Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 8
KNÚTUR ÞORSTEINSSON FRÁ ÚLFSSTÖÐUM: BOLTALEIKUR MeÖ bernskunnar bláma í augum og blik yfir rjótSri kinn, svo itSandi af æsku og fjöri, þú eltir boltann þinn. Og hrifinn á leik þinn ég horfi, mig heillar þitt sólbros frítt. Ó, litli, fjögra ára ljúfur, hve líf þitt er draumavítt. Þú sérÖ aÖeins sumar og hallir og sælunnar titrandi flót$, því hamingjan veg þinn vefur í vorbjarmans töfraglóÖ. Sem hjúfrandi hlývindar nitSi, berst hlátur þinn dillandi létt, er boltinn þinn hoppar og hendist um hlatisins polla og stétt. Sem léttfleygur lækjarstraumur, svo leikur þú hvert viÖ spor. Hve sælt er í sál aÖ geyma, þitt saklausa yndisvor. Þó skorti þig frama og frægtiir, er fagnandi allt þitt rátS, því boltans ljúfi leikur er líf þitt og dýrÖarnáð. Og gott átt þú, væni vinur, aÖ vita ekki enn þess skil, hve víÖa á veraldarleitJum, þau vaka, hin myrku gil. Þar illskunnar örlagaseiÖur er eldaÖur daga og nátt, sem heillar vorn hamingjubolta í hyldýpitS ægigrátt. — 1 104 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.