Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 17
DOROTHY PARKER HVÍTT oe SVART / LÍFSINS LEIK Kona með ljósrauðar flos-draum- sóleyjar festar í gullið hárskraut Ieið í gegnum troðfullan veizlusalinn eins og hún væri að leita að einhverju. Skyndilega stakk hún við fótum og greip í handlegg gestgjafans. — Þar náði ég í yður, sagði hún. Nú sleppið þér ekki. — Nema hvað, sagði gestgjafinn. Hvernig líður yður? — Þakka, mér líður ágætlega. Al- veg dásamlega. . . . En hlustið nú á mig. Má ég biðja yður að gera mikinn greiða? Vlljið þér? Ó, þér megið ekki neita mér. Ég bið yður svo innilega! — Hvað er um að ræða, frú? spurði gestgjafinn. — Ja, nú skuluð þér heyra. Ég vildi svo gjarna hitta Walter Williams. Ef ég á að segja eins og er, þá er ég alveg æst í að hitta þann mann. . . . Ó, hvernig hann getur sungið! Einkum þessa andlegu söngva. Eins og ég sagði við Burton: „Þú mátt vera glaður yfir því, að Williams er blökkumaður — annars gæti svo farið, að þú hefðir ástæðu til þess að verða afbrýðisamur. Ó, ég hlakka svo til þess að hitta hann og segja honum, að ég hafi heyrt hann syngja. Viljið þér veita mér þá ánægju að kynna mig fyrir hon- um. Ó, þá eruð þér hreinasti engill! — Jú, það skal eg gera með ánægju, sagði gestgjafinn. Ég hélt annars,' að þér hefðuð hitt hann. Þessi veizla er haldin til heiðurs hon- um. — En hvar er 'iann eiginlega niður kominn? — Hann stendur þarna við bóka- skápinn, sagði hún. Við skulum bíða, þar til allt þetta fólk hefur lokið sér af að tala við hann. Mér finnst það afskaplega fallegt af yður að halda þetta glæsilega gildí honum til heiðurs og gefa honum tækifæri til þess að hitta allt þetta hvíta fólk. Er hann ekki fjarskalega þakklátur? — Það vona ég, að hann sé ekki. sagði gestgjafinn. — Mér finnst þetta reglulega lofs- vert. sagði hún Það finnst mér sann arlega. Ég get ekki með nokkru móti séð, hvers vegna maður ætti ekki að geta umgengizt þeldökkt fólk. Ég hef ekki hið allra minnsta við það að athuga . . . En Burton, hann lítur á það öðrum augum. Hann er ættað- ur frá Virginíu, og já þér vitið nú, hvernig það er. — Kemur hann hingað i kvöld? spurði gestgjafinn. — Nei, hann er því miður forfall- aður, sagði hún. Ég er grasekkja í kvöld. En ég sagði líka við hann, þegar ég fór: „Það er engum efa undirorpið, hvað ég víl,“ sagði ég, en hann var alveg kúguppgefinn, svo að hann gat varla hreyft sig Var það ekki synd og skömm? — O, sagði gestgjafinn. — En bíðið bara, þangað til ég segi honum, að ég hafi hitt Walter Williams, sagði hún. — Ég er hrædd um, að hann eigi erfitt með að kyngja því . . . Ó, við höfum svo oft rökrætt um svertingjana . . . Eg verð svo æst, það liggur við, að ég verði ruddaleg í munninum við hann. „Vertu nú ekki svona heímskur," segi ég. En það verður þó að segjast honum til hróss, að hann er miklu frjálslyndari heldur en sumt þetta Suðurríkjafólk. í raun og veru fellur honum mjög vel við þetta þeldökka fólk. Já, hann segir sjálfur, að hann vilji alls ekki hafa hvítt þjónustu- fólk . . . og eins og þér ef til víll vitið, átti hann svarta fóstru, svona gamla reglulega negramömmu, og hana elskar hann hreint og beint. í hvert sinn, sem hann kemur heim, fer hann strax fram í eldhús til þess að heilsa upp á hana. Það gerir hann svo sannarlega enn þann dag í dag. Hann segir bara, að hann hafi alls ekkert á móti blökkufólki, ef það aðgins viti, hvar það á heima í þjóðfélaginu. Og har.n gerir þvi svo mikið gott gefu.- j>'i gömlu föt- in sín, og ég veit ekki hvað! En hann segir líka, að þótt honum væri boðnir milljón dalrr, þá vildi hann ekki sitja til borðs með neinum þeirra. „Uss,“ segi ég við hann, þú gerir mig veika með öliu þessu tali. Ég er víst vond við hann. ei ég bað ekki? — Ó, nei -- nei sagði gestg.iaf- inn. Nei — net — Jú, ég er það, -agði hun Vesa iings Burtont En ég hef ekki þessa sómu tilfinningu Ég hef ekkert á móti svertingjum. Þeii eru eins og börn. glaðir og áhyggjulausir og si hlæjandi og syngjandi eru þeir ekki hamingjusömustu verui, sem maður fær augum litið? Ég Kemst i gott skap, aðeins við að heyra þá hlæja. Ó, mér þykir svo væni um þá — það þykir mér reyndai Eins og til dæmis pvottakonuna mína. Hún er svört. og ég haf haft hana árum saman. og ég hef miklai mæt- ur á henni. Hún er reglulegui per- sónuleiki, og vitið þér nú bara hvað? Ég lít á hana sem vinkonu mína! Já, svona lít ég nú á þetta mál . . og eins og ég segi við Burton: í allra heilagra nafni — við erum þó öll manneskjur. Erum víð það ekki? — Jú, sagði gestgjafinn — Það erum við vissulega. — Og nú þessi Waiter Wiliiams. Eg held, að slíkur maður sé reglu- legur listamaður. Drottinn minn dýri! Ég er alveg brjáluð í tónlist, og svo kæri ég mig ^ollótta og læt mér standa á sama, þó að hann sé þeldökkur. Ég hugsa blátt áfram sem svo, að þegar einhvei maður er listamaður, þá geti enginn haft neitt við það að athuga að umgangast hann, enda þótt hann sé svartur, og þetta hef ég sagt við Burton. Finnst vður ekki, að ég hafi rétt fyrir mér? — Jú, sagði gestgjafinn. Það hafið þér. — Það álít eg uka sjúlí, sagði hún. Eg get ekki skilið, að tóik skuli vera svona þröngsýnt. Ég álít það vera heiður að vera i samkvæmi með Walter Williams. Það finnst mér vissulega. Ég hef ekkert við það að athuga. Hinn góði guð hefur skapað svertingjana eins og hann skapaði okkur. Haldið þér það ekki? —- Áreiðanlega, sagði gestgjalinn. Áreiðanlega. — Það er líka mín skoðun, sagði hún. Ó, ég get orðið svo bálvond, þegar ég hittí manneskjur, sem líta niður á þeldökka iólkið. Ég hef mestu löngun til þess að húðskamma svoleiðis fólk, sem gerir það . . . Auðvitað verð ég að viðurkenna, að það er hræðilegt, þegar maður hittir ruddalegt, litað fólk. En eins og ég segi við Burton: „Það eru líka marg- ir hvítir ruddar hér í þessum heimi“ Er það ekki satt, sem ég segi? — Jú, það hefði ég haldið, sagði gestgjafinn — Já, mér mundí finnast það mik- ill heiður, ef maður eins og Walter Williams kæmi einhvern tíma heim T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 761

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.