Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 15
Kristján konungur III, krjúpandi í fullum skrúða. Þessi maður fangelsaði biskupa unnvörpum og sló eign sinni á klaustur og kirkjugóss. og margbrotin athöfn, og Hítardals- klerkur verður feginn hvíldinni, er hann getur loks gengið til náða. En á hinum fyrsta morgni, er hann vakn- ar með biskupstign, bregður svo við, að honum er kvilltur annar fóturinn. Að nítján nóttum liðnum liggur bisk- upinn nár á börum sínum í skini blaktandi kertaljósa, umkringdur syngjandi prestum erkibiskupsstólsins. Sigmundur Eyjólfsson, sem skemmsta stund hefur borið mítur og bagal íslenzkra biskupa, er í moldu lagður í Þrándheimi. Ekki löngu síð- ar flýr Ólafur erkibiskup Engil- brektsson land. En þó að Sigmundur oiskup vitji ekki aftur fósturjarðar sinnar, sigla þar aðrir að landi. Hinn nýi konungur Danmerkur- ríkja, Kristján III, hefur skipað land- inu hirðstjóra í stað Ögmundar Páls- sonar og Jóns Arasonar á Hólum. Þetta er tignarmaður af þýzku slekti, Kláus van der Marwitzen. Snekkja hans varpar akkerum á Seylunni vorið 1537, og hinn ný valdsmað- ur ríður á Öxarárþing til þess að skipa málum. Hann hefur í för með sér fógetann sinn, Diðrek fra Mynd- en. Ekki skerst stórlega odda að sinni. Þó eru óþægileg sum málin, sem þeir flytja. Kristján konungur III. vill koma á nýrri kirkjuskipan í anda hinna nýju trúarkenninga, sem hann aðhyllist, og hefur sent í land- ið bréf um það. Sumt er gamsdt og gott, sem hann býður, en annað vek- ur skelfingu. Ögmundur biskup og prestar hans velja og hafna og vísa landsmönnum veginn — bregða þó fyrir sig kænsku: „Þyí segjum vér allir samt með einni röddu fyrir vort biskupsdæmi, að heilögum anda til vor kölluðum, að vér viljum þessa trú halda og henni í allan máta fram fylgja. En um aðra hluti, sem í þessu bréfi standa og þetta land snertir ekki, látum vér svo standa. Bjóðum vér og skipum öllum og sérhverjum í voru biskupsdæmi, að þeir fylgi fram heilögum lærdómi og ölmusugerðum. En um umskipting á messuembætti og tíðagerðum kunnum vér enga mis- breytni á að gera sakir fátækdóms. og kunnáttuleysis hér í landið," En ekki dylst samt, að nokkurt los er komið á suma menn, líkt og verða vill, þegar farið er að rengja gömul sannindi. Þess vegna skrifar biskup líka ströng áminningarbréf „þeim, sem eru þrjózkir og þrályndir og reisa sig á móti guði og guðs lögum.“ Þvílíkt er nú farið allvíða að „op- inberast í Skálholtsbiskupsdæmi." „Þvi áminnum vér yður enn að nýju að ganga ekki- um endimarkið, því að bogi er bendur og ör á lögð. Læg- ið yður undan, svo ei falli á yður bannsörin.“ Mikið er í húfi: „Þessi heilaga trú má með engu móti út- verpast eða úr lagi færast,“ þótt upp hafi „risið einn grámunkur og pre- dikað nýja villu og vantrú og eigi síður í þessu voru fátæka fóstur- landi en annars staðar útsent sína sendiboða, hverjir að mjög fjarri standa guðs postulum." Þeirri villu er ekki „hlýðandi í nokkurn máta, því að hún hefur upphafið illt og efn- islaust, miðbikið mátalaust og endan afskaplegan." Það kemur sér fyrir sjónlausan manninn að hafa góða aðstoð við all- ar þessar bréfagerðir. Og nú hefur hann Gissur Einarsson sér við hönd eftir sendiför hans til Noregs. Hann er orðinn gróinn í Skálholti. Allt hnígur að því, að Ögmundur muni einna helzt kjósa hann eftirmann sinn, svo auðsveipur og ieiðitamur sem hann er sínum herra. En fleira skrifar Gissur Einarsson þó en biskupsbréf. Hann á sjálfur í bréfaskiptum við ýmsa menn, og meðal þeirra er séra Jón Einarsson í Odda. Hann er roskinn maður og kunnur um land allt. Þegar Gottskálk Nikulásson á Hólum féll frá, vildi Ögmundur gera hann að biskupi norðan lands, þótt ekki fengi hann bolað Jóni Arasyni frá biskupsvígslu. En seinna segja menn, að þessi sami klerkur hafi ekki vílað fyrir sér að tala gegn ákalli helgra nanna og ókvæni presta í áheyrn sjálfs bisk- upsins. Og þessi árin hefur hann keypt vopn og hertygi fyrir fimm kýrverð. En einhvern veginn finnst Gissuri Einarssyni, að hann geti ekki skrifað vinum sínum hug sinn allan, nema öruggt sé. að bau fari ekki á flæking: „Bréf mín eru ekki þess eðlis, að ég áræði að senda þau á skotspón- um.“ T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 111

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.