Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Page 2

Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Page 2
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi: SANDÝÁ FLÓTTA Þetta var vorið 1940. Stríðið var í algleymingi. Alltaf gerðust stórtíð- indi: Ofbeldi, múgmorð og hvers kyns illvirki. ísland hafði sloppið furðanlega — en nú höfðu einnig þar gerzt stórtíðindi Bretar höfðu hernumið landið. En sólin skein Samt, og grasið greri í Garðsey eins og ekkert hefði í skorizt, og sveitafóikið var önnum kafið hvern . dag, þótt Bretar hefðu fyrir níu dögum boðið sér heim á íslandi. Við hefðum viljað fá að vera í friði, en þó virtust flestir sammála um, að enn verri gestir hefðu getað setzt hér upp Ég átti heima í Lundi í Lundar reykjadal Var ég að stinga upp x i töflugarð í ákefð skömmu eftir h egi. þegar ég var allt í einu ávarp- b'ð'i' ókunnri röddu. Þegar ég leit upp úóð yfir mér maður, sérkenni- leg'.i vegna búnaðar síns, því að h ' n var með stóran troðinn bak- pokr og marga pinkla þar að auki, hangandi á honum og sér. Þetta var svo snemma vors, að lystigöngumenn voru lítt komnir á kreik Hann nefndi þegar nafn sitt, sem mig mir.nir, að væri Ágúst Lehmann. og Dætti þegar við: ,,Ég er Þjóðverji á flótta undan Bretum og þarf að biðja þig að ná fv: ir mig í mann í Reykjavík í síma.“ Vlaðurinn talaði lýtalitla íslenzku, te, undraðist ég hreinskilni hans *-ins og nu stóð á. Ég sagði honum sem var, $ð enn væri á þriðja tíma, þar til næðist í Reykjavík. Gekk ég síðan með hon- um til bæjar og lét vita af komu hans, því að honum var þörf hress- ingar. Síðan settumst við og tókum tal saman. Þetta var garpslegui maður, gæti hafa virzt hálfþrítugur. Byrði hans var varla mikið undii 30 kílóum. Hann leit út fyrir að vera ýmsu vanur og láta ekki allt fyrir brjósti brenna. Þó að hann væri ekki bein- línis fríður sýnum, geislaði hann svo af lífsþrótti, að hann hefði vel mátt teljast skrauteintak af Hitlersæsku- manni. Við tókum tal saman. Hann var opinskár og svaraði skjótt og skýrt öllum spurningum: Kvaðst vera bú- inn að vera þrjú missiri í þýzku verzlunarfyrirtæki i Reykjavik og hafa unnið þar með íslendingnum, sem hann vildi nú ná til í síma. Hann sagðist hafa verið staddur uppi í Mosfellssveit með allt sitt farteski, þegar Bretar gengu hér &■ land, hafa þá snúið upp til óbyggða og eng- an mann hitt að máli þessa níu daga, sem síðan voru liðnir. fyrr en hann kom þennan morgun að Reykjum í Lundarreykjadal. Þar fékk hann hressingu og fyrstu fréttir af atburð- um síðustu daga. Munu Reykjamenn hafa vísað honum á síma í Lundi. Ég sagði honum, að samkvæmt út- varpsfréttum hefðu Bretar byrjað á að taka þýzka sendiráðið og síðan alla Þjóðverja, sem þeir hefðu fund- ið, og flutt þá úr landi. Myndu þeir vafalaust athuga alla menn, sem þeim þættu grunsamlegir. Því væri mikið óráð fyrir hann að hringja héðan til Reykjavíkur því að allar stöðvar í Borgarfirði gætu heyrt sam- talið, og væri það ekki hollt þeim, sem vildi leynast. Hann kvaðst verða að ná tali af þessum Reykvíkingi. Ég gerði mér strax grein fyrir kringumstæðunum: Hann leit alla vega út fyrir að vera albúinn njósn- ari. Var ólíklegt, að það væri tilvilj- un ein, að hann var svona albúinn langt upp í sveit, þegar Bretar her- námu Reykjavík. Ef hann aftur vildi vera um Kyrrt og afskiptalaus, væri hann meinlaus — og sjálfur í engri hættu, gagn- stætt því, ef hann léki laustum hala. íslenzk stjórnarvöld höfðu ekki til- kynnt neinar tálmanir á því ferða- frelsi, sem hér hafði lengi gilt, svo að hann kom alþýðu hér ekkert við. Ég sagði honum því, að vildi hann vera í friði eins og hann gaf í skyn þá skyldi hann hafa sig sem lengst út í einhverja fámenna sveit, helzt þar sem hvorki væri sími né útvarp, og fá sér þar vinnu. Ef engum sög- um færi af honum yrði hann lát- inn þar í friði. Ekki sagðist hann gera það. Stríð- inu yrði lokið í haust (auðvitað með sigri Þjóðverja), og þar til gæti hann auðveldlega vafizt fyrir Bret- um. Þegar hann hafði fengið mat og kaffi, fór hann með mér út að stinga garðinn, í stað þess, sem hann hafði tafið mig. Við unnum rösklega, en töluðum engu minna. Úr hafði hann ekkert, en í þess stað hafði hann armbandsáttavita og þekkti svo vel á hann, að hann greindi gerla tíu mínútna mun og jafnvel minna, ef sá til sólar. Gat hann því auðveldlega minnt mig á, þegar klukkan var fjög- ur. Ég náði svo i manninn fyrir hann í Reykjavík. í símtalinu 'fékk hann staðfestar þær fréttir, sem ég hafði sagt honum. Þótti honum horf- urnar þá svo uggvænlegar, að hann ákvað að leggja þegar af stað um kvöldið. Ég reyndi árangurslaust að telja honum hughvarf og endurtók það heilræði, að hann skyldi heldur felast í strjálbýlinu en rekast um óbyggðir. Ég vissi, að það var allt meinlaust, þó hann hefði sendistöð og hvað annað, ef hann héldi kyrru fyrir, og hann sjálfur öruggur. Þetta vildi hann ekki heyra. Hann kvaðst einskis láta ófreistað til þess að komast heim, og nú færi hann norður óbyggðir til Siglufjarðar, því að þar ætti hann kunningja, sem fús- ir væru að greiða fyrir sér. Ég sagði honum, að vonlaust yrði að komast þar í skip. Þar myndu jafnvel hafðar strangari gætur á mannaferðum en víða annars staðar. Þá kvaðst hann halda þaðan um óbyggðir til ísafjarð- ar, því að þar ætti hann líka menn að. Ég taldi meiri líkur til, að komizt yrði í skip við Vestfirði. „En ann- ars væri hyggilegast fyrir hann að hætta öllu brauki og hafa hægt um sig, því að vel gæti stríðið orðið langt. Hann trúði statt og stöðugt á skjótan sigur Þjóðverja og kvaðst ráðinn í að halda þessa áætlun, sem hann hafði lagt skýrt fyrir mig. En í versta falli, þó að stríðið drægist eitthvað, taldi hann engin tormerki á að hafast við í. óbyggðum um nokkurn tíma, og það eitt væri víst, að Bretar skyldu aldrei hafa hendur T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÖ Dálítil endurminning frá válegum vordögum 386

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.