Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 8
HALLDÓR STEFÁNSSON: AUSTLENIKUR HUGVITSMAÐUR Fræg í sögn og sögu er sú hug- kvæmd Gunnlaugs bónda Magnússon ar á Bergsstöðum á Vatnsnesi, föð- ur Björns kennara Gunnlaugssonar hins tölvísa, að hann smíðaði „skip sem reri sér sjálft“, eins og Jón Espólín orðar það. Fleira er sagt um hugkvæmd hans og hagleik. í ein- hverju var þó áfátt sjálfvirku út- búnaði bátsins til þess að hann kæmi að þeim notum, sem ætlað var. Á Austurlandi var annar hagleiks og hugkvæmdarmaður, en lítt kunnur, sem einnig gerði tilraun til þess að koma fyrir sjálfvirkum róðr- arútbúnaði í báti sínum. Sá maður var Benóný Gunnlaugsson, bóndi í Hvalvík og síðar á Glettíngsnesi í Borgarfjarðarhreppi. Róðrarkarla sína lét Benóný ganga fyrir vindafli. Gekk róðurinn sem ætlað var í hægum og jöfnum vindi. En í hvössum vindi og sviptivindi gerðust „karlarnir" svo stórvirkir, að við hélt, að báturinn rerist í kaf. Hemlaútbúnaður róðrartækisíns hef- ur verið ónógur eða enginn. Féll þessi tilraun Benónýs með sjálfvirk- an róðrarútbúnað í báta því niður. Sennilega hefur það verið sama ástæðan, sem ónýtt hefur hugmynd Gunnlaugs bónda á Bergstöðum um „skip sem gat róið sér sjálft“. Betur myndi hafa tekizt, ef á tíma þessara hugvitsmanna hefði ver ið tæknikunnátta til þess að tengja róðrarútbúnaðinn við öxulblöð eða skrúfu í stað þess að tengja hann við árablöð. Virðist sem það gæti ver ið til athugunar kunnáttusömum mönnum. Betur tókst Benóný að hagnýta vindaflið til kornmölunar. Hann kom sér upp vindknúinni kornmyllu, sem fágætt mun hafa verið á hans dögum, ef ekki óþekkt. Hann smíð- aði einnig sláttuvél og langspil og lék manna bezt á það, að sagt var. Benóný var af fátæku foreldri kominn og umkomulítill í uppvexti. Hann var fæddur í Fossgerði í Eiða- þinghá á öðru ári 19. aldar. Móðir hans hér Elín og var dóttir Galdra- Tómasar, er svo var nefndur, því að honum var vikið úr skóla fyrir kukl. Ekki er samt kunn sú saga. Líkur eru til, að faðir Elínar hafi verið Tómas, sonur Ólafs í Fagranesi og á Egilsstöðum í Vopnafirði, Sigfús- sonar prests á Refstað, Sigurðssonar prests sama staðar, Ólafssonar prests og skálds á Sauðanesi. Hugkvæmni Benónýs bendir til gáfna í framætt. Guðlaugur, faðir Benónýs var Ein- arsson frá Karlsstöðum á Berufjarð- arströnd. Framætt hans er ókunn. Hann víldi synja fyrir faðernið, en Elín sór það á hann. Dómabækur Suð ur-Múlasýslu frá þessum tíma eru glataðar, svo að ekki er um mála- rekstur út af faðerninu vitað nema af munnlegum sögnum. Eftir á kom á gang þessi vísa, eignuð Elínu: Sízt mun verða syndafrí, þótt sakramentis neyti, Elín veldur einkum því og ungi sveinnínn Benóný. Af vísunni er svo að skilja, sem Guðlaugur hafi ætlað að réttlæta sig fyrir synjun faðernisins með því að ganga til altaris. Guðlaugur staðfestist ekki í Eiða- þinghá eftir þetta. Mun Elín ein hafa þurft að vinna fyrir framfæri sonarins. Hún var með hann í hús- mennskuvist á ýmsum bæjum í Eiða- þinghá fram um fermingaraldur hans. Síðustu árin áður en hann fór sjálfur að vinna fyrir sér, var hann talinn á sveitarframfæri. Mun þá hafa verið þrotið þrek Elínar og heilsa. Snemma bar á því, að Benóný var hagur á hönd og í huga. Á uppvaxt- arárunum milli fermingar og tvítugs fór hann um sveitir með ýmsa smíð- isgripi sína, haglega gerða, og hafði þá til sýnis og sölu. Meðal þeirra voru sýnishorn af sláttuvél, róðrar- mönnum og vindmyllu. Allt þetta reyndi hann í framkvæmd, þegar hann fór að búa, en aðeins vindmyll an kom að þeim notum, sem ætlað var. Hátt á þrítugsaldri fluttist Ben- óný vistferlum úr Eiðaþinghá að Breiðuvík í Borgarfjarðarireppi. Þrí- tugur að aldri byggði hann fallinn bæ i Hvaivik, hóf þar búskap, kvænt- ist Ólöfu, dóttur Latínu-Magnúsar, og tók móður sína til sín. Þaðan fluttist hann eftir tíu ár að Glett- ingsnesi, endurreisti einnig fallinn bæ þar og bjó þar nær hálfan annan áratug. Árið 1849 dó Ólöf, kona hans. Bjó hann eítir það með ráðskonu, Guð- rúnu Sigurðardóttir, ættaðri úr Ör æfurn. Árið 1856 ætluðu þau að gift- ast. Voru nöfn þeirra skráð til hjú- skapar í kirkjubókina, en svaramenn og annað, sem tilheyrir, er ekki inn- fært. Munu svaramenn ekki hafa fengizt vegna tilhlutunar hrepps- nefndar. Eigi að síður bjuggu þau saman og eignuðust tvo sonu, Sigur- laug og Jóhann, sem báðir komust til aldurs. Með Ólöfu konu sinni hafði Ben- óný átt tvö börn, sem til þroska kom- ust, Brandþrúði og Magnús. Magnús tók ábúð á Glettingsnesi, þegar faðir hans fluttist þaðan 1860. Hann var um margt líkur föður sín- um, sérlundaðar, hagur á hönd og hugkvæmur — smíðaði meðal annars langspil og lék á það. Brandþrúður var karlmannsígildi til verka, bæði til sjós og lands, og var alla tíð í búi með bróður sínum. Hún hafði skjaldmeyjareðli, giftist ekki og hafði ekki hug til karla. Hún var greind, minnug og fróð, og eftir henni skráði séra Sigurður Gunnarsson tvær ævintýrasögur í safn Jóns Árnasonar. Þegar Benóný lét af búskap á Glett ingsnesí, fékk hann leyfi séra Sigurð- ar Gunnarssonar til þess að byggja sér bæ á Karlsbarði svonefndu, við túnjaðarinn á Desjarmýri. Tveimur árum síðar fékk séra Sigurður Hall- ormsstað. Fauk þá í það skjól fyrir Benóný. Fékk hann þá leyfi til þess að byggja sér afbýli frá jörðinni Hvoli gegnt Desjarmýri. Þar dó hann nær hálfsjötugur að aldri, 21. júlí 1866, sama árið sem Jóhann, son ur hans og Guðrúnar, fæddist. Benóný Guðlaugsson var einstæður sérkennilegur persónuleiki. Á upp- vaxtarárunum í Eiðaþinghá fær hann við manntöl ítrekaði þann vitnisburð að vera blendinn og ódæll, en dável kunnandi. Líka einkunn fær Elín, móðir hans. Til sérlyndis bendir einnig það, að hún kaus fremur að vinna fyrir sér og syni sínum í sjálfsmennsku en í vistum. Skapsein kenni eru sennilega sótt til Galdra- Tómasar sem og þær gáfur og hug- vit, sem með Benóný bjó. Benóný var smár vexti og herða- bjúgur, blestur í máli (holgóma), en greindarlegur í tali. Mállýtið var hon- um fjötur um fót. Blest í máli var einnig Brandþrúður, dóttír hans. Virðist sem bygging talfæranna hafi verið erfð. 752 TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.