Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 16
• ar þeir Jón Hallsson og Jón Sumar- i Hðason voru á sjó. V. Þennan sama morgun var kona frá Gufuskálum, Þorgerður Ólafsdótt- ir, á ferð inn á Sand. Hafði bóndi hennar, Einar Vigfússon, sent hana til þess að fá lánaða,þngla hjá Ólafi á Munaðarhóli. þvi að sjálfur fór hann á sjó. Þegar hún nálgaðist verbúðahverf- ið á Sandi, sá hún mann koma ofan úr hraunínu fyrir utan sig, og reiddi hann eitthvað um öxl sðr, spýtu eða byssu. Ekki vissi hún, hver þarna fór en henni sýndist þetta meðalmaður að stærð, og þvi veitti hún athygli. að hann var í peysu grákarraðri eða illa litaðri, ljósum strigabuxum og með bláa húfu á höfði. Ekki hirti þessi maður um ferðir hennar, og hélt hvort sína leið. Þegar hún kom inn á svonefndar Brekkur, sýndist henni einhver dökkvi þar fyrir neð- an i sjónum eða flæðarmálinu, og gat hún ekki betur séð en þetta hrærðist En ekki gat hún gert sér grein fyrir því, hvort þetta var hest- ur eða kind, sem henni fannst lík legast. eða jafnvei hálfboginn maður. enda heldur sióndömir Vrar þá enn hátt í sjó Þorgerður kom i hlað á íVlunaðar- hóli um fullbirtu. Var þá Ólafur að rísa úr rekkju og gekk til smíðju á tal við tvo aðkomumenn, er biðu hans. Beið hún með erindi sitt á meðan hann talaði við þessa gesti, og kom þá maður utan að, gekk þar fyrir dyr og inn í bæjarsundin. Ekki vissi hún. hver þetta var, en eins var hann búinn og sá, er hún hafði séð bregða fyrir úti á hrauninu. Kom hún síðan að máli við Ólaf, þegar þeir, sem hjá honum voru, höfðu rætt við hann, flutti honum kveðju bónda síns og bar upp erindi sitt. Er ekki annars getið en Ólafur hafi vikizt vel við bón hennar, og með það sneri hún aftur út að Gufuskálum. án þess að fleira bæri til tíðinda. Meðan þessu fór fram eða litlu síðar var sextán ára gömul stúlka. Guðrún Ólafsdóttir i Skeggjabúð. send niður á fiögurnar neðan við innri lendinguna á Sandi. Eldiviðar skortur mikill var i búðunum og lyng allt mjög eytt í grennd við ver- stöðina, og var því þrautaráðið að skera þang og þurrka það til elds neytis. Nú var eldsneyti að ganga ti) þurrðar í Skeggjabúð, og úr því átti Gunna litla að bæta. Þetta var kald samt verk á vetrardegi og ekki skemmtilegt og sótti stúlkan það ekki svo fast, að hún gæfi sér ekki tíma til þess að lita í kringum sig á meðan hún blés í kaun eða barði sér til hita. Hún var búin að skera freklega eina skrínu af fimm, sem hún skar þennan dag, er hún sá mann með byssu koma inn miðjan sandinn. Stefndi hann að salthúsi þar fyrir ofan og þóttist hún þekkja, að þetta væri Agúst í Keflavík. Sagði hún sem svo víð sjálfa sig, að ekki hefði honum Ágústi áskotnazt mikið núna. Þegar þessi maður var farinn hjá, bar fátt fyrir augu, sem hún gæti stytt sér stundir við að horfa á. Menn voru svo til allir á sjó, en konur og börn mest innan húss. VI. Nú er þar aftur til að taka, að Jón Björnsson kom heim áð Hraun- skarði, er hann hafði sýslað við kind- urnar. Var þá Guðrún Oddsdóttir ókomin neðan að og Ingibjörg orðin uggandi um hana, því að svo hafði verið um talað, að hún kæmi aftur að vörmu spori. Sjálf var Ingibjörg tæp- ast vegskyggn og gat varla borið sig kringum bæinn, og nú hét hún á Jón að hlaupa niður á Sand til þess að spyrjast fyrir um gömlu konuna. í Salabúð var honum tjáð, að Guð- rún hafði ekki þangað komið, og hin sömu svör fékk hann í Eiði og Ilamraendabúð og á Munaðarhóli. A þessum stöðum öllum var Guðrún kunnug, svo að drengnum datt helzt í hug, að hún kynni að hafa komið þar við. En þegar eftirgrennslanir hans báru ekki árangur, sneri hann heimleiðis, enda var kominn tími til þess að fara að hyggja að kindunum. Bátur sá, sem Jón Hallsson var á, var meðal þeirra, sem fyrst komu að þennan dag, og var þó komið undir rökkur. Gekk Jón undir eins upp að Hraunskarði, er lokið var fjöruverkum. En ekki var hann fyrr kominn í hlað en Ingibjörg, kona hans, kom á móti honum með asa og sagði honum, að „hana Guðrúnu vant aði.“ Hefði hún farið niður á Sand um morguninn og hvergi komið fram. Jón fór þá úr sjóstakknum og hraðaði sér niður að Munaðarhóli, þar sem hann hitti Ólaf. En það var engu Iíkara en Guðrún hefði orðið uppnumin: Ólafur hafði ekki séð hana og vissi ekkert til ferða hennar. Hér var illt í efni. Menn góndu út í loftið og blésu í skegg sér, andakt- ugir vfir þessari Emausreisu gömlu ■konunnar ofan í Salabúð. Jón Sumarliðason mun hafa komið af sjónum um mjög svipað leyti og fóstri hans eða litlu seinna, því að nú komu þeir einnig á vettvang, hann og Jón Björnsson. Virðist Jón Halisson hafa hitt þá rétt fyrir ofan Munaðarhól, og sendi hann Jón Björnsson inn í Keflavík til þess að spyrja þar eftir Guðrúnu. en Jón Sumarliðason í búðirTrammi á Brekk um Sjálfur rölti hann heimleiðis til þess að sækja sér prik, því að það flögraði að honum, að gamla konan kynni að hafa farið sér á voða í Hösk uldsá.Gekk hann um hríð með ánni og kannaði hana með priki sínu, þar sem honum fannst helzt, að Guðrún gæti leynzt. En tími var naumur, því að fór myrkur og veður tekið að spillast. Sneru þeir Jónar allír heim í myrkri um kvöldið, án þess að liafa orðið nokkurs áskynja, og kom fólkinu í Hraunskarði saman um, að sennilega hafði Guðrún villzt út í hraun í einhverju ráðleysi, og var þess þá lítil von, að hún lifði af nóttina. Varð þeim Jóni og Ingi- björgu ekki svefnsamt, því bæði hörmuðu, hve illa hafði tekizt til, og - flögraði það að Jóni að rífa síg upp úr rúminu og fara upp að Ingjalds- hóli til þess að láta Þorstein Run- ólfsson, bróðurson kerlingar, vita um hvarf hennar. En þegar til átti að taka, treysti hann sér ekki til þes, lúinn eftir róðurinn og leitina, því að niðamyrkur var úti og komið norðankafald. Morguninn eftir var harðvíðri, norðankóf og skaffjúk. Jón Hallsson var lasinn og illa fær til útivistar í slíku veðri. Samt þótti honum sér ekki sætt heima, og eftir nokkurt hik lagði hann af stað upp að Ingjaldshóli. Þorsteinn Runólfsson var heima, og sagði Jón honum allt af létta um hvarf Guðrúnar og bað hann sem hið nánasta skyldmenni hennar og málsmetandi mann í sveit- inni að taka við af sér og gangast fyrir leít. Þorsteinn lagði nú á ráð- in, hvað gera skyldi: Fór hann þess á flot, að Jón sendi út að Gufuskál- um til þess að spyrjast þar fyrir um kerlingu og bað hann jafnframt að koma niður á Sand bréfi, sem hann skrifaði Þórarni hreppstjóra Jonssyni og flytja Ólafi á Munaðarhóli munn- leg skilaboð frá.sér um það, að geng- izt yrði fyrir leit þar neðra. Tölti Jón síðan af stað, kom við heima hjá sér og sendi Jón Sumarliðason út að Gufuskálum, en arkaði sjálfur niður á Sand til þess að ná fundum þeirra Þórarins og Ólafs. Þó fór svo, að ekki var leitað þennan dag, því veður þótti hamla, og auk þess hafði talsverður tímí farið í ferð Jóns upp að Ingjaldshóli og samræður þeirra Þorsteins Runólfssonar. 760 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.