Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 4
uíanbæjarforstaða heimilisins mest á Árna. Móðir Árna dó þegar hann var um tvítugt, en 21 árs kvæntist hann Guðrúnu Sörensdóttur. Bjuggu bau i 47 ár eða þar til hún andaðist. Þau eignuðust fjögur börn. Þrjú börnin dóu í æsku, en elzta barnið, Guðný, býr að Skógum, ásamt manni sínum, Gunnlaugi Sveinbjörnssyni. Hjá þeim dvelst Árni nú. Árni fór snemma að vinna mikið. Hann var strax eldskarpur og kapp- samur, að hverju sem hann gekk. Faðir hans hafði verið grenjaskylta byggðarlagsins, og var Arni kosinn á almennum sveitarfundi til þess starfs, þegar hann var aðeins fjórtán ára, og gegndi því samfleytt í meira en hálfa öld, enda annáluð skytta. Ferðamaður var hann ótrauður, þol- inn og ratvís. Spretthlaupari svo af .bar. Stökkmaður mikill, svo sögur fóru af í sambandi við hlaup hans yfir ár miili skara. Vei var hann glíminn. Sláttumaður þótti hann með afbrigðum góður. Enn gengur Árni að ýmsum störf- um. Slær til dæmis með orfi sínu fyrir Garðræktarfélag Reykhverfinga Arni í Skógum. sumar hvert ióðir. þar sem ekki er I. Ámi Sigurpálsson í Skógum í Reykjahverfi leit inn til mín eitt sinn í haust sem leið. Hann gerir það venjulega, þegar hann kemur til Húsavíkur og er alltaf aufúsugest- ur. Hann er einn þeirra manna, sem gott er að hafa nærri sér. Árni er fæddur í Skógum 24 marz 1878 og er því að verða 87 ára gam- all. Þrátt fyrir þennan háa aldur er Árni knálegur enn og kvikur í spori. Hann hefur svo góða sjón, að hann notar aldrei gleraugu. Heyrir eins vel og unglingar og man flest það, sem gerðist á fyrri árum hans eins og það hefði gerzt i gær. Alla sína ævi hefur Árni átt heima í Skógum. Þrátt fyrir það hefur hann ekki yfir tilbreytingarleysi að kvarta eða óyndi. Viðhorf hans til lífsins hafa tryggt hann gegn slíku. Alvara lífsins kom snemma til hans, en eðlisgleði og lífsyndi yfirgáfu hann samt ekki. Faðir Árna, Sigurpáll Árnason, bóndi í Skógum, dó, þegar Árni var ellefu ára. Varð úti — eða bráð- kvaddur — í stórhríð á Skarðaháisi. Móðir Árna, Guðný Ólafsdóttir, hélt áfram búskap á hluta af Skógum með tveim börnum sínum, Árna og Hólm- fríði, sem var fimm árum eldri en Árni. Kaupamaður var á heimilinu fyrsta sumarið, en upp frá því hvíldi hægt að koma við venjulegum sláttu- vélum. Á hverju sumri fer hann til lax- og silungsveiða í á, sem tilheyr- ir Skógum. Hvert haust gengur hann meira og minna til rjúpna með byssu sína og er merkilega fengsæll. Enn fremur heldur hann enn þeim gamla vana sínum að fara til Húsavíkur á haustin og fá sér róður — einn eða fleiri — með kunningjum, til þess að afla handa heimilinu fisk til vetr- arins. Og í haust sem leið, þegar Árni heimsótti mig, var hann ein- mitt kominn til Húsavíkur í þeim tilgangi að fara á sjó. II. — Nú ætla ég að róa seinnipart- 100 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.