Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 20
Bergrispurnar í Rónamó, sem urSu Flnni Magnússyni að fótakefli. Hann hugði þetta rúnaletur og las úr því vísu. Klöppin, sem viliti um fyrír prófessornum Rúnaietur, sem er hin torna let- urtegund hinna heiðnu Norðmanna, mun upphaflega vera runnið frá leturgerðum Miðjarðarhafsþjóða, ef til vill Grikkja eða Rómverja. Talið er, að rúnaletrið hljóti að vera á einhvern hátt skylt latneska stafróf- inu. Latneska stafrófið er komið af hinu gríska, en fyrirrennari þess er hins vegar semitíska stafrófið, sem sumir telja runnið frá einhvers kon- ar myndletri, en mönnum hefur þó enn ekki tekizt að færa sönnur á það. Elztu rúnaristur, sem fundizt hafa, eru gotneskar eða norrænar. Að vísu væri eðlilegra, að elztu rúnaristur væru latneskar, ef gert er ráð fyrir, >' stafrófið sé upprunnið á ftalíu, en því er ekki svo farið. Þessar elztu áletranir eru taldar vera frá því um 300 e. Kr., og er þá talið, að stafrófið sjálft hafi orðið til ein hvern tíma á þriðju öld. Rúnir voru ristar á ýmsa hluti, til dæmis var algengt, að þær væru ristar á steina, sem reistir voru sem minnismerki yfir menn. Einnig voru rúnir gjarnan ristar á ýmsa skraut- gripi, vopn og verkfæri. Rúnir bárust til íslands með Norð- mönnum þegar á landnámsöld. Hér hafa ekki fundizt neinir legsteinar frá þjóðveldistímanum, og hefur sennilega ekki tíðkazt hér *>á að reisa slíka steina, að minnsta kosti hafa ekki verið ristar á þá rúnir. íslendingar hafa rist rúnir sínar á trémuni, sem orðið hafa tímans tönn að bráð og glatazt með öllu. En telja má_ víst, að rúnir hafa verið kunnar á fslandi alla þjóðveldisöld, því að þeirra er víða getið í rituðum 'ieim- ildum, bæði kveðskap og íslendinga- sögum. 3>ó má nefna hér tvennt, sem varðveitzt hefur af íslenzkum íún- aristum. Annað er Valþjófsstaðahurð in, sem er frá því um 1200, en hitt er tréskófla, sem fannst á Indriða- stöðum í Skorradal og talin er vera frá 12. öld. (Kristján Eldjárn ræðir um báða þessa muni í bókinni „Hundrað ár í þjóðminjasafni“). Danski sagnaritarinn Saxo ritaði sem kunnugt er mikið rit um sögu Danmerkur og Danakonunga. Það mun hafa verið um 1200, sem Saxo samdi rit sitt. f formála þess lýs- ir hann m. a. legu héraðanna Hal- lands og Blekinge í Suður-Svíþjóð, og í því sambandi nefnir hann klett nokkurn í Blekinge, sem honum þyk- ir býsna markverður. Yfir klettinn liggur stígur, sem er alsettur undar- legum rittáknum. Saxo lýsir legu stígsins, segir hann liggja í beina stefnu til suðurs frá sjó. Stígurinn er afmarkaður af tveimur samsíða rákum eða línum, og bilið milli þeirra er alþakið rittáknum. Tægt er að fylgja stafaröðinni eftir stígn- um, þótt hann liggi ýmist yfir hæð- ir eða niður í dældir. Þá segir Saxo frá því, að Valdemar konungur, hinn blessaði sonur heilags Knúts. hafi furðað sig mjög á fyrirbæri þessu og sent menn til að rannsaka það. En sú rannsókn bar ekki árangur, sem 116 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.