Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 14
en fékkst líka við húsasmíðar. Reisti hann meðal annars nýja kirkju á Ingjaldshóli, skar út hurðir fyrir innstu bekkjunum, þar sem hefðar- fólkinu var ætlað sæti í stúkunni og greypti myndir af postulunum á predikunarstólinn. Skytta var Ólafur einnig og lá fyrir sel við sjóinn og tófu í skothúsi í hrauni úti. Á helgum dögum skrýddi hann prestinn í kírkju þeirri, sem hann hafði smíðað á Ingjaldshóli, því að slíkur maður þótti vel til meðhjálp- ara fallinn, en í daglegri önn kast- aði hann stundum fram stökum, er vel lá á honum við smíðar, hamraði saman níð um þá, er hann átti í útistöðum við, og orti enda löng kvæði ýmislegs efnis, þegar hann vildi nokkuð við hafa: Árið yndisþýða uppbyrjaðra tíða guðdómsgæzkan fríða gefi hópnum lýða, blessan veití um loft og iáð og lífsnæringu 'ilíða, auki krafta, efli dáð, öllum þeim hér stríða, jörðin nái frjóvgun fá, friður stiftist mönnum hjá, styggð og lestir detti í dá, dyggð skal lifnað prýða. Þegar umboð Arnarstapajarða var tekið af Stefáni Scheving, var það selt í hendur Ólafi, er þá hafði fyrir skömmu tekið við forráðum á Mun- aðarhóli eftir Þorvarð Guðmundsson, sem þar var áður. Mun enginn um þessar slóðir þótt betur til þess fall- inn að hafa það á hendi en Ólafur. Öfundsamt nokkuð mun þó hafa ver- ið að taka við umboðinu eins og á stóð. En slíkt setti Ólafur ekki fyrir sig og líklegt, að hann hafi meira litið til hins, að bæði var fremd og fjárvon að fara með það, áuk þess sem lítið fór orðið fyrir vináttu hans við Ingjaldshólsmenn um þær mundir, svo að ekki var hvítt að velkja. Haustið 1806 horfði flest allvel fyr- ir Ólafi Björnssyni. Hanr; var meira metinn flestum bændum og hafði umsýslu mikla og umsvíf heima og heiman, uppgangur sýndist á flestu og mannvænleg börn vaxin á legg: Tvö hjónabandsbörn fulltíða á Munaðarhóli, Sigríður og Kjartan, og hið þriðja, Kristín, nýfermt, og þar að auki var dóttir, Margrét að nafni, or hann hafði átt utan hjóna- bands rösklega tvítugur og alið upp á heimili sínu. Munu börn Ólafs hafa þótt standa framar öðru ungu fólki á þessum slóðum, og batt faðirinn miklar vonir við Kjartan, sem var ötull og harðfengur, glaðvær oftast, en geðríkur og heimtufrekur og reíddist illa, þegar hann brá skapi. Þjónusta hans, Lovísa Þórarinsdóttir, sagði í laumi, að misskipt væri lund- ernið hans Kjartans. Benti margt til þess, að hann yrði hinn framtaks- samasti maður, og meðal annars var hann skýtta góð eins og faðir hans og lá um tunglskinsbjartar vetrar- nætur fyrir tófu í hrauni og flæðar- máli. Heimilið á Munaðarhóli hefur sennilega verið glaðvært að jafnaði, því að mitt í önnum sínum og um- svifum forsmáði húsbóndinn ekki það, sem til gleðskapar mátti verða. Það hefur ef til vill verið af þeím ;:ótum runnið, að hann hafði í skjóli sínu karl einn laglega hagmæltan, Einar að nafni. Var hann skemmt- anamaður hans á vetrarkvöldum og gat haldið uppi svörum, ef húsbónd- anum hraut af vörum vísa og hlaup- ið í skarðíð eða aukið við, ef svo stóð á. Inni í Keflavík hafði um skeið set- ið aðra hálflenduna Þorsteinn nokk- ur Runólfsson, bóndason frá Vað- stakksheíði, allvel metinn og sátta- nefndarmaður í tilbót, er þá þótti nokkurs virði. Enginn efnamaður mun hann þó hafa verið, og ef til vill hefur hann færzt of mikið í fang, er hann gerðist plássbóndi. Að minnsta kosti fluttist hann eftir fá ár brott úr Keflavík að Ingjaldshóli í skjóli Ebenezers Þorsteínssonar, er þar sat um skeið og fór nokkur miss eri með sýsluvöld. Kom þá að Kefla- vík í hans stað útlendur maður, Ágúst Rottgeir Erndt- man, ungur að aldri og hafði áður verið skrifari hjá höfuðverzl- uninni i Ólafsvík, svonefndri Heide- mannsverzlun. Lét hann þegar að sér kveða við útveginn að dæmi annarra plássbænda, en hafði á sér það höfð- ingjasnið, að hann gekk lítt að verki sjálfur. Lét hann sér nægja að hafa á hendi forsögn alla, tilsjón og eft- irlit — stjáklaði um varirnar, þegar bátar hans komu af sjó og leit á aflann, hafði auga á öllu í salthúsi og fiskgeymslum og vakti yfir fisk- verkuninni, en gekk að heiman með byssur sínar, er hann geymdi ella hjá sér í stofu sinni, þegar honum fannst hann eiga heimangengt^ Naut Ágúst Erndtmann að sjálfsögðu virð- ingar, ekki sízt sökum þess, að hann var útlendúr og hafði verið við Ólafs- víkurverzlun riðinn. En ekki virðist hann hafa veríð allra leika og hélt mönnum nokkuð frá sér að dönskum kaupmannasið. Úti á Gufuskálum voru plássbænd- ur tveir, og hét sá Jón Árnason, er meira hafði umleikis, sjálfur sjósókn ari. Prestur byggðarlaganna, séra Jón Ásgeirsson, átti heima í Stapa- túni, sem var smábýli rétt hjá Ingjaldshóli. Hann var vel við efni, þó að Stapatún væri ekki vel til bú- reksturs fallið, aðsjáll um sínn hag og kunni betur veraldarsýsli en prestsverkum. Hann var gleðimaður nokkur, en þó hægur í fasi. Meðal búðsetumanna á Sandí var einn sá, sem raunar hafði einnig nokkur jarðarafnot, er meiri reisn var yfir en öðrum. Það var Jón Guð- mundsson í Eiði. Hann átti tvö skip og þrjá báta, enda einn af hrepp- stjórum sveitarinnar og átti auk ann- ars byssur og skothús eins og Ólafur á Munaðarhóli og Ágúst í Keflavík. Það var eins og bátaeignin ótvírætt merki um góðan efnahag, framtak og álit. Annar hreppstjóri var Þórarinn Jónsson, búðarmaður á Sandi, en hafði áður verið í Keflavík. Hann hafði nú lítið um sig, hvorki „brúkaði með byssu“ eins og sagt var þar vestra á þeirri tíð né átti bátaflota á sjó. Var það að sjálfsögðu mikill vegur á öndverðri nítjándu öld að hafa hreppstjórn á hendi, en þó ekki ætíð öfundsvert, sízt í Neshreppi ut- an Ennis, þar sem þurfakindur voru margar og kvartsárar í búðunum, þegar mísært var. Varð þá fangaráð- ið að fleygja fiskmeti í þennan lýð á vetrum, en ota honum á flakk inn um sveitir á sumrin í trausti þess, að í hann yrði slett á bæjum og ef til vill bugað ullarhári eða smjör- klípu að kerlingunum. Það var hvort eð var þeirra list að rekja harma sína og bera sig aumlega, þar sem einhverrar miskunnar var að vænta og eins gott að láta þær beita henni inni í Breiðafjarðardölum eða suður á Mýrum að sumrinu. IV. Nú er að víkja ínn að Vaðstakks- heiði, þar sem faðir Þorsteins Run- ólfssonar, Runólfur Oddsson, hafði hokrað ekkill í tvíbýli síðustu bú- skaparár sín og haft systur sína, Guð- rúnu, að bústýru. Var hún aldurhnig- in orðin og hafði aldrei gifzt, van- heil nokkuð, og var 'ieilsubresti henn ar á þann veg háttað, að annað veif- ið gerðist hún mjög raunamædd og vissi jafnvel ekki alls kostar í kríng- um sig, þó að hún dútlaði við niðri- verk af gömlum vana. Fjölyrti hún þá um vesöld sína og mótlæti allt og bað þess hástöfum, að guð leyfði svoddan mæðuskepnu að deyja frá eymd sinni. Runólfur bróðir hennar var líka farinn, og mun hann annað tveggja hafa sálazt eða gefizt upp á búskap- arbasli um þetta leyti. Að minnsta kosti var Guðrún komin út á Sand haustið 1805 og fékk þar inni um veturinn í svonefndri Salabúð. Sá fólk aumur á henni, og vildu ýmsir að henni hlynna, þó að ókyrrð og ónæði fylgdi henni, þegar sá gállinn var á henni, því að hún var auð- sveip og vikalipur, hafði dágóða lík- amsheilsu og var fús til allra verka, er voru hennar meðfæri. Þegar vora tók, bjóst hún til ferðar inn á sveit- ir, þar sem hún vænti, að hún gæti heyjað af sumarlangt. En kvíðboga bar hún fyrír því, hvað við tæki með 758 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.