Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 19
Anna Vigfúsdóttir frá Brúnum: GESTUR Litli vinur, flögrar þú um fönn, fyrir þig nú líS ég sára önn: Úti er haukur, úti er kisi minn, — óska báSir þér í gogginn sinn. Komdu aftur undir þak til mín, eftir þér þar bíSur skákin þín, tíndu korniS, teyga drykk úr skel, treysfu mér, og reyndu aS nærast vel. GleS þú mig meS gaSværS þinni enn, gluggann opinn skaltu nota senn. — Tíminn líSur, tvennar vikur sjö til þess vors, er þráum, bæSi tvö. SMÆLINGJAR Örfljótir, bræSur, undan næsta éli! Illt er til jarSar — nú er fjarlæg Harpa. Hér er í boSi hnefi korns í varpa; hrySja um Núpinn veifar löngu stéli og innan stundar úfnum hrammi nær út eftir Hvömmum, týnisf kirkja og bær, allt fer í hvarf — og iSukastiS snarpa ómjúkum sprota gesti mína slær. ii' '~~n'irmwt—ugaw^w—e—i—niwyiiiniignw iiunaiMiHBiii honum ógeðfelld, og þó tók hann & návist hennar sér til þakka. „Átt þú nokkurt skyldfólk?" spurði Raó og skammaðist sín þó fyrir svo nærgöngula spurningu. Hún þokaði sér ögn nær honum til að þurfa ekki að tala hátt. „Allir eiga ættingja,“ svaraði hún, „en til hvers er það? Faðir minn drekkur sýknt og heilagt, og sagt er, að hann hafi myrt móður mína. Sjálf hef ég aldrei kvænzt raunveru- lega, en ég hef eignazt tvö börn með auðnuleysingja, sem ekkert gerir annað en drekka og spila. Ég vinn fyrir okkur öllum. Börnin eru of ung ennþá til þess að læra að betla. Mað- urinn minn eyðir fjórum annas á dag í vín, af því sem ég vinn inn. En hann er dauðhræddur við mig. Hann drekkur, að ég held, til þess að geta þolað þá smán að þurfa að horfast í augu við mig.“ „Hve mikið vinnur þú þér inn dag lega?“ „Allt upp í fimm rúpínur suma dagana, en það er ekki oft. Þeir eru fáir, sem neita mér um skilding. Ég veit, að ég kann tökin á þeim.“ Raó beindi ljósinu ósjálfrátt að andliti hennar og sá, að hún brosti. Ekki myndi hún hika við að selja líkama sinn ókunnum aðkomu- manni, hugsaði hann og horfði á brosandi andlit hennar enn um stund. „Hvers vegna horfir þú svona á mig?“spurði hún. „Ég er ekki orðin eins falleg nú og ég áður var.“ Honum var meinilla við þessa til- gátu hennar. „Ég er ekki að horfa á þig,“ anz- aði hann. „Ég gleymdi bara að slökkva á vasaljósinu.“ Skyndilega heyrðist hræðilegt brak. Húsgagnahlaðinn tvístraðist í allar áttir og hurðin sviptist upp á gátt. Einn hlerinn rifnaði af hjör- unum. Raó þrýsti sér upp að betli- konunni eins og hún væri síðasta at- hvarf hans. Hann áttaði sig þó í næstu andrá og varð dálítið skömm- ustulegur. Þó leyfði hann henni að leiða sig yfir í annað horn, til hliðar við dyrnar, þar sem fárviðrið náði sér ekki eins. Hún fékk hann til þess að setjast og hnipraði sig því næst við hlið hans, lagði síðan armana um hann, ósjálfrátt og eðlilega. Hann hresstist við líkamshlýnina í faðmlagi hennar. „Sittu nær mér og leggðu hand- legginn utan um mig,“ sagði hún, „(þá verður þér hlýrra. Vesalings gamli faðir, þú skelfur frá hvirfli til ilja.“ Hún hjúfraði sig betur í kjöltu hans og hann fann hita frá brjóstum hennar leggja um sig. Hún tók enn til máls: „Öruggast í þessu horni. Faðir á ungar dætur, sem hann er nú að hugsa um. Kofinn minn hlýtur að vera fokinn. Hvað skyldi hafa orðið um börnin mín tvö? Vonandi hafa nágrannarnir rétt þeim hjálparhönd. Ekki er að reiða sig á manninn minn. Hann er vafalaust dauðadrukkinn." Raó hlustaði ekki á hana, vissi ekki af neinu öðru en beitum lík- ama hennar. Hann vafði hana örm- um, þrunginn angist og æði. Hún klappaði honum mjúklega á mjöðm- ina, svo sem til að segja, að hún skildi þetta allt saman. Smám sam- an hætti vitund hans að vaka. Dofi hafði færzt yfir fætur Raós, er hann rankaði aftur við sér og lit- aðist um. Hann þokaði sér í þægi- legri stellingar, án þess að ónáða kvennmanni. Svo kveikti liann ljós- ið og leit á hana. Hún var sofandi. Andlit hennar var sviplireint og sak- leysislegt í hvíldinni. Ekki hafði dregið úr veðurofsan- um. En hann var rólegur og dauð- þreyttur. Hann féll í fastasvefn. Þegar hann vaknaði á ný, hafði stytt upp, en rokið var nærri hið sama. Betlikonan var farin. Það var tekið að daga. Hann leit á úr sitt og sá, að klukkan var orðin fimm. Hann reis á fætur, Hann verkjaði í hnén. Svo þreifaði hann á vösum sínum. Peningapyngja hans var horf- in. Hann gat naumast fengið sig tíl að trúa því, að konan hefði stolið henni. Ef til vill hefði hann týnt henni í fátinu um nóttina. Hann lit- aðist um eftir buddunni í herberg- inu og gekk síðan út á pallinn. Hvar vetna gat að líta verksummerki eyði- leggingarinnar. Nokkrir menn nálg- uðust eftir uppfyllingu járnbrautar- innar — líklega voru þeir' að koma frá borginni. Yfir undir hinum enda stöðvarinnar lágu slasaðir menn. Honum varð litið til þeirra úr fjar- lægð, og hann hopaði ósjálfrátt á hæli. Aldrei hafði hann staðið augliti Framhald á TT8. síou fÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 115

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.