Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Qupperneq 19

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Qupperneq 19
1 . ... . ■ • ... Fæðingartöngin - leyndardóm ur einn- ar ættar í meira en heila öld ♦ Líklega eru fá af öllum þeim margvíslegu tólum og tækjum, sem læknar nota við aðgerðir sínar gegn krankleika og þjáningum mann- skepnunnar, sem almenningur kann að nefna réttu nafni. Þó munu sennilega flestir, sem komnir eru til vits og ára, hafa heyrt getið um fæðingartöng og gera sér grein fyrir, hvert muni hlutverk hennar. En fæð- ingartöngin er fjarri því að vera eitt af furðuverkum nútímatækninnar. Hún er þegar komin nokkuð til ára sinna. Það munu vera hátt á fjórða hundrað ár, síðan fundin var upp töng, sem teljast má fyrirrennari þeirra gerða, sem nú eru notaðar í heiminum. En það er snöggt um skemmra síðan læknar almennt lærðu að þekkja og nota þetta áhald, sem í sjálfu sér er afar einfalt, en þó stórkostlegt í einfaldleik sínum, þegar það er haft í huga, hversu stórt er framlag þess til að draga úr þrautum og þjáningum. Enda munu þau tæki ekki mörg, sem menn hafa lagt sig eins fram við að endurbæta og fullkomna. Áður en fæðingartöngin kom til sögunnar, mun hafa gengið á ýmsu við lausn þess vanda, sem hún hef- - ur síðan leyst. Það var algengt með- al hinna fornu Grikkja og Rómverja, að lærðir vísindamenn önnuðust fæð- ingarhjálp. En á miðöldum kvað við annan tón í þeim efnum. Þá máttu ekki aðrir koma þar nærri en ljós- mæður, en þær voru oft fákunnandi og að auki hjátrúarfullar. Þá var talið ósæmilegt, að karlmenn kæmu nálægt því að hjálpa konu í barns- nauð, og árið 1521 á læknir nokkur í Hamborg að hafa verið brenndur fyrir að aðstoða við fæðingu. Áður en farið var að nota töngina, varð oft að grípa til þess örþrifaráðs- að lima barnið sundur til þess að bjarga lífi móðurinnar. En þótt barnið næðist eftir langt og erfitt stríð, var oft svo nærri móðurinni gengið, að hún lifði ekki aðgerðina af. Stundum kom jafnvel fyrir, að notast varð við verkfæri handiðna- manna. Danski líffærafræðingurinn Thomas Bartholin segir frá því árið 1672, hvernig farið var að við konu lyfsala nokkurs á Ilelsingjaeyri. Ljósmæðurnar höfðu tekið barnið sundur um hálsinn og náð búknum, en höfuðið var eftir. Tveir skurð- læknar voru kvaddir til, o'g reyndu þeir árangurslaust að ná höfðinu. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ Þeir notuðu til þess einhverjar járn- smíðatengur og króka, sem af tilvilj- un voru við höndina. En höfuðið fæddist sjálfkrafa daginn eftir og konan komst til heilsu á ný. Til er einnig saga um, að norsk ljósmóðir hafi orðið að notast við venjulegan öngul í þessu skyni. Lengi fram eftir öldum voru þau tæki, sem beinlínis voru ætluð til fæðingarhjálpar, svo frUsnstæð, að þau máttu einna helzt nefnast pyndingartæki. Frægur arabiskur læknir, Abulkasim, sem uppi var á 10. öld og fram á 11., samdi mikið rit, Altasrif, sem læknar notuðust við öldum saman. Er þetta eitt af elztu myndskreyttu ritum, sem gef- in voru út um læknisfræði. Þar eru meðal annars stuttar leiðbeiningar um fæðingarhjálp fyrir ljósmæður. Fylgja þeim teikningar af tækjum, sem- ætluð voru til að lima fóstur sundur. En sem betur fer er ástæða til að telja, að tæki þessi hafi aldrei verið notuð í starfi í raun og veru. Um miðja 16. öld tók franski læknirinn Ámbroise Paré aftur upp þá aðferð að snúa fóstrinu, ef það sneri öfugt, en sú aðferð hafði verið kunn þegar í fornöld, en fallið í gleymsku. Við það fór að verða al- gengara, að karlmenn veittu aðstoð við fæðingar. Ambroise Paré lýsti einnig tækjum, sem notuð skyldu við fæðingarhjálp, en þau voru álíka gróf, klunnaleg og hættuleg í not- kun og þau, sem áður voru kunn. Býsna athyglisverð er töng, sem Jakob Rueff, læknir í Ziirich, lýsti árið 1553 í kennslubók fyrir ljós- mæður. Stundum hefur verið álitið, að hér hafi verið um að ræða upphaf fæðingartangarinnar, en svo getur ekki talizt. Þetta var í raun og veru töng, sem notuð var til að mylja þvagsteina, en breytt og endurgerð Mun hún aðeins hafa verið til þess ætluð að ná með henni andvana fóstri. Öll kunnátta og vísindi varðandi fæðingarhjálp tóku miklum framför- um á 17. og 18. öld, einkurn í Eng- landi og Frakklandi. Á fyrstu árum 17. aldar, eða fyrir 1616, var búin til í Englandi töng, sem er fyrir- rennari þeirra gerða, sem nú eru notaðar. Sá, sem fann hana upp, var Peter Chamberlen eldri, sem uppi var frá því um 1560 og til 1631. Peter Chamberlen var fæddur í Frakklandi, sonur fransks húgen- otta, en starfaði alla tíð i London. Þessi töng Chamberlens var nýj- ung að því leyti, að hana var hægt að taka í sundur, koma hvorum helmingi fyrir sig í réttar skorður, krossleggja þá síðan og festa saman. Þannig var ekki hægt að nota töng þá, sem Rueff bjó til, og er því ekki hægt að telja, að hann eigi neinn þátt í að finna upp fæðingar- töng. En Peter Chamberlen gætti þess vandlega að gefa engum hlut- deild í uppfinningu sinni, og hann notaði hana aðeins sjálfur, sér til framdráttar. Síðan tóku aðrir með- limir Chamberlenættarinnar við upp- finningu hans og notuðu hana alveg á sama hátt. Margir af þessari ætt voru til aðstoðar, er drottningar Bretaveldis fæddu börn sín, og hafa þá að sjálfsögðu notað þetta ágæta tæki. Árið 1670 reyndi einn meðlimur ættarinnar, Hugh Chamberlen eldri, sonarsonur bróður Peters Chamber- len, að selja Loðvík 14. Frakkakon- ungi uppfinninguna fyrir tíu þús- und dali. í þá daga var algengt, að konungar keyptu ýmiss konar leynd- arlyf af læknum fyrir stórfé. Áður ÞAÐ ER EITT AF HINUM HÖRÐU LÖGMÁLUM LÍFSINS, AÐ ALLT SKULI MEÐ ÞJÁNINGU FÆÐAST OG DEYJA. MENN OG DÝR OG ALLT, SEM HEITI HEFUR, ER ÞEIM LÖGUM UNDIRORPIÐ. EN LÍKT OG MENN HAFA EINS LENGI OG VITAÐ ER, REYNT AÐ LÆKNA SJÚKDÓMA OG BÆGJA VOFU DAUÐANS FRÁ DYRUM SÍNUM, Á FÆÐING- ARHJÁLP í EINHVERRI MYND SÉR LANGA SÖGU. HÉR VERÐUR SAGT NOKKUÐ FRÁ FÆÐINGARTÖNGUM OG ÖÐRUM SLÍKUM TÆKJUM, SEM NOTUÐ VORU FYRR Á TÍMUM —, UNDANFARA NÚTÍMATÆKJA. 187 /

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.