Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 6
einnig 1 eyna, og höfðust þeir við í sex eða sjö daga í helli þeim, sem heitir Sel. Þeir sáu enga dagsbirtu í fjóra daga, nema rofglætu vestur við fjöllin undir mekruium, og þeg- ar reiðarslögin dundi- yfir, fundu þeir, hvernig fjallið nötraði og skalf. í Kötluhlaupinu 1823 fór verr. Þá drukknaði Þórarinn Öfjörð, er fyrir skömmu hafði verið settur sýslu- maður í Skaftafellssýslu, í kvísl, er jökulvatn hljóp í. Hann var á hinni fyrstu embættisferð sinni, ásamt séra Pálí Ólafssyni í Eyvindarhólum, dótt- ursyni séra Jóns Steingrímssonar, og Benedikt Þórðarsyni, er lengi hafði búið í koti því, er hét Herjólfsslaða sel upp frá Álftaveri fyrir austan Skálm, en hörfað þaðan upp í Skaft- ártimgu af ótta við nálægð Köt.lu, er honum var í grun, að senn myndi rumska. Hann hafði kvænzt í annað sinn örfáum dögum áður en hann drukknaði. Um þennan atburð kvað Bjarni Thorarensen: Forðastu að ríða þann feigðar um sand, i l'jailinu er Katia og ætlar þéi grand, kaldhlátur dauða þar gellur í gjá en grátandi Skaftafells landvættii tjá: „Æ. hví do hann Öfjörð svo ungur?" Síðasla Kötlugosið, haustið 1918. r mönnum enn í fersku minni. Þóti hlaupið. sem þá kom. værh ægilegt. tókst enn svo vel til, að það varð engum manni að fjörtjóni. Samt kom það einmítt þann dag er lögrétt var í Álftaveri, og voru sextán menn þaðan á Mýrdalssandi hér og þar með fjárrekstra. Þegar menn áttuðu sig á því, hvað á seyði var, og sáu að skammur tími myndi til undankomu, settu smalarnir á harðasprett og hróp aði hver til annars, að Katla væri að koma. Náðu þeir í tæka tíð í Skálm- arbæjarhraun. Hlupu þeir, sem til réttarinnar voru komnir, á hesta sína og hleyptu fram yfir Skálm að Herjólfsstöðum. Valt þá fram ána hár, grásvartur flóðveggurinn, svo sem hundrað föðmum ofar, og mátti ekki tæpara standa. Smalarnir björg- uðust einnig nauðulega, því að flóð- ið fór yfir slóð sumra þeirra á að gizka fjörutíu eða fimmtíu metra frá hraunbrúninni, sem þeir forðuðu sér upp á í fyrstu lotu. Eins og nærri má geta var mönn inum ekki rótt, þó að þeim tækis! að forða sér, þvi að heima á bæjum yoru konur víða einar með börn og gamalmenni. Þeir, sem komust til Skálmarbæjarhrauna, urðu þó að haf ast þar við allan daginn og nóttina. en hinn næsta dag komust þeir heim til sín. Af þeim, sem hleyptu að Herj ólfsstöðum, er aftur á móti það að segja, að tveir þeirra, sem áttu heíma í hverfi því, sem kallast Sunnan byggjaratorfa, Gísli hreppstjóri Magnússon í Norðurhjáleigu og Sig urður Jónsson frá Þykkvabæjar- kiaustri, afréðu að freista þess að komast heim. En er þeir riðu upp úr svonefndum Hraunbæjarlæk, sáu þeir, að flóðið valt fram vestan við lækinn, svo sem fjögur eða fimm hundruð metra frá þeim. Áttu þeir þá ófarið yfir lága leira, allbrelða. Hvöttu þeir hesta sína sem þeir máttu, því að um líf og dauða var að tefla, en það vildi þeim til happs, að flóðið dreifðist nokkuð, er það kom á leiruna og hægðist við það framrás þess. Má fara nærri um það, að konur, er heima biðu í dauðans angist með börn sin, urðu fegnar heimkomu þeirra og þeim fregnum, er þeir báru um undankomu annarra manna. Annar þessara manna, Sig- urður í Þykkvabæjarklaustri, hafði faríð síðastur manna yfir Mýrdals- sand, áður en Katla hljóp í þetta skipti. Var hann staddur í Vík kvöld- ið áður, en fór austur yfir um nótt- ina einn síns liðs, sennilega í því skyni að komast í réttina. Liðin eru fjörutíu og sex ár síðan pessír atburðir gerðust. En þeir munu seint fyrnast þeim, sem þá lifðu, hvorki þeim, sem heima voru á bæjum, né hinum, er þreyttu kapp- hlaupið við flóðið. þegar það dundi !ram. Fleiri sluppu nauðulega i þessu iilaupi. Jóhann Pálsson í Hrífunesi i Skaftártungu ætJaði þennan dag dag fram i Álflaver. Hann fór sem leið liggur yfir Hólmsárbrú og iar kominn alllangan spöi frá henni. er Þessl mynd er ekki frá Kötluhlaupi. Það var bara ami miklll vatnselgur á Mýrdalssandi hér fyrlr nokkrum árum. /50 T I M I N N — SUNNUDAGSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.