Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 14
í þeim hópi, sem biskupinn hefur hið næsta sér, eru eigi fáir ungir menn, sem hann leggur rækt við. Auk Gissurar eru þar kirkjuprestur- inn, séra Gísli Jónsson, er áður hefur verið í Skálholti, Oddur bryti, son- ur Eyjólfs mókolls Gíslasonar, hefð- arbónda á Haga á Barðaströnd, og Helgu Þorleifsdóttur hirðstjóra, Odd- ur Gottskálksson Hólabiskups og Pétur Einarsson frá Stað á Öldu- hrygg. Og biskup er mildur bessum ungu mönnum og gerir þeim margt að vilja af engri smásmygli. Þegar í Skálholt koma þrjú systkin frá Haga á flótta úr heimkynnum sinum — bróðir, sem legið hefur tvær systur sínar og átt barn með annarri þeirri, ef ekki báðum, tekur hann stúlkurn- ar í vernd sína, en kemur bróðurn- um utan til Noregs. Með því að þetta eru fríðleiksstúlkur af beztu ættum landsins, verður kirkjuprestinum það að renna hýru auga til annarrar þeirra. Ef til vill er hinum sjóndapra biskupi ekki kunnugt um það, því að sumt er það í Skálholti, er hann grunar ekki, en viti Iiann, hver gæg- ur séra Gísli er í auga, þá skiptir hann sér ekki af því. Svona mjúk- látur er Ögmundur biskup vinum sín- um, enda má hann mikið fyrirgefa, hafandi legátavald. Og beir eru tungumjúkir við hann, blinda bisk- upinn, og liprir til allra vika. Biskupinn verður að þreifa fyrir sér með fótunum, þegar hann geng- ur með veggjum og görðum í Skál- holti. Hann finnur ekki betur en allt sé þar tryggt umhverfis veldisstól- inn. Aftur á móti sígur á ógæfuhlið úti í löndum. Kristján hertogi, sonur Friðriks I, lítur um þessar mundir sigri hrósandi yfir blóðugan val- inn í Danmörku: Hungurbærinn Kaupmannahöfn, þar sem kornbörn FRIÐRIK I — aðhylltlst lúterskan sið, en lék þó tveim skjöldum. Hann var ómælandi á danska tungu, nízkur og fégjarn og leit kirkjuelgnir hýru auga. lágu á brjóstum dauðra mæðra, en hinir, sem skriðfráir voru, eltu uppi ketti á strætunum sér til fæðslu, er í þann veginn að gefast upp eftir langt umsátur. Það er sýnt, hver tfdrif helgrar trúar verða í Danmörku. Aftur á móti eru örlög Noregs ekki útkljáð. Ólafur erkibiskup Eng- ilbrektsson heldur enn velli norðan fjalls, en tvísýnt, hversu lengi það verður. Ögmundur biskup afræður að senda menn á hans fund með bréf og gjöld þau af landinu, sem hann á að standa ríkisráðinu norska skil á. Hann kallar til sín Eyjólf Kollgríms- son, skipstjóra biskupsstólsins, og biður hann að reiðbúa staðarskútuna hið bráðasta. Þrjú hafskip hefur stóll- inn misst í biskupstíð ögmundar, en þó er enn til haffær fleyta. Og ein- hvern tíma hefði hann sjólfur staðið við stjórnvöl í svona ferð. Menn eru kvaddir til farar með Eyjólfi, þeir er reka eiga erindi bisk- ups við Ólaf Engilbrektsson. Þar þarf til forystu mann, sem lærður er og vel kann þá siðu, er beztir þykja með höfðingjum utan lands. Gissur Einarsson, glataði sonurinn, sem nú er aftur fundinn, virðist vel vaxinn því hlutverki. Eyjólfur Kollgrímsson er öruggur skipstjóri, og honum farnast vel, þótt háski sé á báðar hendur. Þó komast þeir félagar í hann krappan. í Nið- arósi liggur við, að trúnaðarmanni Skálholtsbiskups verði hált á óvar- legri meðferð þýzkra bóka, því að hann blótar þar Martein Lúter á laun í sjálfum erkibiskupsgarði, og sér ekki annað ráð vænna en fá Gísla Eyjólfsson frá Haga, þann er brot- legur varð með systrum sínum og e£ til vill hefur utan farið með staðar- skútunni í þessari ferð, að smíða kist- il að þessum bó'kum, svo að þær liggi ekki á glámbekk. Hann getur ekki neitað Skálholtsmönnum um svo lít- ið viðvik, svo vel þeir hafa reynzt honum í miklum nauðum. í Björg- vin lenda þeir Gissur og Eyjólfur í höndum manna Kristjáns hertoga. En þar er kaþólskur biskup, Geblení- us Pétursson, sem snúizt hefur til fylgis við hertogann og ber kápuna á báðum öxlum í trúarbragðadeil- unni, reiðubúinn að hafna sig þar, sem legufærin fá góða botnfestu. Og þessi útsjónarsami biskup gengur á milli og fær Skálholtsmenn leysta úr haldi eftir þrjár nætur. — Honum er kannski ekki með öllu ókunnugt um það, að Skáiholtsmenn kunna líka að aka seglum eftir vindi. VIII. Það er um þetta sama leyti, að ög- mundur biskup sér fram á, að sein- ustu forvöð eru að velja heilagri Skál holtskirkju nýjan forstöðumann, því að hæpið er, að hann geti síðar feng- ið þann vígðan, er hann sjálfur kýs í sæti sitt. Þennan vanda vill hann leggja á herðar systursyni sínum frá Hjalla í Ölfusi, séra Sigmundi Eyjólfssyni í Hítardal. Og honum er auðsótt samþykki presta sinna. Séra Sigmundur siglir á fund erki- biskups. Ólafur Engilbrektsson, sem nú stendur orðið uppi fáliðaður gegn miklu ofurefli, forsmáir ekki vilja vinar síns og sálufélaga í Skálholti. Það er undinn' bráður bugur að bisk- upsvígslunni, sem fer fram með virðulegum hætti í dómkirkjunni í Niðarósi veturinn 1537. Þetta er löng Bförgvin á siðaskiptaöld. Hér sátu Gissur Einarsson og Eyjólfur Kollgrímsson þrjá daga í haldi, unz Björgvinjarbiskup fékk þá látna lausa. 110 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.