtmaður algerlega að rita nafn sitt á skjöl Jóns Kolbeinssonar, enda kvað hann eiga að leita til sýslu manns utn slíka áritun. En ef til vill hefur Jón Kolbeinsson einmitt viljað komast hjá því. Kristján Skúlason frá Skarði var sýúumaður héraðsins um þetta ieyti, og þeim Skarðverjum hefur varla verið gefið um þessa samningsgerð, þar sem ein systirin, Þóra, var skjólstæðingur Skúla Magn ússonar eins og áður er vikið að. En Jón Kolbeinsson lét þetta ekki hefta sig. Hann brá við og fékk ann- an kaupmann, Óla Steinbach, í félag við sig, og gerðu þeir síðan að ör- fáum dögum liðnum nýjan samning við tvo Hlíðarbræðra, Sigurð í Ara- tungu og Jón á Gunnarsstöðum. Var þar svo um samið að þeir kaupmenn- irnir „innkrefji, móttaki og með- höndli og stýri“ einnig þeirra arfa- hluta. Til þessa fengu þeir samþykki Bjarna í Lækjarskógi, og mun þá sinnig hafa verið um það samið, að Vigfús beykir, móðurbróðir þeirra bræðra, er ófær var orðinn til þess að sjá sér farborða sjálfur og hafði enda þegið styrk systursona sinna, skyldi tekinn til arfs til jafns við þá. Hefur Jón eflaust náð voninni í erfðahluta hans, þótt þess sé hvergi getið. Tald- ist honum svo til, að hverjum þess- ara aðila bæri tveir fimmtándu hlut- ar arfsins, og hafa þeir kaupmenn- irnir því sennilega náð samnings- bundinni heimild á meira en helmingi arfsvonarinnar í þessari fyrstu lotu, þó að ekki sé gert ráð fyrir því, að Bjarni í Lækjarskógi og Elísabet á Gunnarsstöðum hafi þá þegar gert sams konar samning. Það var því óneitanlega um laglegan skilding að tefla, ef eitthvað var hæft í sögunum um ríkidæmi Björns. VI. Um þessar mundir voru tvö Hlíðar systkina í Rifi, Ragnhildur og Magn- ús, sem sennilega hefur verið þar við róðra. Þeim bárust fregnir af því, sem gerzt hafði, og leizt ekki á blikuna. Þeim mun síður sættu þau sig við gerðir bræðra sinna, að þeir höfðu samþykkt að taka Vigfús beyki móðurbróður sinn, til arfs til jafns við sig. Sneru þau Magnús og Ragn- hildur sér til Bjarna amtmanns og afréðu að fela honum umboð sitt, þó að ekki væru þau alls kostar örugg um, að hann hefði ekki lagt blessun sína yfir ráðabrugg Jóns Kolbeins. sonar. Skrifuðu þau honum úr Rifi undir vorið: „Eftir umtöluðu er það okkar hér undirskrifaðra systkina einlægur viljl og auðmjúk bón til yðar, hávelborni herra, að biðja yður fyrir okkar hlut úr þessum okkur tilnefnda, en enn þá óséða arfi eftir sálugan Björn, bróður okkar, og það þess heldur sem við höfum heyrt og sannfrétt, að bræður okkar fjórir séu búnir að losa sig við sína parta að nokkru leyti eður selja þessa sína arfsvon meiri mönnum. Hvort þar hefur kom- ið til af yðar hávelborinheitum nokk- urt samþykki eður þeir hafa þar um við yður ráðgazt, er okkur óljóst“. Kváðu þau síðan upp úr með það, að þau vildu halda sínu og treystu amtmanni til þess að stemma stigu við því, að þau yrðu beitt órétti. Þá véku þau að þeirri ákvörðun bræðr- anna að taka Vigfús beyki til arfs, jafnt og skilgetin systkini Björns, og kváðust ekki hafa samþykkt það né ætla að gera bað. Ef þau hrepptu mikinn arf, buðust þau aftur. til þess að taka hann að sér og sjá fyrir hon- um til æviloka, enda legðu aðrir arf- þegar honum einnig styrk. Varð Bjarni amtmaður við óskum þeirra Ragnhildar og Magnúsar og tók að sér að gæta hagsmuna þeirra, þótt síðar viki hann þessu arfabraski með öllu frá sér og vildi hvergi nærri því koma.. 25Ó T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÖ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.