Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 3
sed tii GRÆNLENDINGAR Á ÍSAFIRÐI 1925 í næstsíðasta Sunnudagsblaði var nokkuð sagt frá Grænlendingum þeim, sem komu til ísa- fjarðar í ágústmánuði 1925 á leið frá Ang- magssalik til Scoresbysunds, þar sem þeir námu land að ráði Einars Mikkelsens. Núna um daginn kom einn hinna tryggu les- enda og liðveizlumanna Sunnudagsblaðsins með tvær myndir, sem hann átti í fórum sínum, tekn- ar af hinu grænlenzka fólki vestur á ísafirði. Þessar myndir hefði verið gaman að geta lát- ið fylgja frásögninni, en úr því að þess var ekki kostur, verða þær birtar nú. Þvi miður fylgja engar skýringar þessum myndum. Hóp- myndin er vafalaust af fyrirfólkinu meðal land- nemanna, og ekkert er liklegra en hér í hópnum sé spákonan Pílarqínaq, og ef til vill er hinn peysuklæddi Grænlendingur Magnús Anjke, maður hennar. Þeir, sem sitja á palli vörubílsins, virðast vera ungir menn, og hefur það verið mikjð ævintýri fyrir þetta fólk, sem kom að segja beint út úr steinöldinni, að finna vélknúið ökutæki hreyfast undir sér. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.