Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 12
stapajarða' og auðgaöist stórum á þeirri umsýslu. Lá þá Rif undir Ingjaldshól, og þár höfðust við á fyrsta ári aldarinnar nálega fimmtíu fjölskyldur, sem fæstar höfðu nokkra grasnyt. Þó mátti þetta fólk ekki eiga fleytu, nema til kæmi sérstakt leyfi húsbóndans, Stefáns Sehevings, en sjálfur hélt hann þaðan úti sem næst tveimur tugum skipa og báta, er landsetum hans var skyll að manna með þeim kostum, er hann setti. í Keflavík og á Helliss’andi var einnig fjöldi búða, en yfir því íólki, er þar var, drottnuðu plássbændur svonefndir. Keflavík var ei'gn Kol- beinsstaðakirkju í Hnappadalssýslu, Ekki er búsældarlegt yzt á Snæ- fellsnesi. Hraunelfur hafa endur fyr- ir löngu hnigið niður hlíðar Snæ- fellsjökuls, ollið út yfir láglendið allt í sjó fram og þakið það úfinni storku. Gróðurlendi, þar sem enn er gamall jarðvegur, má helzt líkja við eyjar í hraunhafinu. Hér er ekki gott und- ir bú. Það ér kannski snapasamt á þessum útskaga, ekki mikil fannalög og víða skjól í bollum og kvosum. En slægjulönd eru lítil og léleg. Hér hefur einungis verið hokrað með úti- gangsfé, er sett var á guð og gakk- inn og reyndist oft vonarpeningur. ■Samt var um langar aldir fjölbýlt á þessum slóðum. Því ollu önnur við hvern sem var, hefur sjálft ánauðarskipulagið, sem búðsetufólk- ið bjó við kynslóð eftir kynslóð, sog- ið merg og blóð og fellt á þá sitt mark. Landsdrottnar þessa fólks, hús- bændurnir eða plássbændurnir, iitu þeim mun meira niður á það, sem þeir höfðu þrýst því dýpra í örbirgð og umkomuleysi. Þeir, sem eðallynd- astir voru, töldu það kannski skyldu sína að dreypa á það, þegar harð- ast kreppti að, svo að það féllí síður úr ófeiti — það var hin föðurlega forsjá ríkismannastéttarinnar, sem um skeið þótti bezt latína. Hinir, sem harðlyndari voru og fégírugri, hírtu helzt um það eitt að draga efni gæði en þau, er liggja í augum uppi, þegar horft er yfir landið: Miðin við ströndina vóru mikið forðabúr. Fólk á utanverðu Snæfellsnesi átti líf sitt undir sjónum — allt valt á því, sem úr honum gafst. Og það var ekki heimafólkið eitt, sem naut fiskimið- anna: Undir Jökul streymdi fjöldi manna úr fjarlægum' héruðum til þess að stunda þar sjó eða sækja þangað skreið. En þó að' mikili fengur væri að landi fluttur undir Jökli, var óvíða á landinu örsnauðari lýður en þar. Um langan aldur hrömmsuðu útlend- ir kaupmenn og gírugir valdsmenn til sín"öbbann af nytjunum. Einung- is örfáir bændur, sem höfðu ábúð þeirra jarða, þar sem verstöðvarnar voru, gátu safnað efnum, en í kring um þá hirðist ánuðugt fólk, sem ekki mátti leita sér-lífsbjargar á sjó nema á bátum landsdrottna sinna og hlaut að sitja og standa að þeirra vilja. Það er efalaust, að á þessar slóðir hefur leitað margt manna, sem flosnað hafði upp annars staðar, og voru sumir litt til sjálfsbjargar falln- ir. En úr hinum, sem að upplagi voru gæddir þreki og framtaki til jafns í sinn garð. En öllum var þeim það sameiginlegt, að þeir töldu þann arð, sem af sjósókninni flaut, bezt kom- inn hjá sér, hvort sem þeir vildu nokkru miðla eða engu, þegar harðn- aði í ári. Ef til vill hafa þeir haft rétt fyrir sér Ef til vill hafa þeir, sem undir höfðu troðizt í lífsbarátt- unni, ekki verið færir um að standa á eigin fótum, þótt eitthvað fengju í hendur. En þess er þá að gæta, að það var sama skipulagið, sem gerði þessa forsjármenn efnaða eða jafn- vel auðuga, er hafði drepið dáð úr búðsetufólkinu og gert það að að- faralausum handbendum annarra. Þetta gat ekki breytzt fyrr en ný öld hafði rofið þennan vítahring. En það er önnur saga, sem ekki verður rakin hér. II. í byrjun nítjándu aldar sálu í Nes- hrepp utan Ennis tveir menn, sem surfu fast að kotungum og búðsetu- mönnum. Annar var sýslumaðurinn, Finnur Jónsson, biskupsson frá Ilól- um, er bjó á Sveinsf.töðum, drykkju- maður mikill og óreiðumaður. of- stopafullur og aðgangsharður, þar sem hann mátti því við koma. Hinn var Stelan Scheving . á Ingjaldshóli, sýslumannssonur frá Víðivöllum í Skagalirði, er fór með umboð Ai nar- og var forráðum bar skipt milli tveggja bænda, er höfðu undii sér fimmtán fjölskyldur og réðu yfir út- veginum á svipaðan hátt og Steian á Ingjaldshóli i Rifi. Á Hellissandi, sem heyrði til Stapaumboði, voru einnig tveir húsbændur og sat annar á Munaðarhóli, sá er meira átti undir sér. Voru búðir ó landi þessara jarða nálega jafnmargar og í Rifi, en skip og bátar, sem Sandsbændur héldu úti, talsvert færri, enda nokkrir búð- armenn, er báru svo hátt sinn baröa, að þeir áttu sjálfir fjöl til þess að fljóta — í stöku tilviki fleiri en eina. Ofar í sveitinni voru svo nokkr- ar jarðir, þar sem dálitlum búskap varð við komið. og hjáleigur, er mjög var þröngur stakkur sniðinn, en út með sjónum, á Gufuskálum og Öndvarðarnesi, voru plássbændur með krans búða umhverfis sig, eink- um á Gufuskálum. Aldrei varð þurrð á fólki, sem sættí sig við þurrabúðarlífið, þótt harðir kostir væru settir. Það var auðvelt snauðum mönnum að stofna til búskapar á slíkum stöðum, ef at- hvarf fékksl í þurrabúð, þvi að inn í þær gátu menn gengið með tvær hendur tómar. En févænlegur var sá búskapur ekki og mannfall mikið meðal húðsetumanna. M>r tel'.t svo til, að eigi færri en tuttugu og fimm ; 5' I I VI i V \ >|!N\tl|lAIMtl,Af)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.