Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 18
Knútur Þorsteinsson frá Úlfsstöðum: HEIDIN MÍN Gfóir í lofti, glitbjarma á útsýnið slær, gljúfur og drangar óma við dillandi klið. Fögur og marglit sem fyrr ertu, heiðin mín kær, ferðlúnum útlaga sumarprúð brosir þú við. Ilmur af gróðri angar um lautir og flár, aurana stirnir í gráblámans tignþrungna lit. Seytlar í hvömmum sóllind með titrandi brár — sælunnar fögnuði andar um hjarta og vit. Léttast mér sporin, leiftrar að nýju í sál, logarnir flæða, er kulnuðu í áranna hríð. Götur og ótræði hefja hér minninga mál, myndirnar skýrast frá æskunnar hálfgleymdu t»ð. Klökkur og fagnandi heilsa ég þér, heiðin mín góð, himneskan andsvalann vörum þér teyga ég frá. Ungur í fjárrekstrum fótur minn jörð þína tróð, fleiri þó urðu þær göngur í draumum og þrá. — ui okkar og syngi fyrir okkur. En því rniður get ég ekki boðið honura heim vegna Burtons. En mér þætti ekkert að því — ekki vitundarögn! Ah, hvernig hann syngur. Er það ekki 'draumur, hvernig þeir hafa músikkina í sér? Það er eins og hún búl í þeim . . Komið, við skulum fara og tala við hann . . . Segið mér, hvað á ég að gera, þegar þér kynnið mig fyrir honum? Á ég að taka í hönd hans — eða hvað? — Það skuluð þér hafa eins og yður iíkar bezt siálfri. sagði gest- gjafinn. — Ég held, að pað sé það rétt- asta, sagði hún. Ég vil ekki fyrir nokkurn mun, að hann haldi, að ég hafi einhverja óbeit á honum. Ég ætla að heilsa honum, rétt eins og ég heilsa hverjum öðrum manni — já, ég ætla að gera það. Þau gengu nú tíl unga, hávaxna svertingjans, er stóð skammt frá bókaskápnum. Gestgjafinn kynnti þau. — Gott kvöld, sagði hann. Svertinginn hneigði sig. Konan með Ijósrauðu draumsól- eyjarnar rétti fram höndina og hélt henni þann'g, að allir gátu séð hana. Svertinginn tók f framréttu hönd- ;na og þrýsti hana. — Ó, gott kvöld, herra Williams. Ég var að enda við að dást að söng yðar. Ég hef farið á allar söng- skemmtanir, sem þér hafið haldið, og við eigum plöturnar yðar heima og Ieikum þær á grammófóninn. Þér getið ekki gert yður í hugarlund, hve innilega ég hef notið þess að heyra yður syngja. Hún talaði skýrt og hreyfði var írnar eins og hún væri að tala idð daufdumban mann. — ÞaS gieður mig, sagði hami — Ég er alveg gagntekin af söngn- um um fossbúann, sagði hún. Ég get varla hrundið honum úr kollinum. Maðurinn minn er að verða alveg ær yfir því, að ég er stöðugt að raula hann. Úff, hann er alveg eins og þrumuveður . . . e, he, he — hvaðan úr veröldinni fáið þér alla þessa gömlu andlegu söngva? — Ó, sagði hann. Það eru til svo margvíslegir og ólíkir söngvar. — Þér hafið sjálfsagt ánægju af að syngja þá. Ó, þessi gömlu lög! Ég elska þau. En hvað gerið þér nú? Syngið þér stöðugt? Ætlið þér ekki að halda söngskemmtun bráðum? — Jú, þann sextánda þessa mán aðar. — Ég kem, sagði hún. Ég kem svo framarlega sem ég get það með nokkru iifandi móti. Yður er óhætt að reikna með mér. Drottinn minn dýri, hvílíkur mannfjöldi, sem kemur til þess að heílsa upp á yður . . . En þér eruð líka heiðursgesturinn. . . Ah' Hver er þessi stúlka. þessi hvít- kiædda þarna? Mér finnst ég hafa • éð hana einhvers staðar áður? — Það er Katrín Burke, sagði estgjafinn — Jesús niínii, sagði konan. Er þetta Katrín Burke? En hún lítur öðru vísi út á leiksviðinu. Ég hélt að hún væri miklu laglegri. Eg hafði ekki hugmynd um, að hún væri svona dökk. Hún er nærri því alveg eins og . . Æ, ó, hún er dásamleg leik- kona. Finnst yður ekki, að hún sé ljómandí leikkona, herra Williams? Mér finnst hún vera stórkostleg. Finnst yður ekki? — Jú, það finnst mér, sagði hann — Hí, það finnst mér líka. Hún er blátt áfram óviðjafnanleg . . . En hamingjan sanna. Við verðum að gefa fleiri tækifæri til þess að tala við heiðursgestinn. Gleymið því nú ekki, herra Williams, að ég kem á næsta konsertinn yðar, ef mér er það mögulegt. Ég skal klappa fyrir öllu. Og ef ég get ekki komið, þá skal ég segja öllum, að ég viti, hvert þeii eiga að fara. Gleymið því nú ekki. — Ég skal muna það. Kærar þakk ir. Gestgjafinn tók undir handlegg frúarinnar og leiddi hana ínn í ann- að herbergi. — Ó, guð minn almáttugur. Ég var nærri því sokkin ofan í jörðina. í sannleika sagt — tnér er bláköld al- vara. Ég hefði viljað skríða inn í músarholu. Heyrðuð þér þessa hræði- legu skyssu, sem ég gerði mig seka um. Ég var hér um bil búin að segja, að Katrín Burke væri svört eins og negri, en til allrar hamingju áttaði ég mig og hálsaði það, sem ég ætlaðí að segja . . . Haldið þér, að hann hafi tekið eftir því. — Það held ég ekki, sagði gest- gjafinn. — Æ, guði sé lof, sagði hún. Hann er svo aðlaðandí og viðfelldin, falleg framkoma — og allt — skiljið þér. Það eru svo margir svertingjar, sem eru þannig gerðir, að ef maður rétt- ir þeim litla fingurinn, taka þeir alla höndina. En hann er ekki þannig. Hann er hyggnari en svo. Hann er verulega aðlaðandi. ^innst yður það ekki? — Jú, svaraðí gestfjafinn. — Mér geðjast vel að honum. Ég hafði það alls ekki á tilfinningunni, að hann væri svartur. Mér fannst þetta ofureinfalt og eðlilegt, eins og ég hefði staðið fyrír framan ein- hvern hvítan mann. Ég talaði blátt áfram við hann og allt svoleiðis. En ég get varla að mér gert að hlæja — ég var alltaf að hugsa um Burton . . Þér ættuð bara að sjá, þegar ég fer að segja honum, að ég hafi kallað Walter Williams herra. Margrét Jónsdóttir þýddi. 762 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.