Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 11
Á þióðvegi við Vatnsfjörð á Suður-írlandi. Um þessar slóðir hafa forfeður okk- Nú dundi franska byltingin yfir. JJÚn vakti nýjar vonir i írlandi, bæði j|ieðal kaþólskra manna og mótmæl- ft'þda. Um þetta leyti urðu til samtök, ||m kölluðu sig Sameinaða íra, og yúr markmið þeirra að létta okinu M kaþólskum mönnum og koma á |áttum milli þeirra og mótmælenda. ÍEn stjómarvöldin litu þessa hreyf- mgu óhýru auga og brutu hana ó pök aftur. Upp úr því hófst uppreisn mð 1798. Þetta var ekki trúarstyrj- þld íra og Úlsterbúa eins og sum lyn fyrri fitök höfðu verið, heldur fok þjóðfrelsisbarátta, sem ekki fór 8ð trúarbrögðum. Enskur her kæfði þessa uppreisn, og foringinn, átrún- úSargoð Ira, Wolfe Tone, var sekur fundinn um landráð og tekinn af lífi. Nú afréð enska stjórnin að af- nema þingið í Dyflinni, enda var það Splllt stofnun, og sameina landið al- gerlega Bretlandi. Þetta vakti mikla ándstöðu í írlandi, en mútur voru bornar fi Irsku þingmennina, svo að þeir samþykktu með atkvæði sínu, að þing þeirra skyldi lagt niður. Sam- iningarlögln voru samþykkt árið _ 800. Upp frá því skyldu nokkrir þingmenn frá frlandi eiga sæti fi Englandsþlngi. Þótt ekki væri mikil eftirsjón að írs'ka þinginu eins og í pottinn var búið varð þessl breyting örlagarík að einu Ieyti: Hún gekk af dauðri þeirri hreyfingu, sem stefndi að því að sætta kaþólska menn og mótmælend- ur í írlandi. Þetta dró þann dilk á eftir sé, að bilið á milli Úlsterbúa 0g annarra þeirra, sem írland byggðu, breikkaði fi ný. Og senn bar fleira ttl. er jók á andstæðurnar. í Úlster hófst mikil iðnaður, líkt og í Eng- landi, en í öðrum hlutum landsins varð lítil breyting á. Þar höfðu menn við lítið annað að styðjast en bú- skapinn, og hann gat ekki blómgazt með því skipulagi, sem á honum var. Menn streymdu úr landi á flótta und- n áþján og fátækt, en allt hjakkaði gamla farlnu heima fyrir. Mestur Var þó miðaldasvipurinn á öllum háttum í vesturhluta landsins. Ekki komst sameiningin á tíðinda- laust. Foringi þeirra, sem risu upp gegn henni, hét Hróbjartur Emm- ett, ungur og glæsilegur maður. En hann endaði líf sitt á höggpallinum eins og svo margir aðrir írskir for- ystumenn. Enginn írsku þingmannanna, sem til Lundúna fór, var kaþólskur. Þess var ekki heldur að vænta. Kaþólskir menn voru ekki kjörgengir. Þetta ranglæti var þó numið úr lögum 1829, og átti írskur leiðtogi, Daníel 0‘Connell, mikinn þátt í því. Kosn- ingarétturinn rýmkaðist líka smám saman, enda giltu nú öll lög jafnt fyrir írland sem England. Þetta ar farið með alvæpni. leiddi til þess, að breyting varð á írska þingmannaliðinu. í stað jarð- eigenda af ensku kyni, komu kaþólskir bændur af írskum upp- runa. Fátækt var auðvitað afskapleg í írsku sveitunum, því að landeigend- urnir rúðu leiguliðana inn að skinn- inu. Fólk lifði að langmestu leyti á kartöflum, og var þó raunar á mörk- um þess, að það gæti dregið fram líf- ið, ef ekkert bjátaði á. Laust fyrir miðja nítjándu öld barst kartöflu- sýki til landsins. Árið 1846 brást kartöfluuppskeran, og þá var ekki að sökum að spyrja: Ogurleg hungurs- neyð varð í landinu. Fólk dó í hrönnum. Landeigendur hröktu þá af kotum sínum, er ekki gátu innt landskuldina af höndum, og aragrúi manna streymdi til Vesturheims. Landflóttinn var slíkur, að við land- auðn hélt á stórum svæðum. Gaml- ir akrar greru upp og urðu beitiland eitt, og kotin grotnuðu niður mann- laus. Áldrei fyrr liafði írland orðið fyrir þvílíkri blóðtöku í öllum þeim styrjöldum og uppreisnum, sem yfir það höfðu gengið. Sveitirnar írsku höfðu orðið fyrir þungu áfalli. Og nú tóku iðnaðar- borgirnar ensku að draga til sín fólk, og ullariðnaðurinn þar krafðist sí- fellt meiri ullar. Landeigendurnir a írlandi komu sér upp stórum hjörð- um, sem þörfnuðust mikils haglend- is, og bændur komust ekki aftur að því landi, sem fallið var í auðn. Einu gilti, þótt atvinnuleysi væri I írsk- um borgum og fólk hrektist sífellt úr landi af þeim sökum. Það var aðeins hlutverk írlands að sjá iðn- aðinum enska fyrir hráefni. Ókyrrð í írlandi linnti samt ekki. Engar stórkostlegar uppreisnir urðu þar þó á nítjándu öldinni, en stjórn- arvöldin áttu í stöðugu stímabraki við örvæntingarfulla leiguliða, er tæp ast gátu dregið fram lífið. Loks sá Bretastjórn þann kost vænstan að afnema jarðeignaskipulagið, kaupa lendur allar af gömlu jarðeigendun- um og fá þær í hendur bændunum. Jarðeigendurnar fengu fullt verð fyr- ir eignir sínar, en bændunum var gert að greiða árlega jarðarafgjöld, sem urðu þeim mörgum þung í skauti. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 107

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.