Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Side 18

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Side 18
voru eLgir peningar til fyrir nýjum reimum. Þegar veizlan stóð sem hæst, ,fór mig að langa heim. Ég fékk skó- inn minn aftur, og galdramaðurinn hélt sýningunni áfram, en ég var ekki eins hrifinn af brögðum hans og áður. Ég horfði á félaga mína og sá, að þeir voru allir betur klædd- ir en ég. Ég hafði aldrei hugleitt, að það væri mikill munur á fötum okkar, en nú sá ég það. Ég var líka sá eini, sem ekki var _ á lakk- skóm, og það kvaldi mig. Ég fyrir- leit lakkskó, og þó óskaði ég þess á sama andartaki, að ég ætti eina slíka. En auðmýking mín átti eftir að vera meiri, áður en við settumst að borðum. Töframaðurinn lauk við sýn ingu sína, og við sátum kyrrir og biðum. Sumir vildu útskýra brellur hans, en aðrir nenntu ekki að tala meira um þær. f hléi, sem varð, sneri Ib sér allt í einu að mér: „Er það satt, að þú eigir að hætta í skólanum?" Spurningin kom mér á óvart. Ég varð ringlaður, þegar þeir horfðu allir á mig. Hverju átti ég að svara? Mamma hafði talað um, að ef til vill yrði að láta Jörgen og mig ganga Við helgan kross Framhald af bls. 183. dæmis einum af mektarmönnum þjóð arinnar, Ara Magnússyni í Ögri, sæmandi að verja sig með því á Þingvöllum, er hann komst í klípu út af bréfi, sem hann hafði skrifað brotlegum manni, að hann hefði einungis ætlað að ginna hann á vald sitt undir grimmilega refsingu með fögrum fyrirheitum um líkn og mildi. Þeim mönnum þjóðarinnar, sem hvað hæst bar, hefur því ekki þótt ýkja- mikil vanvirða að bregða fyrir svik- um, hvort sem mikið eða lítið var í húfi. Og albúinn var Kristófer Hvítfeldur að taka þátt í slíkum leik með Gissuri Einarssyni. Gissur biskup Einarsson var uppi á þeim tíma, er til mikilla tíðinda dró. Kannski er það sanngjarnasti ðómurinn úm hann, að hann hafi einungis verið leiksoppur skriðþungr- ar, óumflýjanlegrar atburðarásar — þeirrar elfu, sem var jafn ómótstæði- leg O'g hraunflóðið, sem valt yfir Landbrot endur fyrir Iöngu og fergðu undir sig stör og sef. (Helztu heimildir: Fornbréfa- safn, Annálar 1400—1800, Bisk upasögur, Safn til sögu fs- lands, Alþingisbækur, Dan- marks historie, Menn og menntir eftir Pál Eggert Óla- son. í ódýrari skóla, en ég hafði ekki trúað því. Hvers vegna ættum við að skipta, þegar við vorum ánægð- ir, þar sem við vorum? „Því skyldi ég hætta í skólanum?" Ég var neyddur til að svara, og ég fengi þá líka að vita, hvað hann ætti við. Ib yppti öxlum, með hreyf- ingu, sem aðeins hefði hæft full- orðnum manni: „Nú, pabbi þinn hefur víst ekki efni á að hafa þig í skólanum okkar, þegar honum verður sagt upp. Hann verður víst aldrei heilbrigður." Ég veit ekki, hvaðan Ib hafði feng- ið þessa vitneskju, en nú skildi ég allt í einu ýmsa atburði frá undan fömum mánuðum, þegar pabbi hafð_i verið heima. Ég varð ofsareiður. Á þessari stund hataði ég Ib, og ég hataði alla félaga mína. Þeir störðu á mig eins og ég væri furðulegt dýr, sem hefði komið inn í stofuna til þeirra og yrði að rannsaka. í kulda sínum voru þeir eins miskunnarlaus- ir og böm ein geta verið, og það var enginn fullorðinn viðstaddur. Ég var fangi í hóp þeirra og engr- ar undankomu auðið. Ung stúlka bauð okkur að setjast, og hinir þutu inn að borðinu. Ég kom hægt á eftir þeim. Þar sem ég hafði þegið boð Hinriks, gat ég ekki farið úr húsinu án þess að vekja athygli, fyrr en veizlunni var lokið. Ég man ekki lengur, hvað við fengum að borða. Ég man aðeins, að ég var einmana og þagði, með- an bekkjarbræður mínir skvöldruðu og skemmtu sér. Við vorum margir í stofunni, og þó var ég einmana. Ég tók við ílátum, sem mér voru rétt, og rétti þeim næsta þau án þess að snerta matinn. f raun og veru var ég alls ekki þarna með. Að vísu sat líkami minn við þetta borð, og hendur mínar héldu ósjálf- rátt á hnífapörunum, en ég vissi varla, hvað ég gerði. Ég sat bara og beið þeirrar stundar, er ég slyppi út úr þessu fangelsi og gæti farið heim. Seinna um kvöldið fengum við ávexti. Það var svo mikið af ávöxt- um, þrjár fullar skálar á borðinu, að ég fékk löngun til að stela — vegna Pontusar. Hann hafði beðið um banana, og hann skyldi fá þá. Á þessu heimil voru nógir pening- ar til alls og enginn myndi sakna nokkurra banana og eins gráfíkju- pakka. Það var ekki erfitt að lauma ávöxtunum undir blússuna og kom- ast út í andyrið, þar sem jakkinn minn hékk. Hinir tóku eftir, að ég var í slæmu skapi og létu mig eiga mig. Ég troðfyllti annan vasann og fór inn til þess að sækja meira. Því ekki að taka svolítið súkkulaði með, þegar þetta gekk svona vel? Hinrik hafði fleygt gjöfinni minni undir borðið, svo að það var ekki nema sanngjarnt, að ég fengi svolitlar sárabætur. Ég fyllti hinn vasann án þess, að upp um mig kæmist, og ég gladdist yfir heppni minni. Það var eins og ég hefði hefnt fyrir þá auðmýkingu, sem ég hafði orðið fyrir um dag- inn. Pontus skyldi fá að reka upp stór augu, þegar hann sæi feng minn. Hann var aðeins barn og hafði hlakk- að til án þess að láta á því bera. Ég gleymdi því alveg, að ég hafði sjálfur hlakkað til þessa kvölds. Ég var orðinn stór drengur, og það var timi til kominn, að ég byrjaði að rétta föður mínum hjálparhönd, þar sem hann þarfnaðist þess svo mjög. Klukkan níu lauk samkvæminu, og við þyrptumst fram í anddyrið og börðumst þar um fötin. Ég vissi ná- kvæmlega, hvar jakkinn minn hékk og var fljótur að komast í hann. Hinrik og móðir hans stóðu í dyr- unum, og ég þakkaði þéim fyrir mig. Ég var svo fölur, að hún spurði, hvort ég væri veikur, en ég gat ekki svarað henni, svo að hún lét mig fara. Ég hafði allt í einu tekið eftir því, að jakkavasar mínir voru tóm- ir, og ég varð skelfingu lostinn. Hvernig átti ég að geta -talað, þegar allir gátu séð á mér, að ég hafði stolið? Mig langaði að flýja, en ég var ekki kominn að dyrunum, þegar eitt- hvað gerðist. Feiti Ib stóð í anddyr- inu og dró banana upp úr vasa sín- um, þrumu lostinn. Hann var svo undrandi, að hann sagði ekki orð, og hann reyndi ekki að verja sig fyrir öllum þeim hrópum, sem dundu á honum. Hafði hann ekki fengið nóg að borða, og ætlaði hann að taka eitthvað með sér heim? Vildi hann ekki heldur fá tösku eða körfu? Ef til vill mætti hann koma aftur á mojgun og halda áfram að borða. Ég reyndi ekki að hjálpa Ib. Það var ekki fallegt af mér, en hann átti sjálfur sök á miskunnarleysi mínu. Hann hafði gert mig að mið- depli hins starandi hóps, og nú gat ég hefnt mín. Enginn trúði honum, þegar hann hafði náð sér svo, að hann gat útskýrt þetta. Nei, enginn trúði honum, og enginn kom honum til hjálpar. Það rigndi ennþá úti. Ég var sá fyrsti, sem fór, og ég hitti pabba við hliðið, þar sem hann stóð og beið í skjóli undir þéttu limgerð- inu við húsið. Hann spurði, hvort ég hefði skemmt mér vel, og þegar ég svaraði ekki, spurði hann ekki meira. Ég veit ekki, hvort hann skildi mig, en ég held, að hann hafi gert það. É_g var þakklátur fyrir þögn hans. Eg tók undir handlegg hans, og við studdum hvor annan upp brekkuna á móti regninu, sem lamdi andlit okkar. J. Hafst. þýddi. 186 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.