Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 11
Eitthvert undarlegasta kattarkyn- ið er Manarkötturinn. Hann skortir nefnilega þá tign, sem prýðir flesta ketti aftanverða, skottið. Það er óráð in gáta, hvernig eða hvenær sú þró- un hefur átt sér stað. Þetta kyn er kennt víð eyna Mön, og þjóðsögur herma, að þessir kettir hafi upphaf- lega verið spænskir, en borizt til Manar með flotanum ósigrandi árið 1588. Ekkert virðist þó styðja þessa sögu, og því verður uppruni þeirra að teljast óþekktur. Sumum fellur illa að sjá kött stýrislausan, en þeir, sem til þekkja, segja að naumast geti skemmtilegri og hjálpsamari kött en Manarköttinn. Kattakynin eru ótal fleiri en þessi, sem talin hafa verið. Nýjasti anginn á meiðnum er kyn, sem kallað hefur verið Rex, það er að segja konung- ur. Það er hrokkinhært afbrigði af venjulegum húsketti, tilkomið við stökkbreytingu, sem er afar sjald- gæf. Einn slíkur köttur hefur kom- ið frain í Lundúnum, annar í Aust- ur-Berlín, og þeir hafa báðir verið fluttir vestur um haf. Enn eru kettir af þessu afbrigði mjög fáir, og lcatta- fræðingar segja, að langt muni verða þar til þetta kyn fari að verða sæmi- lega algengt. Mörgum þykja kettir hin mesta heimilisprýði, og það eru sem sagt til fjölmörg afbrigði og kyn katta. Þessi kyn eru talsvert ólík bæði að útliti og skapferli, svo að trúlega ætti hver maður að geta fengið sér kött eftir sínu höfði. Perísukettirnir eru tignarlegir í loðfeldi sínum Þessi mynd er ekki sctt saman, eins og sumir kynnu að halda, heldur eru köttur- inn og músin bara þerta góðir vinir. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 755

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.