Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Síða 18
<«■ gen tll þess, af! stelnninn flæltist
síðar í netinu.
Murtunetin voru öll minni í snið-
um. Venjulega voru þau styttri og
um það bil helmingi mjórri en
bleikjunetin, enda -er möskvastærð
þeirra yfirleitt ekki meira en 7/8
úr þumlungi.
Þann tíma, sem silungur gengur á
grunn, eru bleikjunetin langoftast
lögð mjög nærri landi, stundum byrj-
að að leggja alveg uppi við land-
steina. Er netið þá oft lagt beint út
•frá landinu, og síðan beygður krapp-
ur krókur á ytri endann. Lendir þá
silungurinn oft í króknum, einkum
ef hann rennur út með netinu.
Þar sem svo hagar til, er lagt út frá
töngum og nesjum og þannig fyrir
víkur og voga, óg eru það oft beztu
lagnirnar.
Murtunet eru lögð um 20. septem-
ber og tekin upp aftur nálægt 20.
október, en þá er murtuvertíðinni lok
ið. Veiðin stendur aðeins yfir hrygn-
ingartímann. Netin eru lögð á malar
kamba, ýmist beint út frá landi eða
meðfram landi, eftir bví sem botn-
lagið segir til.
Bleikjunetanna er vitjað að morgn
inum, ef unnt er, því að bleikjan
kemur aðallega í netin á næturnar,
en þó getur oft komið í á daginn,
einkum ef gráð er á vatninu.
Það hefur tíðkazt við Þingvalla
vatn í síðastliðin 30—40 ár að taka
þann silung frá, sem vel er lifandi
í netunum, þegar vitjað er um, setja
hann í vatnsbala, sem hafður er í
bátnum, eða þá í vatn, sem haft er í
bátnum sjálfum, og flytja hann þann
ig til lands. Þar er hann svo strax
látinn í vatnsþró, sem venjulega er
hiaðin úr grjóti úti í vatninu sjálfu,
og þannig er hann svo geytndur bráð
lifandi, þangað til hann er sendur
á markaðinn í Reykjavík. Ekki má þó
hafa silunginn 'engi i þessari geymslu
því að þá horast hann, þar sem ekki
ei neitt æti í slíkri þró.
Um nokkurt árabil var silungur,
sem þannig var geymdur, fluttur í
vatnsgeymi á bifreið til Reykjavík-
ur og síðan seldur þar beint úr þró
til neytenda, en þetta er nú aftur
niður lagt.
Venja er það við Þingvallavatn að
draga netin inn í bátinn, þegar vitj-
að er um þau, og er þá silungur
greiddur úr þeim jafnóðum. Um leið
og þau eru dregin, eru þau skoluð
vandlega, ef þau eru óhrein, en það
eru þau venjulega, ef stormur hef-
ur verið. Veiðin er ekki alltaf mikil,
og fyrir kemur, að netin eru alveg
tóm eftir nóttina. Það þykir sæmi-
leg veiði að fá 5—10 silunga í net
eftir nóttina, og fremur mun það telj-
ast sjaldgæft að fá meira en 20—30
silunga í einni lögn.
Á haustin er einnig vitjað um
murtunetin að morgninum, því að
murtan kemur eingöngu f á næturn-
ar, meðan dimmt er. Þegar murtu-
gengd er mikil, eru netin full að
morgni. Þau liggja þá við botninn,
eins og hvítur, gildur, glitrandi streng
ur, og þegar þau eru dregin, finnst
ekkert fyrir netinu sjálfu, ekkert ann-
að en iðandí, spriklandi murtumergð-
in. Þegar netið hefur verið innbyrt,
er murtan greidd úr, og netið síðan
aftur lagt. Ekki er mér fullkunnugt,
hve mikið hefur fengizt í net eftir
eina nótt, þegar bezt hefur veiðzt, en
þó hygg ég það vera 2—3 hundruð,
og þá tollir varla meira í netinu.
Áður fyrr var murtan söltuð nið-
ur í tunnur heima á bæjunum og síð-
an seld út um allar sveitir til vetr-
arforða. Var þúsundið af murtunni
lengi vel selt á tíu krónur. Á síðari
árum hefur murtan verið flutt ný-
veidd til Reykjavíkur. Þar er hún
soðin niður, mest ti} útflutnings, og
er ágæt vara.
Oft er kaldsamt við murtuveiðina,
þegar haustveðrátta er stirð. Langan
tíma tekur að vitja um mörg net,
einkum ef murta er mikil, því að
seinlegt er að greiða hana úr. Þar
sem útgerð var mikil, sátu menn á
vatninu frá því í birtingu á morgn-
ana, fram til kl. 3 og 4 á daginn
næstum hvernig sem veður var. Lítið
var um hlífðarföt og stígvél lengi
fram eftir árum, og voru menn þá
blautir mjög, stirðir og kaldir, því
að um verulega hreyfingu var ekki
að ræða, þar sem bátarnir voru aldrei
annað en smákænur, og tveir menn
oftast saman við veiðina.
En murtan stendur ekki við nema
sinn takmarkaða tíma. Það verður
því að grípa gæsina meðan hún gefst,
þótt á gangi með slagvéðurshryðjum,
slydduéljum, sífelldri kviku og jafn-
vel ágjöf. En óneitanlega er murtu-
veiðin skemmtileg, þegar vel gengur,
er haust er gdtt og vatnið kyrrt.
Oft hefur mikið aflazt af murt-
unni, og mikil búbót hefur bændum
í Þingvallasveit og Grafningi verið
að henni eftir að veiði hófst.
Veiðiskýrslur sýna, að á tíu árum,
frá 1935—1945 hafa veiðzt í vatninu
rúmlega tvær milljónir af þessum
fiski, eða til jafnaðar 210 þúsund á
ári. Að meðaltali munu fara 10 murt-
ur í kílógrammið, og svarar það til,
að 21 lest hafi veiðzt á ári, eða 210
þúsund kílógrömm á þessum tíu ár-
um alls.
Þá vil ég minnast hér á írekstrar-
veiðina. Hún var mikið stunduð frá
því einhvern tíma á öldinni, sem leið
og allt fram yfir 1940, en þá mun
hún með nýrri veiðisamþykkt hafa
verið bönnuð. Ekki er kunnugt, svo
að ég viti, hver hefur átt frumkvæð-
ið að þeirri veiðiaðferð, og ekki held-
ur, hvenær hún var fyrst tekin í notk
un. Sennilega hefur hún hafizt áð-
ur en verulega var farið að nota lag-
net, því að til hennar þurfti aðeins
eitt net.
írekstrarveiðin hófst að vorinu,
þegar ís leysti af vatninu, því að þá
byrjaði silungur oftast að ganga upp
að landi, að minnsta kosti ef tíð er
góð. Veiðin fór fram að næturlagi og
einungis, þegar logn var og vatnið
kyrrt. Þá gengur silungurinn á grunn-
ið, alveg upp í landsteina, beint úr
djúpinu, eftir hina löngu kyrrð og
hvíld vetrarins. Virðist hann þá á
lognkyrrum nóttum liggja næstum
því hreyfingarlaus, og er hann þá
sjálfsagt að gæða sér á sniglum og
lirfum á grjótinu eftir djúpfæðu vetr-
arins. Það er þó ekki útlit fyrir, að
silungurinn komi úr neinni sveltu,
þvi að aldrei er hann eins feitur og
góður og fyrst á vorin.
Þótt ég sjálfur hafi stundað þessa
veiði öll mín æskuár, þá ætla ég,
í stað 'þess að lýsa henni nánar sjálf-
ur, að birta frásögn Hjartar heitins
frænda mins frá Skálabrekku. Lýsing
hans, sem hér fer á eftir er af veiði-
nótt yið Þingvallavatn, sem hann,
ásamt Þorláki föður mínum, tók þátt
í, en þeir voru báðir upp aldir á
Skálabrekku.
Vornótf víð Þingvallavatn
Það er fcomið kvöld. Sólin er
setzt, og sunnankaldi vaggar nýgræð-
ingnum, sem gægist upp.
Allir eru komnir inn og búnir að
borða kvöldmatinn. Við bræðurnir
lítum öðru hvoru út á vatnið, til þess
að sjá, hvort ekki lygni. Okkur lang-
ar til að fara „út á“, eins og það var
kallað, og vita, hvort ekki fæst í soð-
ið. Lognrönd sést syðst á vatninu. Við
bíðum með óþreyju eftir að hún nálg-
ist. Eg ligg úti í gluggakistunni og
skrifa á vormóðuna á rúðunni, en
þurrka svo allt út jafnharðan.
Jæja, nú er lognið komið, vatnið
er að verða eins og einn firnastór
spegill. Eg grip vettlingana mína um
leið og ég fer út, og Lalli tekur sil-
ungspokann á bæjarveggnum. Svo
göngum við niður túnið og spölkom
austur með vatninu. f Bátsvíkinni,
rétt hjá naustinu, tínum við nokkra
steina í pokann og hellum þeim svo
í bátinn. Því næst ýtum við frá landi.
Eg skýzt upp í skutinn, en Lalli sezt
undir árar. Eg athuga dufl og stjóra
á netinu, svo að allt sé til reiðu, þeg-
ar á þarf að halda.
Við höldum drjúgan spöl austur
með landinu, austur á svo kallað
Hellunesgrun, en þar er aðalveið'-
svæðið. Eg stend upp, tek dufl og
stjóra, sitt með hvorri hendi, held
þeim dálitla stund á borðstokknum,
unz ég fæ bendingu um að kasta
hvoru tveggja útbyrðis. Síðan leggj-
um við netið, fyrst beint út frá landi,
svo i stóran boga upp að því aftur.
Eftir það er róið inn fyrir netið,
258
T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ