Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 3
Þú, sem bankar blikkdallana, breytir ekki fornum vana að þykjast meiri mönnum hér. Varla muntu vera snauður, verkum fylgir mikill auður. Sigurkransinn sómir þér. Hvort þú heitir Glúmur, Gellir, Glámur, Hreði, Loki, Drellir, Þráinn blindur bölvísi, sýnist mér á sama standa, þú setur allt í loga og branda. Skömm er að þinni skáldfræði. Álfar mega kveða og klingja. Kátur muntu braginn syngja fyrir þeim, er þóknast háð. Við þig dansi silfursálir, sýnast ekki vegir hálir, Lúsífer þá l.eggur ráð. Ekki er Mammon almáttugur, eitraðar þó sendi flugur sínar oft á saklausan. Og hann skapað enginn hefur. Ó, þér, maður, skjátlazt hefur að segja hreinan sannleikann. Óttalegt er orðabullið, að þú segir fagurt gullið. Okkar guð með efldan mátt má úr þessum málum skera, miskunnandi, heilög vera. Hér er ekki hjalað smátt. - Ó, þú hiinins helgi kraftur, hjálpaðu mér að tala aftur, til þín set ég traust og von. Ég vil þig í öllu biðja, auma virztu mig að styðja fyrir þinn kæra. sanna son. Viltu tala vesall, maður, í verki og anda máski hraður vogaskálir voldugs guðs og á þeim gerðir ýmsra vega? Ég það segi greinilega: Þér verður ei allt til alfögnuðs. Að hræða út fé með hrekkjapörum og hafa smánarorð á vörum, sízt mun þykja frómum frægð. Vasla kind þá vargar rífa, með vinsemd henni þykist hlífa lilfurinn, búinn út neð slægð. Þó á heimsins nála rtigi, hnýttir saman smán og lýgi, að skæðum ráðum skaðvaldar háðs með órum hefja hljóminn, hrekjast burtu dyggð og sóminn undir grímu ölværðar. Illt er að sækja að einstaklingi, yfir þeim dómur síðar klingi réttlætingarrefsing með, sem óguðlega orðum haga, æru og dyggð af frómum naga svo vondra manna gleðjist geð. Gellisbragar faðir fróður, farðu ekki í harðan róður móti þeim, sem minni er. Geymdu vel að gefnu pundi, gættu þess: Á litlu sundi voðinn getur grandað þér. Hættu að kveða háð og lygi hyldýpis á lasta stigi, sjáðu, hvílík auðn það er að sóa út fögrum sálarauði og setja líf í stærstu nauðb Þessi ráðin biggðn nf mér Þegar dauðinn að þér æðir, ekki er víst að Gelliskvæði þyki vera þarflegt spaug. Þú hættir að berja blikkdallana þá borinn verður andarvana auði firrtur út í haug Þú ef verður þai að draugi, þínum voka yfir haugi feikna svæla og flugeldar. Braukið heyrist blikks í dölln' berja þá með kröftum öllum dimmraddaðG h--ngar þar. Að því hyggi hvei einn kristinn, hverful oft er heimsins >'istin Dugir hvorki dramb né háð. Eilífðar við æðsta hljóminn allir koma fyrir dóminn. Biðjum drottinn hlítt um náð. Ef þú getur aumur maður, allsherjar á þingi glaður gefið þar til gullvæg rök, að þú segir sannleik hreinan og sjáir veg til lífsins beinan þá ?»■ Irvittnfi hessi sök Hvergi sesi getið um þetta Gellis- kvæði í verkum St. G. St., en í And- vökum, þriðja bindi, er vísukorn, sem vel mætti vera hnúta til Guð- rúnar Þórðardóttur. Það er án skýr- inga og heitir aðeins V:sa til G Þ. ,og við hana ártalið 188fö. Hvergi minn- ist Stephan á þétta í bréfum sínum, nema hvað hann nefnir einu sinni Nabal. Sennilega hefur Gellir verið einhver nágranni hans. Vísan til GÞ. er svona: Bæklaða málshátta brúða bibliu-leppaða dúða, ráð kann ég þetta til þín: Taktu þinn brag og uppbúðu hann, blessuð, í upprisuskrúðann: Hir.ö sjá handaverk mín! rn 99 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.