Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 7
ráðskona Benedikts Sveinssonar á Héðlnshöfða. og hann. Af þeirri kynningu spratt hjónaband þeirra. Um 1880 byggði Benedikt Sveins- son íbúðarhús úr höggnum steini á Héðinshöfða. Steinninn var tekinn úr klöppum í Reyðarárgili, sem er sunnan við túnið. Steinsmiðurinn var Sigurbjörn Sigurðsson frá Hól- um í Laxárdal. Steinhús þetta stend- ur enn og er reisulegt og ófeimið við nýja tímann. IV. — Var ekki Benedikt Sveinsson myrkfælinn og lífhræddur? — Ó-jú — það sögðu menn. Allir hér um slóðir kannast við söguna um það, þegar vinnumenn hans settu ný- borinn kálf í kolamyrkri í bæjargöngin í veg fyrir hann. Hann rak sig á kálfinn og æpti ofboðslega: — Herra guð, blautur, loðinn! Á Héðinshöfða var maður að nafni Jón Jónsson, sem kallaður var Skinni. Hann var fæddur Skagfirð- ingur. Viðurnefnið mun hann hafa fengið af því að stunda skósmíði, en ekki af því, eins og margir virðast halda, að hann átti um tíma heima á Skinnastað í Axarfirði. Árið 1888—1890 voru þau Jón Skinni og kona hans, Anna Jónatans- dóttir vinnuhjú hjá Benedikt Sveins- syni. Jón var — að ég held — verk- stjóri við landbúnaðarstörfin. Ilann hafði sjálfur á hendi meðal annars að taka heyið handa kúnum. Eitt sinn, þegar ég var nokkra daga gestur á Héðinshöfða, fór ég að hjálpa Jóni við að taka heyið: losa úr stáli og bera meisana. Heyið sem við tókum af, stóð á mel, dálitið austur af bænum. Búið var að eyða nokkru af enda þess — torf fallið, er á þeim enda hafði verið, en utan- hleðslur stóðu og mynduðu lága tóft. Við Jón vorum innl í tóftinni. Ég losaði töðuna með heynál, en Jón tróð í meisana. Vitum við þá ekki fyrr til en sýslumaður er kominn að tóftinni og segir Jónl, byrstur mjög og gífuryrtur, að engin mynd sé á því, hvemig hann taki af þessu heyi og gangi um það. Jón Skinni var þá ekki seinn í svifum, þreif af mér heynálina, sveiflaði sér yfir tóftarvegginn með nálina á lofti og sagði sýslumanni, að hann skyldi reka hana á l:af í skrokkinn á honum, ef hann skipti sér nokkurn skapaðan hlut af þess- um verkum. Beið þá Benedikt ekki boðanna, en tók til fótanna sem mest hann mátti heim í bæ. Mun ég seint gleyma því, hvernig frakkalöfin hans stóðu eins og klofið stél aftur af honum á hinu ofboðslega hlaupi. Jón Skinni hló dátt, þegar Bene- dikt var horfinn í bæinn, enda hafði Jón verið að leika. Lítilli stundu síðar fórum við inn til að drekka kaffi. Lék þá sýslumað- ur á alls oddi og minntist ekkert á missættis við Skinna. Hins vegar klappaði hann á kollinn á mér, eins og hann vildi biðja mig afsókunar á einhverju. Það þótti mér þá skrítið. V. — Ein ferð mín í Héðinshöfða verður mér minnisstæðust, segir Árni. — Ég fór glaður að heim- an, en kom hryggur heim. Þetta var vorið 1890. Ég fékk að fara til að heimsækja Rósu og afa minn, Árna, föður hennar, sem þá átti heima hjá henni. Það var sumardagurinn fyrsti. Afa þótti mjög gott að dreypa á víni. Notaði það eins og meðal á morgnana, en í smáum stíl. Ég fékk í þetta sinn að færa honum hálf- flösku af víni í sumargjöf. Hann þakkaði mér kærlega fyrir og kvaðst mundu enda gjöfina lengi. Um kvöidið sat afi hjá Benedikt sýslumanni og gesti hans, Þorleifi Jónssyni presti á Skinnastað. Ræddu þeir um landsins gagn og nauðsynj- ar. Síðan var snæddur kvöldverður. Afi var hress og glaður, þegar við gengum til sængur í sérstöku her- bergi, sem hann hafði til umráða. Ég háttaði fyrir ofan hann og sofn- aði fljótt. Klukkan fimm morguninn eftir bjó Jörundur Sigurbjarnarson sig til selaróðurs. Áður en hann lagði af stað leit hann einhverra hluta vegna inn í herbergið til okkar afa. Var þá afi dáinn, en ég sofandi fyrir ofan hann í rúminu og hafði ekki orðið neins var. Þetta var mér mikil reynsla. Afi var 83 ára, þegar hann dó. VI. — Manstu vel eftir Einari Bene- diktssyni? Benedikt Jóhannsson, fóstursonur Benedikts sýsiumanns á HéðinshöfSa. — Já, ég man vel eftir honum. Hann var sannkallað glæsimenni, karlmannlegur, kátur og gamansam- ur. Einu sinni fórum við Bensi Jó- hanns með Einari út í Lundey á litlum báti til þess að koma þang- að fjórum landskuldargemlingum, sem faðir hans fékk í leigu eftir fjórða hluta af ísólfsstöðum, er hann átti. Gott þótti að geyma fé í eynni Tók það þar góðum bata, og ekki /ar hætt við að það stryki þaðan. Vel gekk okkur ferðin út í eyna. Einar var mjög ötull. Við klifruðum upp á eyna með gemsana. En meðan við stönzuðum í eynni, skall yfir glórulaus þoka. Á heim- leiðinni töpuðum við áttum og rer- um æðilengi í villu. Loks fundum við þó Höfðagerðissand og settum þar bát okkar. Ekki var Einar hræddur eða óstilltur í þokunni, en sagði okkur gamansögur. Ég trúi því varla, að hann hafi verið hræðslugjarn eins og faðir hans. Vel má vera, að hann hafi samt verið myrkfælinn, svo sem heyrzt hefur. Því kynntist ég ekki. Myrkfælni er annar handleggur. Grettissaga vottar það. — Varztu var við, að Einar léti fjúka í hendingum? — Ekki var það oft, en einstöku sinnum þó. Eitt sinn kom hann til dæmis kaldur inn í stofuna, þar sem fólkið sat að vinnu. Mælti hann þá: Hérna inni yl ég finn á nösum, Framhald á 118. síðu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 103

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.